Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1964, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.08.1964, Blaðsíða 30
© Kodak INSTAMATIC 50 kr. 496,- Það eru til 4 mismunandi filmur í KODAK- hylkjum: VERICHROME PAN fyrir svart/hvítt, KODACHROME-X og EKTACHROME-X fyrir lit-skuggamyndir og KODACOLOR-X fyrir Iit- myndir. — Myndastærðin er 9x9 cm. mm ipmiiiHj SiMi 2 0313 BANKASl R/ETI 4 nauðsyn þess að gera sam- vinnuhreyfinguna fjárhagslega sjálfstæða, auka skilning unga fólksins á samvinnufélögun- um, og sérstaklega efla sam- vinnustarfið í Reykjavík. Orð- rétt sagði forstjórinn: „Stærst eru verkefnin í verzluninni. Fyrir Sambandið er aukin verzlun nauðsynleg. Um leið og lagfæring fæst á fjármálum, eykst verzlunin af sjálfu sér. Eitt af stærstu verk- efnunum í heildsöluverzlun- inni, er nýtt skipulag á vöruút- vegun fyrir félögin, með vöru- miðstöð, aukinni sölutækni og fullkomnu rafeindabókhaidi, en undirstaða undir öllu þessu er traustur fjárhagur félag- anna og Sambandsins. Við skulum ganga vígreifir til verks, bjartsýnir á mátt og styrk samtakanna, en raunsæir á nauðsyn þess, að treysta und- irstöðuna. Við höfum miklar skyldur, að efla samvinnustarf- ið og gera það að stærri mátt- arstólpa í efnahagslífi okkar fámennu þjóðar.“ Aðalfundi Sambandsins lauk að venju með hófi að Bifröst, sem allir fulltrúar sátu, auk fjölda gesta. Veiziustjóri var Erlendur Einarsson, forstjóri. Er hann sleit hófinu mælti hann meðal annars: „Við höfum á nýloknum að- alfundi rætt mikið um vanda- málin, sem við er að stríða í dag í okkar hreyfingu. Lausn þessara mála er í okkar hönd- um. Nú þegar leiðir skiljast og hver heldur til síns heima, vona ég, að við höldum heim staðráðin í því að vinna enn betur að lausn vandamálanna, að vexti og viðgangi þeirrar hreyfingar, sem tengir okkur saman. Á okkur hvíla miklar skyldur. Við erum umbjóðend- ur stórs hluta þjóðarinnar, trúnaðarmenn og konur, við að byggja upp félagsmála- og við- skiptahreyfingu, sem hefur það markmið að tengja saman margar hendur til átaka um velferðarmál landsins barna. Megum við öll halda heim með bjartar vonir um farsæld í störfum okkar og daglegu lífi. Megi samvinnustarfið blómg- ast á komandi tímum. Megi þið öll fá góða heimferð og ánægjulega heimkomu.“ Nánari fréttir af Sambands- fundi hafa komið í blöðum og útvarpi og nokkrar þeirra eiga eftir að koma í fréttabréfi Samvinnunnar. PHJ Aðalfundur Kf. Rang. Framhald af bls. 19. Tekjuafgangur nam kr. 537.000,00. Fundurinn sam- þykkti að greiða félagsmönn- um i/2% af öllum viðskiptum félagsmanna í stofnsjóð þeirra, auk þess voru lagðar 250.000,00 í varasjóð og 50.000,00 í menn- ingarsjóð en úr þeim sjóð er veitt til menningarmála í hér- aðinu og námu veitingar úr honum kr. 25.500,00 á árinu. Úr stjórn félagsins áttu að ganga Ólafur Sveinsson Stóru- Mörk, Guðmundur Þorleifsson, Þverlæk og Sveinbjörn Högna- son. Breiðabólstað og voru þeir allir endurkjörnir til næstu þriggja ára. Endurskoðandi var endur- kjörinn Benedikt Guðjónsson, Nefsholti, og í stjórn menning- arsjóðs Árni Sæmundsson Stóru-Mörk. Á fundinum kom fram mikill áhugi um vöxt og viðgang fé- lagsins í framtíðinni og voru menn sammála um að standa sem fastast um félagið og gera veg þess sem mestan. Það kom einnig fram allmikil bölsýni um afkomuhorfur landbúnað- arins hiá fundarmönnum, rekstrarfjárskortur hjá bænd- um væri tilfinnanlegur sem svo aftur bitnaði á félaginu. Fundarmenn þáðu kaffiveit- ingar í hinum vistlegu húsa- kynnum félagsheimilisins Hvols á Hvolsvelli. VEX SÁPAN VEX HANDSÁPAN VEX HANDSÁPAN VEX HANDSÁPAN VEX HANDSÁPAN Vex handsápurnar hafa þrennskonar ilm. Veljið ilmefni viðyðar hœfi. 30 SAMVINNAN EFNAVERKSMIÐJAN VEX HANDSÁPAN VEX HANDSÁPAN VEX HANDSÁPANVEX HANDSÁPAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.