Samvinnan - 01.12.1965, Qupperneq 13
í hægindastól víð hliðina á
eldavélinni, svo að við séum
vissir um að vakna ef einhver
kemur . . .“
„Mamma segir að Hann komi
ekki, nema maður sofi . . .“
Það sló bjarma frá sýni-
gluggunum út yfir gangstétt-
irnar, sem voru blautar af
þoku. Það voru sölubúðir um-
hverfis skólann. Bjarmi gas-
ljósanna féll á rauðan brjóst-
sykurinn, sem okkur langaði í,
af því að hann var of óhollur
tilað við mættum kaupa hann.
„Við gætum látist sofa . . .“
,.Hann kæmist strax að því,
því að Hann veit allt . . .“
„Já, en ef það væri nú
mamma manns, þá gæti maður
leikið á hana • . .“
En Jean de Blaye sagði: „Það
er ekki mamma manns!“
Við vorum komnir að götu-
horni einu, þar sem leiðir okk-
ar skyldu skiljast í síðasta
sinn í bráðina, því næsta morg-
un átti Jean að fara uppí
sveit. Ég minnti hann á að
reyna að halda sér vakandi. Ég
fyrir mitt leyti hafði harð-
ákveðið að halda augunum
opnum. Svo gætum við sagt
hvor öðrum, hvað við hefðum
séð . . . Hann lofaði að reyna
að vaka.
Ég horfði á eftir honum. Um
örskotsstund sá ég hrokkna
stúlkulokkana, sem dönsuðu á
herðum hans — og svo hvarf
smávaxinn líkami hans útí
þokuna.
II.
Húsið okkar var í nánd við
kirkjuna. Á jólanótt ómaði
voldugur .hljómur stóru klukk-
unnar í turninum allt til morg-
uns. Rúmið mitt var skips-
rekkja, og stormhljóðin báru
mig með sér og byltur þeirra
vögguðu mér. Náttlampinn
fyllti herbergið skuggaverum,
sem höfðu trúnað minn.
Gluggatjöldin, borðið, fötin
mín, sem lágu í hrúgu á stól,
voru hætt við að slá ógnandi
hring umhverfis rúmið mitt —
mér hafði tekizt að temja þess-
ar villtu verur. Þær vernduðu
mig sofandi einsog frumskóga-
búarnir, sem vöktu yfir Máglí
litla.
Það var engin hætta á því
að ég sofnaði — stóra kirkju-
klukkan hjálpaði mér tilað
vaka. Ég hélt um rúmrimlana
og kreisti þá af slíku aíii, að
svo virtist sem ég væri alger-
lega á valdi vinveitts storms,
sem ekki vildi mér nema gott
eitt. Mamma lauk upp dyrun-
um. Ég hafði augun lokuð, en
ég þekkti hana á skrjáfinu í
silkikjólnum- Væri það hún,
sem legði leikföngin við hliðina
á stígvélunum mínum, hlaut
hún að gera það nú þegar áð-
ur en hún færi til miðnætur-
messu, hugsaði ég og fór að
draga andann reglulega, líkt
og ég svæfi. Mamma laut yfir
mig, og ég fann andardrátt
hennar. Það kollvarpaði öllum
mínum fyrri ákvörðunum: Ég
greip báðum handleggjum um
háls hennar og þrýsti mér að
henni af ofsalegri ákefð. „Ertu
frá þér, ertu frá þér,“ sagði hún
milli kossa minna.
„Hvernig heldur þú að Hann
geti komið, ef þú sofnar ekki?
Farðu nú að sofa, elsku bezti
Yves minn; farðu nú að sofa,
drengurinn minn; unginn
hennar mömmu, farðu nú að
sofa . . .“
„Mig langar tilað sjá Hann,
marnrna."
„Hann vill að fólki þyki vænt
um Hann, án þess að sjá Hann.
