Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1965, Síða 10

Samvinnan - 01.12.1965, Síða 10
SÚNGUR STARFSINS Að efni til ávarp, flutt á Iðnstefnu samvinnufélaganna á Akureyri 1965 Spunakona Iðnaður er ekki nýr á ís- landi. Hann er jafngamall byggð landsins. Hann hefur ekki einungis verið snar þáttur í lífskjörum þjóðar- innar. Hann hefur ekki aðeins veitt skjól hinum köldu og skart þeim glys- gjörnu. Hann hefur ekki að- eins verið þreyttum og sár- um fótum fróun og hlíf. ís- lenzkur iðnaður hefur einn- ig verið snar þáttur í and- legu lífi þjóðarinnar, hann hefur verið hluti af sál hennar. í iðnað sinn hefur hún ofið, spunnið og saum- að örlög sín, vonir sínar og þrár, drauma sína og hugar- sýnir, skipbrot og skapa- dóma. Hann hefur verið skáldskapur hennar og sköpunarverk. Svo persónu- legur og einstaklingsbund- inn var hann, öld eftir öld, að hann hefur ljóstrað upp leyndarmálum hjartans. „Löngum íslands dœtur hér gripu fegurst föng, fœtur þeirra hrynjandi léðu starfsins söng. Stigu þar við rokkinn og rauluðu undir lag, rauluðu undir stefin úr hjartna sinna brag, undu þœr af snœldunni hamingjunnar hnoð, hnökralausa þrœði í örlag- anna voð.“ „Þœr vita að vorið kemur og vefa í dúk og bönd draumanna rós og reyni og regnblá sumarlönd. Þœr vefa í lund sína Ijósið, loga við nótt og ís, lauf, sem und klakanum lifir, lind, sem að aldrei frýs.“ „Ég orka ekki meir, enda þarf ekki það, á þráðnum er hvergi gróm. Ef blóðugur er hann á einum stað er orsökin sú að hann spannst inn í góm, þvi þar var hnökri sem þurfti að renna og þá var það sem ég fann hold mitt brenna og skildi minn skapadóm.“ Þannig er vitnisburður skáldanna. Þannig yrkja þau Guðfinna frá Hömrum, Hulda og Guðmundur Kamban. Þannig var þráður hinnar hvítu, svörtu og mó- rauðu mjúku ullar tvinnað- ur og þrinnaður við leynd- armál hjartans, við örlögin sjálf. Þannig var iðnaðurinn meira en dúkar og klæði, skór og skæði. Hann var líf af lífi fólksins í landinu. Þetta gerði hvort tveggja, að tvöfalda gildi hans og gefa ævikjörum fólksins auð og fyllingu. Iðnaðurinn var persónulegur og mannlegur. Nú er önnur öld í landi. Spunakonur raula ekki lengur við rokkinn, vinda hvorki af snældunni ham- ingjunnar hnoð né heldur spinnst þráðurinn inn í blóðugan góm. Ekki er nú sem fyrr ofin í dúka og bönd rós draumanna né reyniblöð vorsins. Töframenn tækni og uppfinninga og kröfur hrað- fleygra tíma hafa gert bylt- ingu og þá vatnavexti, sem borið hafa á haf út alda- gömul lífskjör og grafið ör- lögum þjóðarinnar nýja far- vegi. Mörkin á milli framleið- enda og neytenda verða sí- fellt skírari og jafnframt fækkar framleiðendum, en neytendum fjölgarí hlutfalli við vöxt og viðgang véla og tækni. Þjóðfélagið, ekki ein- ungis hér, heldur í öllum hinum svo nefndu velferð- arríkjum, er fyrst og fremst orðið neytendaþjóðfélag. Iðnaðurinn vex, en iðnaðar- mönnunum fækkar. Þeim sem nota iðnaðarvörur fjölgar hins vegar. Jafn- framt verður iðnaðurinn ó- persónulegur, vélrænn. Ver- öld vélanna og heimur handiðnaðarins, eins og hann var hér á landi í þús- und ár, eru sinn hvorrar tegundar og munurinn svo mikill og hefur orðið með svo skjótum hætti, að til byltingar má teljast. Ég veit ekki hvort iðnað- arfólkið, sem heldur vörð við spunavél, vefstóþprjóna- vél og saumavél og önnur slík töfratæki nútímans, ..raular undir stefin úr hjartna sinna brag“, eins og forðum, en þó er það víst að það á sínar óskir, drauma og vonir eins og fyrr. Þegnar neytendaþjóðfélagsins eru menn og konur af sama efniviði og þegnar framleið- endaþjóðfélagsins áður. En breytt aðstaða bannar þeim að „vefa í dúka og bönd draumanna rós og reyni og regnblá sumarlönd“. Og þó er víst, að varðstöð þeirra við hinar kostulegu vélar hefur afgerandi þýðingu fyrir gæði þess iðnaðar, sem framleiddur er og þeir vinna þjónustuhlutverk, sem eng- inn skyldi vanmeta. Hið forna framleiðenda- þjóðfélag átti vissulega við mörg vandamál að stríða, en það svipti ekki þegna sína sköpunarmætti þeirra og sköpunargleði. Persónu- leiki þeirra fylgdi þeim frá vöggu til grafar og birtist í verkum þeirra. í nútíma- þjóðfélagi, þar sem miklu mestur hluti þegnanna eru neytendur, og þeir sem við framleiðslu vinna eru varð- menn stórvirkra véla, standa menn og konur frammi fyr- Framh. á bls. 37. 10 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.