Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1964, Page 11

Samvinnan - 01.10.1964, Page 11
Á VALLABÚKKUM Fyrir 20 til 30 árum, á meðan hesturinn var enn „þarfasti þjónninn" á ís- landi, kom flestum „hesta- sálum“ á Norðurlandi og víð- ar, Skagafjörður fyrst í hug, þegar gæðinga bar á góma. En „hestasál“ var sá nefnd- ur, sem unun og gleði hafði af allri umgengni við hesta. Nú er vélin orðin þarfasti þjónninn á íslandi, en hest- urinn hefur vikið úr vegi fyr- ir bílum og dráttarvélum. Þó er það trú og skoðun margra manna, að enn eigi gæðing- urinn miklu og góðu hlut- verki að gegna. Vaxandi skilningur er á því, að hest- urinn hafi skipað slíkt rúm í allri menningu þjóðarinn- ar, að það væri mikill skaði, ef hann hyrfi þaðan með öllu. Og enn er í Skagafirði mikill fjöldi hesta og margir góðir hestamenn, sem kunna að gera góðan hest úr göld- um fola. Enn eru þar ísalög á vetrum og Hólmurinn, fag- urgrænn og sléttur gefur auga leið um góð sprettfæri. Síðasta vetrardag 1945 stofnuðu 17 Skagfirðingar hestamannafélagið Stíg- anda. Heitir það í höfuðið á Stíganda Jóns Péturssonar í Eyhildarholti, sem var einn frægasti gæðingur sinnar samtíðar. Þeim hesti lýsir Ásgeir frá Gottorp svo í bók sinni, Horfnir góðhestar: „Stígandi var með hærri hestum með þrýstna bolbygg- ingu, þurrholda og skarp- holda, með langa og slétta óhnyklaða vöðva. Hálsinn langur, reistur, fínn og fram- dreginn.----------Ennis og yfirsvipur mjög fagur og göfugur. Ennið jafnhátt og breitt og dálítið hvelft---- — Augun stór, skær og grunnlitur þeirra móbrúnn, með skírum, ljósum teinum neðan við augasteinana, augnahárin fínleg og útstæð. Svipmót og augnabragð Stíg- anda bar ljósan vott um göfgi og mikið skap, og þeg- ar hann var í vígahug og æstu skapi varð augnaráðið ægilega hörkulegt, og eins og gneistaði frá því einhver töfrakraftur.-------Hann var rauðgrár kastaður, en varð snemma hvítur sem ný- fallinn snær, en með dökka hvarma, flipa og hófa.“ Hestamannafélagið Stíg- andi hefur það hlutverk, að rækta reiðhesta með kyn- bótum og góðri meðferð. Það hefur átt úrvals kynbóta- hesta og rekur tamninga- stöð. Hefur það nú keypt jörðina Torfgarð í Seylu- hreppi. Hefur félagið látið ræsa fram allt land jarðar- innar og hafið þar ræktun. Þar var tamningastöðin síð- ast liðið sumar. Á tamningastöðina koma hestarnir venjulega ótamd- ir með öllu og eru þar jafn- an í tvo mánuði. Gjald fyrir tamninguna er mjög sann gjarnt. Stígandi stendur íyrir kappreiðum á Vallabökkum ár hvert síðan það var stofn- að. Þar er keppt um farand- bikar og silfurskeifu til eign- ar, fyrir bezta alhliða gæð- inginn. Auk þess eru ýms önnur verðlaun veitt. Nú eru félagsmenn í Stíganda 120. Stjórn félagsins skipa: Sig- urður Óskarsson Krossanesi, formaður, séra Gunnar Gíslason ritari, Björn Ólafs- son Krithóli gjaldkeri, Stein- björn Jónsson Hafsteins- stöðum varaformaður og Gunnar Oddsson Flatatungu meðstjórnandi. Hér fylgja nokkrar svip- myndir frá Vallabökkum, daginn, sem Stígandi stóð þar fyrir kappreiðum síðast liðið sumar. P.H.J. Sigurður Óskarsson, formaður Stíganda og reiðhestur hans Glókollur, 17 vetra, fjölhæfur góðhestur. Pétur Sigfússon í Álftagerði og Svanur 14 vetra, fríður hestur og góður töltari. Frá hópreið á Vallabökkum. SAMVINNAN 11 i

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.