Samvinnan - 01.08.1964, Blaðsíða 7
Ungi skrælinginn hér að neðan virðist ekki hýrari í bragði
við komu hinna norrænu gesta en forfeður hans hafa sjálf-
sagt orðið, er þeir forðum mættu afkomendum Eiríks
rauða. — Myndin til hægri er tekin úr lofti yfir
austurströndinni, sem er heldur ógirnileg álitum; ís og
snjór á þurrlendi og sjórinn þakinn rekís, sem
íslendingar kannast við af illu einu.
Að ofan: Rústir Þjóðhiidarkirkju, sem nú eru nýlega
fundnar og uppgrafnar. Þjóðhildur var kona Eiríks rauða,
og varð hún fljót til að taka kristni og lét byggja kirkjjuna í
trássi við vilja manns síns, er sá lítil þrif í hinum
nýja sið. Klappirnar hér til hægri láta ekki mikið yfir
sér, en hafa engu að síður haft merkilegu hlutverki
að gegna í landnámssögu hvíta kynstofnsins; hér hefur
Eiríkur rauði líklega lagt skipi sínu að og héðan hafa
kappgjamir víkingar siglt af stað í Vínlandsferðir.
SAMVINNAN 7