Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1964, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.08.1964, Blaðsíða 21
Þessar þrjár myndir fylffja handavinnuþættinum, tvær þeirra (að neðan og til hægri) pistlinum um axlaböndin. dökkgrátt í kantinn en mosa- grænt, tómatrautt og dökkgrátt í bekkinn. Stærð hvers dúks er 32x44 cm. Varpað er yfir kantþræðina og síðan byrjað að þræða mynstr- ið 4 cm frá brún, þrætt allt í kring og aðgætt að þræðirnir séu nógu langir og að efnið herpist ekki. Á myndinni merkir einn fer- hyrningur þráð en það gætu eins verið tveir þræðir eftir grófleika efnisins. Auðveldara er að horfa á mynstrið í gegn- um stækkunargler. Endarnir eru síðan jafnaðir og látnir ganga niður í faidinn sem síðan er brotinn þráðþétt og lagt niður við á röngu í höndum. AXLABÖND Útsaumuð axlabönd eru fal- leg við pils eða síðar buxur. Böndin eru fallegust úr hör eða þéttu strigaefni. í þau fara 15 cm af 90 cm breiðu efni. Saumað er með tvöföldu bómullargarni, árórugarni, bródergarni, perlugarni eða hörgarni. Margs konar mynstur má nota, en í þessi berjamynstur er notað rautt og grænt garn. Efninu er skipt í tvennt eftir rndilöngu, miðjan þrædd og mynstrið saumað yfir tvo til fjóra þræði eftir grófleika efn- isins. 3—4 cm eru hafðir milli mynstra. Betra er að fóðra böndin t. d. með lérefti, sem áður er bvegið. Fóðrið er haft 2i/z cm á breidd. Að síðustu eru böndin saumuð saman eftir þræði, gengið frá endum og axlabandaklemmur festar á. Einnig má búa til lykkjur á endana og hneppa böndin. Framhald á bls. 26. Lesendur eru beðnir afsökun- ar á misritun í uppskrift af ávaxtaköku í síðasta blaði. Þar stóð % bolli salt, en átti að sjálfsögðu að vera V> tsk. SAMVINNAN 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.