Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1965, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.12.1965, Blaðsíða 8
HERFERÐ GEGN HUNGRI Merkileg tilraun til lausnar alvarlegasta vandamáli mannkynsins Undanfarna mánuði hefur starfað hér á landi fram- kvæmdanefnd Herferðar gegn hungri, og standa að henni ellefu landssambönd æskufólks á íslandi, sem öll eru aðilar að Æskulýðssambandi íslands. Tilgangur nefndarinnar er að kynna hér á landi vandamál vanþróaðra ríkja og hefja fjár- söfnun til þess að standa und- ir framkvæmd ákveðins verk- efnis í vanþróuðu ríki. Herferð gegn hungri starfar á vegum FAO, Matvæla- og landbúnað- arstofnunar Sameinuðu þjóð- Stofnun skólagarða, þar sem kennd er ræktun matjurta, er mikilvægur liður í starfsemi Herferðar gegn hungri. Mynd- in, sem er frá Órissa í Indlandi, sýnir litla stúlku vinna að gróðursetningu í einum slíkum garði. anna, og hefur að markmiði að hjálpa íbúum vanþróaðra ríkja til sjálfshjálpar. — Æsku- lýðssamtökin, sem hlut eiga að .herferðinni hérlendis, eru Stúdentaráð Háskóla íslands, Bandalag íslenzkra farfugla, Iðnnemasamband íslands, Samband ungra Framsóknar- manna, Samband ungra Jafn- aðarmanna, Samband ungra Sjálfstæðismanna og Æskulýðs fylkingin — samband ungra sósíalista. í framkvæmda- refndinni, sem Æskulýðssam- band íslands skipaði, eiga sæti Sigurður Guðmundsson, for- maður nefndarinnar, Elías Snæland Jónsson, Gísli B. Björnsson, Magnús Jónsson, Ragnar Kjartansson, Valur Valsson og Örlygur Geirsson. Framkvæmdastjóri nefndar- innar er Jón Ásgeirsson. — Auk framkvæmdanefndarinar hef- ur verið komið á fót héraðs- nefndum á tólf stöðum úti á landi og tuttugu og sex manna stuðningsnefnd, sem er skip- uð formönnum allra stjórn- málaflokkanna auk ýmissa annarra forustumanna á hin- um ýmsu sviðum þjóðlífsins Öfugþróun í fólksfjölgun og matvælaframleiðslu Sén Jí, utanríkisráðherra Kína hefur sagt: „Naktir munum vér ganga ef þörf kref- ur, en (atóm) sprengjuna skul- um við eignast." Segja má, að í verki hafi forráðamenn heimsbyggðarinnar lengstum heiðrað þetta dólgslega slag- orð, því að sáralitlu fé hef- ur til þessa verið varið til bar- áttunnar gegn hungri, á móti hinum óhemjulega fjáraustri í vígbúnað fjölmargra ríkja. Þó er herferð sú, sem hér um ræð- ir, þegar nokkurra ára göm- ul og hefur komið mörgu þarflegu til leiðar. Má í því sambandi nefna ítarlega rann- sókn á eðli vandamálsins, sem meðal annars hefur leitt í ljós, að um fimmti hluti íbúa van- þróaðra ríkja þjáist af hungri og að um 60% íbúa sömu ríkja eru vannærðir. Þetta þýðir, að 8 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.