. . . Þú veist, að þegar Hann
svífur niður yfir altarið þeg-
ar messað er, þá lúta allir
höfði . . .“
„Mamma, þú mátt ekki verða
reið — en einu sinni laut ég
ekki höfði, og þá sá ég Hann,
ég sá Hann . . .“
„Hvað segirðu? Sást þú
Hann?“
„Já, það er alveg satt . . .
lítinn hvítan væng . . .“
„Það má ekki hafa augun
opin í nótt. Þú sérð Hann bezt
ef þú ert sofandi. Þegar við
komum heim frá kirkjunni,
verður þú að vera sofnaður ...“
Hún lokaði dyrunum og fóta-
tak hennar fjarlægðist. Ég
kveikti á kertinu mínu og sneri
mér að eldavélinni, þar sem
síðasti glóðarvotturinn var að
kulna út. Stígvélin stóðu þarna
milli hlóðagrindanna á jaðri
þeirrar leyndardómsfullu um-
gerðar, sem opnaðist einsog
hleri inní sótið og öskuna.
Þessa leið kom cmurinn frá
stóru klukkunni og fyllti her-
bergið mitt ógnvekjandi söng
sínum, sem hafði, áður en
hann náði til mín, flökt yfir
þökin og mjólkurhvíta vegi,
sem þúsundir engla og stjarna
svifu um á jólanótt. Ég hefði
ekki orðið verulega undrandi
þótt lítið barn hefði birst í
djúpu myrkri arinsins; mig
furðaði miklu fremur á hinu,
að ekkert skyldi gerast. En í
raun og veru gerðist eitthvað:
stígvélin mín, sem enn voru
tcm, aumingja þunglamalegu
stígvélin mín, sem voru svo
nátengd daglegu lífi mínu,
ummynduðust í einu vetfangi
á undarlegan og óraunveruleg-
an hátt, líkt og þau væru ná-
lega utansviðs við tímann, líkt
og stígvél lítils drengs mættu
í einu vetfangi verða lostin
ljósi frá veröld, sem fólk ekki
skynjar. Svo nærri var undrið,
að ég slökkti ljósið, tilað það
hræddi ekki frá mér það ó-
sýnilega fólk, sem heyrir til
nótt allra nótta.
Mér virtist tíminn líða fljótt,
en það var áreiðanlega vegna
þess að ég var utan hans. Ein-
hver lauk upp dyrunum og ég
lokaði augunum. Af skrjáfi í
silkikjól og pappír gat ég þess
til, að þar væri móðir mín á
ferð. Það var hún og það var
ekki hún: mér virtist það frem-
ur vera einhver, sem tekið
hefði á sig mynd móður minn-
ar. Ég hafði aldrei hlýtt mið-
næturmessu, en engu að síð-
ur vissi ég, að í nótt hefðu móð-
ir mín og bræður meðtekið litlu
oflátuna og snúið frá altarinu
með spenntar greipar og augun
svo lokuð, að ég spurði sjálf-
an mig sem oft fyrr, hvernig
þau gætu ratað í sætin.
Vissulega var það móðir mín,
sem gekk frá eldavélinni að
rúminu mínu. En Hann var í
henni — ég gat ekki greint
þau að — andardrátturinn sem
hrærði hár mitt steig frá
brjósti, sem enn var bólstaður
Guðs. Og einmitt í þeirri svip-
an hvarf ég samtímis í arma
móður minnar og á vit svefns-
ins.
III.
Þann morgun, sem skólinn
hófst á ný, fór ég í þau stíg-
vél, er átt höfðu hlutdeild í
kraftaverkinu, en voru nú á
ný aðeins venjuleg og lítilmót-
leg stígvél, sem minntu á
asnahófa; ég skrefaði í þeim
á flísalagða blettinum um-
hverfis hlyninn, meðan ég
beið þess að klukkan slægi
átta. Ég svipaðist um eftir
Jean de Blaye og lokkunum
hans í barnaskaranum, þar
sem allir æptu og hlupu um, en
Framh. á bls. 43.
SAMVINNAN 13