Samvinnan - 01.10.1964, Síða 22
Nýr framkvæmdastjóri
hjá Nordisk Andelsforbund
Lars Lundin
Daninn Mogens Efholm,
sem síðan 1951 hefur
gegnt störfum fram-
kvæmdastjóra hjá Sam-
vinnusambandi Norður-
landa (Nordisk Andelsfor-
bund), lætur af þeim
störfum á þessu hausti, en
við tekur Svíinn Lars
Lundin. Á aðalfundi sam-
takanna, sem haldinn var
nýlega í Karlstad í Sví-
þjóð, voru hinum fráfar-
andi framkvæmdastjóra
vottaðar þakkir fyrir störf
hans í þágu þeirra.
Jafnframt lætur Ef-
holm af störfum sem
framkvæmdastjóri Sam-
vinnusambands Norður-
landa um útflutning
(Nordisk Andels-Eksport),
en því starfi hefur hann
gegnt síðan 1954, er það
samband var stofnað að
frumkvæði hans.
Hinn nýi framkvæmda-
stjóri er 41 árs að aldri
og hefur um nærri tveggja
áratuga skeið gegnt ýms-
um ábyrgðarstöðum hjá
sænska samvinnusam-
bandinu (Kooperativa
Förbundet), og einnig hjá
sænska ríkinu. Síðan 1961
hefur hann verið for-
stöðumaður Lundúnaskrif-
stofu NAF. Mega sam-
vinnumenn á Norðurlönd-
um vænta sér hins bezta
af honum í hinu nýja
starfi.
Frá Kaupfélagi Króksfjarðar
Slátrun sauðfjár hófst 15. þ.
m. í sláturhúsi kaupfélagsins
í Króksfjarðarnesi. Slátrað er
á dag að meðaltali um 600 f jár.
Vænleiki f járins virðist tæplega
jafn mikill og s.l. ár. Alls er
áætlað að slátra 12 til 13 þús.
fjár. Næstum allt sláturfé er
flutt á bifreiðum til sláturhúss-
ins og ganga þeir flutningar
vel.
Nú í fyrsta sinn er fláning
greidd eftir afköstum, 9,00 kr.
fyrir kind, miðað við að flán-
ingsmaður risti fyrir og taki
kindina á skurðarborði. Það
sem af er, hefur þetta fyrir-
komulag gefist mjög vel. Enn-
fremur var nú hætt að vigta
gærur og slátur, hvorttveggja
tekið inn eftir kjötþunga, þessi
breyting gefur möguleika til
þess að slátrunin gangi mun
greiðar, enda hefur það sýnt
sig.
Fyrir jólin 1962 flutti kaup-
félagið aðalverzlun sína í ný-
byggt verzlunarhús við þjóð-
veginn, en í ár var lokið við að
byggja vörugeymsluhús við
verzlunina. Alls er grunnflötur
þessara húsa um 380 ferm. 1
vörugeymsluhúsinu er komið
fyrir frystihólfageymslu með
yfir 60 hólfum til geymslu á
matvælum fyrir viðskipta-
menn. Skammt frá olíudælun-
um hefur verið byggð bíla-
þvottastöð, um 100 ferm. Er
hún vinsæl og var mikið notuð
þegar umferðin var mest, en
yfir mánuðina júlí og ágúst er
mikil umferð, enda eru bygg-
ingar þessar við aðalþjóðveg-
inn til Vestfjarða.
Allar teikningar eru unnar á
teiknistofu Sambandsins und-
ir yfirumsjón Gunnars Þor-
steinssonar, sem hefur sýnt
þessum verkum mikla um-
hyggju og veitt góða fyrir-
greiðslu.
Kjörbúðir samvinnufélaganna
Sumarið 1955 gerðust sam-
vinnufélögin á íslandi braut-
ryðjendur í nýjum verzlunar-
háttum í landinu. Það ár voru
opnaðar fyrstu kjörbúðirnar.
Tóku þær til starfa svo til sam-
tímis hjá Kaupfélagi Hafnfirð-
inga Hafnarfirði, Kaupfélagi
Árnesinga á Selfossi og S.Í.S. í
Austurstræti.
Vinsældir þessa verzlunar-
forms urðu slíkar, að síðan 1955
hefur það verið tekið upp
meira og minna um allt land,
bæði hjá kaupfélögunum og
einkaverzlunum.
Árið 1958 voru kjörbúðir sam-
vinnufélaganna orðnar 21, árið
1960 voru þær 30, árið 1962,
54 og 1964 eru þær 65.
Árið 19-58 var fólksfjöldi á
íslandi, miðað við 1. des.
170.155. Hinn fyrsta des. 1963
var hann 186.912.
KJÖRBÚÐARVAGNAR Á ÍSLANDI
Kaupfélag Hafnfirðinga
gerðist brautryðjandi um
notkun kjörbúðarvagna hér
á landi. Fyrsti vagninn var
tekinn í notkun hinn 22.
marz 1963. Síðan hefur kaup-
félagið bætt við vögnum og
á nú þrjá. Þeir hafa reynzt
mjög vel og fólkið í þeim
hverfum Hafnarfj arðar og í
Garðahreppi og Álftanesi,
sem óhægasta aðstöðu hefur
til verzlunar, telur þá vera
til hinnar mestu þj ónustu og
að það geti ekki án þeirra
verið. Enda eru vagnarnir
hin ágætustu tæki. Þeir eru
innréttaðir sem kjörbúð og
í þeim fæst brauð, mjólk,
smjör, ostar, fiskur, kjöt og
kjötvörur, svo og alls konar
matvörur aðrar, sem hús-
mæður þurfa daglega að
kaupa, samtals meira en
300 tegundir. í þeim er djúp-
frystir og kælir. Vagninn er
mjög vel einangraður, svo að
hitabreytinga gætir þar sem
allra minnst. f þeim er vatns-
geymir og handlaug úr ryð-
fríu stáli til afnota fyrir
starfsfólkið. Búðarvagnar
hafa verið í notkun um langt
skeið í öðrum löndum og fer
þeim sífjölgandi. Þegar far-
ið var að breyta venjulegum
verzlunum í kjörbúðir, náði
sú breyting einnig til vagn-
anna. Enginn efi er á því,
eftir reynzlu þeirri að dæma,
sem fengin er, að hér á landi
geta kjörbúðarvagnar komið
að notum á mörgum stöðum.
Vagninum er ekið á ákveð-
inn stað á ákveðnum tíma,
þar sem hann dvelur nokkra
hríð á meðan verzlað er. Síð-
an er honum ekið á næsta
stað. Nú hefur KRON feng-
ið sinn fyrrta vagn og tekur
hann í notkun í Kópavogi.
22 SAMVINNAN