Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1964, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.08.1964, Blaðsíða 16
r \ Mannaskipti í SEXTUGASTI OG ANNAR ADALFUNDUR SAMBANDSINS Sambandsstjórn Þorsteinn Guðröður Dagana 5. og 6. júní s.l. var aðalfundur Sambandsins hald- inn að Bifröst. Hefir aðalfund- ur aldrei fyrr verið haldinn svo snemma árs og þótti lengi vel ekki fært, vegna samgöngu- tálmana, sem algengar eru á þessum tima. Nú var því ekki til að dreifa. Sumarið er mán- uði fyrr á feröinni en venju- legt er um stóran hluta lands- ins og þar að auki vorið hið blíðasta og vetur sem enginn. Fundai'dagana í Bifrös't var aólskin og hlýindi og naut feg- urð staðarins sín vel. í Bifröst fer saman óvenjuleg náttúru- fegurð, fögur og góð húsakynni og fyrirmyndar umgengni og umhirða á öllum hlutum. Það ssm setti svip sinn á þennan aðalfund Sambandsins voru meiri og minni þrenging- ar þær, sem kaupfélögin eru nú í, vegna sívaxandi dýrtíðar cg tilkostnaðar. Þrátt fyrir ein- dæma árræsku og framieiðslu þjóðarinr.ar er rekstrarútkoma k ',v pfélaganna ekki gt ð og fyr- irtæki eiga í vök að verjast. Þ:tta verkar mjög á rekstur Sambandsins. í upphafi fundarins flutti forstjóri Sambandsins, Er- lendur Einarsson, skýrslu sína, sem var löng og ítarleg að vand.a. Heildarumsetning SÍS varð nú 1,8 milljarður króna, en tekjuafgangur, fyrir utan afskriftir og afslætti, sem færðir höfðu verið í reikninga Framhald á bls. 29. Þorsteinn Jónsson fyrr- verandi kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði, sem setið hef- ur í stjórn SIS í 41 ár, gaf ekki kost á endurkjöri nú á síöasta aðalfundi Sam- bandsins. Þorsteinn Jónsson fæddist að Egilsstöðum á Fljótsdals- héraði, 20. júlí 1889. Hann stundaöi nám við Gagn- fræöaskóiann á Akureyri 1905 til 1907 og við verzlun- arskóla í Kaupmannahöfn 1909—’IO. Þá um vorið gerð- ist hann starfsmaður við Kaupfélag Héraðsbúa og varð kaupfélagsstjóri árið 1917. Gegndi hann því starfi til áramóta 1961—1962. í stjórn SÍS var hann kosinn fyrst 1923 og jafnan end- urkjörinn síðan. Þrátt fyrir allháan aldur og stórmikil vinnuafköst, er Þorsteinn Jónsson enn beinn í baki og býr yfir miklum lífsþrótti. Hins veg- ar þótti honum nú rétt að afhenda stól sinn í stjórn SÍS öðrum yngri manni. Samvinnumenn á íslandi þakka Þorsteini af heilum hug meir en hálfrar aldar starf. í stað Þorsteins Jónsson- ar var kosinn í stjórn Sam- bandsins, Guðröður Jóns- son, kaupfélagsstjóri á Norðfiröi. Guðröður fæddist 2. janúar 1908. Hann stund- aði nám í Samvinnuskólan- um 1928—1930, gerðist starfsmaður hjá kaupfélag- inu Fram áriö 1932 og varð kaupfélagsstjóri árið 1937. Hann hefur að baki mikla reynzlu í samvinnumálum og hefur að undanförnu átt sæti í varastjórn Sambands- ins. Honum fylgja hugheil- ar óskir samvinnumanna um heilladrjúgt starf í þágu Sambandsins. V___________________________________________________y Myndirnar á opnunni tóku Kári Jónasson og Þorvaldur Ágústsson á aðalfundinum. — Hér að ofan sjást þeir ræðast við, Hermann Jónsson í Ysta-Mói og Lárus Björns- son, Grímstungu í Vatnsdal. Bernharð Stefánsson, fyrrv. alþingismaöur og Bjarni Bjarnason á Laugarvatni. 16 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.