Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1964, Side 18

Samvinnan - 01.08.1964, Side 18
Fréttir af aðalfundi SIS Nefnd skipuö til tillögugerðar um framtíðarstarfsemi samvinnuhreyfingarinnar Frá aðalfundi Vinnumálasambandsins, taliS frá vinstri: Grímur Thorarensen, fundarritari. Guðmundur Ásmundsson, fram- kvæmdastjóri sambandsins, Þórhallur Björnsson, fundarstjóri og Hjörtur Iijartar, formaður sambandsins. Aðalfundur Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna I skýrslu þeirri, er forstjóri SIS, Erlendur Einarsson, flutti um rekstur þess á árinu sem leið, kom meðal annars fram, að launahækkanir starfsfólks komu með miklum þunga á reksturinn, einkum þegar líða tók á árið. Námu heildarlauna- greiðslur á rekstrarreikningi 112 mill’ónum króna. Laun fastra starfsmanna hækkuðu á árinu úr 81 milljón 1962 í 103 milljónir 1963. Nam hækk- unin 27,5%. Þegar launagreiðsl- um lausráðins fólks er bætt við, eru heildarlaunagreiðslur Sambandsins 128.2 milljónir og hafa hækkað um 33,2 milljónir eða um 35%. Þetta, auk ýmsra hækkana af völdum dýrtíðar og verðbólgu í öðrum rekstr- arliðum hafði mjög neikvæð áhrif á rekstur Sambandsins. Umsetning helstu deilda Sambandsins á árinu 1963 var sem hér segir: Búvörudeildar 459,7 milljónir, aukning frá fyrra ári 42,7 milljónir, Sjáv- arafurðadeildar 437,7 milljónir, aukning frá fyrra ári 15,8 milljónir, Innflutningsdeildar 333,2 milljónir, aukning 10,4 millj., Véladeildar 232,3 millj- |ónir, aukning 69.6 mill|óni(r, Skipadeildar 94,4 milljónir, aukning 16,8 milljónir, Iðnað- ardeildar 186,4 milliónir, aukn- ing 14,9 milljónir. Að viðbættri umsetningu ýmsra smærri starfsgreina var heildarumsetning Sambands- ins kr. 1.830,2 milljónir og hafði aukizt um 181,8 milljón frá árinu á undan. Vaxandi rekstursfjárskortur kom í veg fyrir frekari aukningu á um- setningu Innflutningsdeildar. Tekjuafgangur á rekstrar- reikningi varð 2,5 milljónir á móti 7.7 milljónum 1962. Af- skriftir voru hinsvegar nokkru hærri árið 1963, eða alls 17,5 milljónir. Afslættir, færðir i reikninga kaupfélaganna, voru 710.000. Tekjuafgangur, afslættir og afskriftir voru til samans kr. 20,8 milljónir. Skip Sambandsins komu við í 61 höfn eða svo að segja í hverri höfn á landinu, samtals 1.448 sinnum á árinu 1963. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar á fundinum: „Aðalfundur SÍS, haldinn í Bifröst 5. og 6. júní 1964, sam- þykkir að kjósa 5 manna nefnd, er hafi það hlutverk að gera tillögur um framtíðarstarfsemi samvinnuhreyfingarinnar með það fyrir augum, að hún geti sem bezt gegnt hlutverki sínu við síbreytta aðstöðu í þjóðfé- laginu.“ í nefndina voru kosnir: Jak- ob Frímannsson, Erlendur Ein- arsson, Helgi Rafn Traustason, Guðröður Jónsson og Ragnar Pétursson. Um fjármál var samþykkt eftirfarandi tillaga: „Aðalfundur Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga, hald- inn í Bifröst 5.—6. júní 1964, ályktar með tilliti til þess al- varlega rekstursfiárskorts, sem atvinnurekstur landsmanna á nú við að stríða, að nauðsyn sé á að mikillar varúðar sé gætt í fjármálum, og leggur m. a. á- herzlu á eftirtaldar ráðstafan- ir: 1. Að fjárfesting Sambandsins og kaupfélaganna sé tak- mörkuð sem mest má verða og ekki hafnar nýjar bygg- ingaframkvæmdir að sinni. nema fé til þeirra sé fyrir- fram tryggt. 2. Að útlán séu minnkuð. 3. Að aukin áherzia sé lögð á innheimtu útistandandi skulda. Jafnframt telur fundurinn æskilegt að gerðar séu sem it- Framhald á bls. 26. 13. aðaifundur Vinnumála- sambands samvinnufélaganna var haldinn að Bifröst í Borg- arfirði 4. júní s.l. Varaformaður stjórnarinnar, Hjörtur Hjartar framkvæmda- stjóri, setti fundinn, en for- maður, Harry Frederiksen framkvæmdastjóri dvelst nú við störf erlendis. Fundarstjóri var Þórhallur Björnsson kaupfélagsstjóri, en fundarritari Grímur Thorar- ensen kaupfélagsstjóri. Varaformaður ávarpaði fund- armenn og ræddi þátt Vinnu- málasambandsins í framvindu kjarasamninga og kaupgjalds- mála á llðnum árum. Taldi hann, að glögglega hefði komið fram, að með stofnun Vinnu- málasambandsins hefði verið stigið heillaspor. Framkvæmdastjóri Vinnu- málasambandsins, Guðmundur Ásmundsson hrl., flutti skýrslu um störf Vinnumálasambands- ins á liðnu ári og gerði grein fyrir hinu helzta, er við hafði borið í kjaramálum. Rak hver vinnudeilan aðra, og námu al- mennar kauphækkanir á árinu 1963 um það bil 30%. Þar sem störf Vinnumála- sambandsins hafa aukizt mjög á undanförnum árum og ný viðfangsefni koma stöðugt á dagskrá, lagði stjórnin fyrir fundinn tillögur þess efnis, að starfslið yrði aukið og jafn- framt skapaður möguleiki fyrir hækkun árgjalda félaganna til þess að standa undir auknum tiikostnaði. Samkvæmt samþykktum Vinnumálasambandsins áttu formaður og varaformaður aö ganga úr stjórn, en þeir voru báðir endurkjörnir einróma, svo og annar endurskoðenda, Gunnar Sveinsson. kaupfélags- ritjóri, og varaendurskoðandi, Ólafur Sverrisson, kaupfélags- stjóri. í stjórn Vinnumálasam- bandsins eiga nú þessir menn sæti: Harrv Frederiksen fram- kvæmdastjóri, formaður, Eirík- ur Þorsteinsson fyrrv. alþing- ismaður, Jakob Frímannsson kaupfélagsstjóri, Þorsteinn Sveinsson kaupfélagsstjóri og Oddur Sigurbergsson kaupfé- lagsstjóri. I varastjórn eru: Hjörtur Hjartar framkvæmda- stjóri, varaformaður, Alexand- 18 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.