Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1964, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.08.1964, Blaðsíða 28
SMÍDUM Þeir sein Inggja ln'is eða kaupa íbúðir í smíðum er skvlt að brunatryggja og leggja fram vottorð til lánastofnana. Samvinnntrvggingar bjóða víðtæka trygg- ingu vegna slíkra framkvæmda með bag- kvæmustu kjtirum. 'I’ekjuafgangur hefur num- ið 10% undanfarin ár. Tryggið þar sem hagkvæmast er. SAMVINNUTRYGGINGAR SÍmi 20500 rithöfunda fyrr og nú gerðar út í bláinn. Nei, vissulega ekki. Slíkir málhreinsunarmenn eru eins og vitar á klettóttri strönd, þeir vara við hættunum og vísa réttu leiðina. Hárbeitt háðið nær oft meiri áhrifum til um- bóta, heldur en harðorð ádeila, og myndin af málleysunum verður skýrari ef hún er stækk- uð. — Allir þurfa að vera vel vakandi á verðinum og hefja sókn og leita að ástæðum fyrir þeim málspjöllum, er nú herja á íslenzkt mál. — En spjöllin eru að mínu áliti: minnkandi orðaforði æskumanna, stíllaus frásögn og ruglingur hugtaka, en að þessum göllum nútíma máls mun skopinu hárbeitta stefnt hjá rithöfundunum Helga Hjörvar og Agnari Þórð- arsyni. — Og kem ég þá að því, sem mér þykir mest um vert í þessu máli og það er: að leita að ástæðum fyrir laklegu mál- færi og málsmekk meðal æsku- manna og sumra þeirra, er í blöð rita, og benda á leið til úrbóta. Þegar sóttkveikjan er fundin í hverjum sjúkdómi, er helzt von um að ráð finnist til lækninga. Ef litið er til baka um hálfrar aldar skeið eða meira, þá minn- ist maður þess, að þá lærðu börnin yfirleitt lesturinn heima á heimilum sínum, en á seinni áratugum hefur lestrarnámið færzt meir og meir til skólanna. — En í sambandi við lestrar- námið á heimilunum, var mikið talað við börnin. — Og þótt kennslan færi oft ekki fram eftir neinum föstum, viður- kenndum formum, þá lærðu börnin í sambandi við lestrar- námið mörg orð i talmálinu og fengu æfingu í myndun setn- inga af máli hinna fullorðnu. Var þetta svo áberandi, að segja mátti að tónn og mál- hreimur væri sérstæður fyrir hvert heimili, sérstaklega þau, er afskekkt voru, og erfðu þessi börn hinn sérstæða málhreim og orðaval. Þegar svo skólarnir í þéttbýl- inu tóku við lestrarkennslunni, gleymdist að mestu þessi þátt- ur. — Og þar sem tuttugu til þrjátíu ólæs börn eru saman í einni deild, virðist kennarinn hafa nóg að gera að sinna al- mennum lesæfingum, og verða þá talæfingar oft að sitja á hakanum, en talæfingar í skól- um eru lífsnauðsyn eins og nú er komið heimilisháttum í þétt- býlinu og mega ekki sitja á hakanum. Vitanlega eiga heimilin enn mikinn þátt í lestrarnámi 6—9 ára barna, en það er þó stað- reynd, að vegna breyttra heim- ilishátta og fámennis á heimil- um, hafa foreldrar og aðrir heimilismenn stöðugt minnk- andi tíma til viðtals við börn- in, og leikja við þau, en slíkar stundir á heimilunum eru þó gulls í gildi fyrir börnin, og börn, sem fara á mis við þessi heimilis-áhrif, standa jafnan höllum fæti í móðurmálsnám- inu. — Og þótt skólarnir hafi fullan vilja á að fylla þarna upp í skörðin, þá skortir kenn- arana oft tíma og leikni í starfi, til að hlaupa undir bagga svo um muni. Nyrzt í Norður-Svíþjóð hef ég komið í barnaskóla, þar sem um helmingur barna var frá heimilum finnskra foreldra, þar sem allir heimilismenn töl- uðu finnsku. Sum þessara barna kunnu ekki stakt orð í sænsku, er þau komu í skólann. Þau urðu því að læra samtímis að tala, lesa og rita sænskuna. í yngstu deiidum þessara skóla voru því aldrei fleiri en 15—18 börn og oft færri. Talmálið og æfingar í frásögn á sænsku máli tók mikinn tíma í skóla- starfinu og var eiginlega aðal- námsgreinin við hlið lestrar- námsins og æfinga í skrift og reikningi, enda er það svo, að í öllum námsgreinum gefast tækifæri til æfinga í talmáli. í smábarnaskólum okkar, sjö-, 28 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.