Samvinnan - 01.10.1964, Qupperneq 14
KAPUSNIÐ
''ti
'■/
/A
\
Bryndís Steinþórsdóttir
húsmædrakennari
heimilisþáttur
Nú er kominn tími til að sauma skólakápuna eða úlpuna,
séu þær ekki fyrir hendi. Nýlega kom ég auga á snið, sem
eru bæði hentug og falleg og geta átt við margskonar efni,
t. d. ullarefni, kápupopplin eða flauel. En ef til vill eiga marg-
ar húsmæður heillegar notaðar flíkur sem má sauma upp úr
góða flík á þá sem yngri eru.
Sniðin eru frá „Butterick", no. 2925 og stærð 4—12 ára.
Þau á að vera hægt að panta í gegn um verzlanir sem
hafa þessi snið til sölu en annars með því að skrifa til „Heim-
ilisþáttarins."
Nokkur orð til þeirra,
sem ætla að hraðfrysta matvæli
Hraðfrysting matvæla er talin bezta og öruggasta geymsluaðferðin
sem við eigum völ á. Margskonar frystikistur og skápar eru nú á
markaðnum og einnig hafa margir aðgang að frystihólfum í nálægu
frystihúsi. Nokkur atriði verðum við alltaf að hafa í huga við hrað-
frystingu.
1. Farið nákvæmlega eftir leiðarvisi sem fylgir kistuami eða skápn-
um í sambandi við kuldastillingu og meðferð.
2. Frystið aldrei nema fyrsta flokks matvæli ný og óskemmd.
3. Skiptið matvælunum niður og búið um þau til einnar eða tveggja
máltíða, bæði vegna þess að frystingin gengur betur ef pakkam-
ir eru litlir og einnig vegna þess að ekki er ráðlegt að frysta aftur
það sem einu sinni hefur þiðnað.
4. Hafið í huga að innri umbúðir verða að vera loft og gufuþéttar
og þurfa einnig að fálla vel að matvælunum. Góðar innri umbúðir
eru t. d. aluminíumpappír, hæfilega þunnt plast (beztir eru plast-
hólkar af mismunandi breiddum, sem hægt er að kaupa í metra-
tali) eða þar til gerður sellofan. (Plast og sellofan er strauað eða
límt saman).
5. Ytri umbúðir eiga að vera þannig að þær vami ofþomun og fari
ekki í sundur þó að pakkarnir séu færðir úr stað eða blotni. Beztar
eru vaxbornar pappaöskjur, sem lögun innihaldsins er þá miðuð
við. Vaxborinn pappír er einnig ágætur eða þykkur brúnn pappír.
6. Séu matvælin fljótandi eru beztar aluminíumdósir eða plastílát,
en þá verður að hafa í huga að ílátin mega ekki vera alveg full,
2—3 cm borð á þeim og einnig að lokið sé vel þétt.
7. Allt verður að vera vel merkt með innihaldi, þunga, dagsetningu
og ártali. Um leið er þetta skrifað inn í sérstaka bók til að hafa
hugmynd um birgðirnar.
8. Frystið matvælin strax og þau eru tilbúin. Raðið pökkunum sem
næst hliðum frystisins og athugið að bil sé milli frosinna og ófros-
inna matvæla.
Allskonar matvæli em fryst með góðum árangri, t. d. kjöt, fiskur,
grænmeti, ávextir, egg, einnig tilbúnir kjöt og fiskréttir, brauð, kök-
ur og ábætisréttir.
Hagsýnar húsmæður kaupa matvælin meðan þau eru ódýrust, t. d.
kjöt og grænmeti og útbúa í frystingu.
Margir frysta tilbúna rétti til miðdegis- og kvöldverðar — einnig
brauð og kökur. Sem dæmi um það má nefna húsmóður sem þurfti
að vera að heiman í 2—3 mánuði. Hún undirbjó flestar máltíðir fyrir
fólk sitt þannig að þær þurftu aðeins upphitunar við og ef til vill
að jafna sósuna.
14 SAMVINNAN