Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1964, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.08.1964, Blaðsíða 13
við staðreyndir, en hvað snert- ir aðrar málskemmdir. Þarna hafa hinir snjöllu rithöfundar beitt skopinu, til að vekja at- hygli á hættunni. En hvað snertir þetta skól- ana? Því er fljótsvarað. Ef móðurmálið, tunga þjóðarinn- ar og kyndill íslenzkrar menn- ingar, er lágkúrulegt og stíl- laust í rnunni æskumanna og blaðamanna, þá fellur sökin á verndara móðurmálsins, skól- ana og heimilin, sem ef til vill hafa ekki verið nógu vel vak- andi á verðinum. — Fyrir hundrað og þrjátíu til fjörutíu árum átti móðurmálið okkar mjög í vök að verjast. Áhrif frá dönsku máli og margs kon- ar málleysur óðu þá uppi, sér- staklega í þéttbýlinu sunnan- lands. Þá hófu Fjölnismenn og aðrir bjartsýnir þjóðhollir menn harða sókn og djarflega vörn og börðust fyrir lifandi, íslenzku máli. Þeir beittu líka háðinu og skopstælingu á lé- legu ritmáli, ekki ósvipað því, sem þeir rithöfundarnir Helgi Hjörvar og Agnar Þórðarson gera í tilvitnuðum pistlum hér að framan. — Ég á þarna með- al annars við skopsöguna „af Árna Birni og mér“, sem birtist í öðrum árgangi Fjölnis bls. 57. Saga þessi er sýnilega skop- stæling á lélegu ritmáli í Sunn- anpóstinum. — Um sama leyti gerir Jónas Hallgrímsson Sunnanpóstinum þann grikk að endurþýða eða yrkja upp stíl- laust og óskáldlegt kvæði í Sunnanpóstinum og gera úr þeim óskapnaði yndislega ljóð- ræna perlu í íslenzkum bók- menntum, sem hvert barn lær- ir og hrífst af enn þann dag í dag. „Sagan af Árna-birni og mér. Jeg ætla að seigja yður dá- litla sögu, og þættist iég ekki hafa varið tímanum illa, ef „fylgjandi“ sögukorn „mætti þéna“ iður til skjemtunar. „Vér samansöfnuðumst í Reykjavík, Árni-björnur nokkur og ég, og Framhald á bls. 27. SAMVINNAN 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.