Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1965, Síða 14

Samvinnan - 01.12.1965, Síða 14
Helgi Bergs, framkvæmdastjóri: SAMVINNUHREYFINGIN á TÍMAMÚTUM Samvinnuhreyfingin er al- þjóðleg. Um allan heim rek- ur alþýða manna félagsverzlun í samræmi við grundvallar- stefnu samvinnunnar. Þó að framkvæmd þeirrar starf- semi sé með nokkuð mismun- andi hætti frá landi til lands, eftir staðháttum, eru grund- vallarsjónarmiðin þau sömu, og félagsleg og viðskiptaleg viðfangsefni, sem að höndum ber, í eðli sínu svipuð alls- staðar. Skipulag og starfshættir mótuðust víðast hvar um og eftir seinustu aldamót. Svo var einnig hér á landi. Pélagslegt form, umdæmaskipting og við- skiptahættir hreyfingarinnar hér á landi mótuðust þegar atvinnu- og búsetuskipting landsmanna var allt önnur en nú. Þá voru samgöngur um landið með svo ólíkum hætti því sem nú er, að ekki verður með neinu móti saman jafn- að. Þá var verzlun og vöru- dreifing einskonar handverk, en nú er hún eða á að minnsta kosti að vera vélvæddur stór- rekstur. Allsstaðar í nágrannalönd- um okkar á sér stað um þessar mundir róttæk breyting á öll- um viðskiptaháttum, sérstak- lega á sviði vörudreifingar og þá einkum smásölu. Breytt atvinnuskipting þjóð- anna, breytt búsetuskipan í löndunum, síbætt lífskjör, nýir innkaupahættir og neyzlu- venjur og nýir tæknilegir möguleikar til að nýta yfir- burði skipulags nútímarekst- urs á fleiri og fleiri sviðum gefa sífellt ný og ný tilefni til að endurskoða vinnubrögð sín. Sá fjöldi vörutegunda, sem nauðsynlegt er að hafa á boð- stólum fer alltaf vaxandi. Ýmiskonar vélar og tæki og hvers konar tízkuvörur, sem háðar eru örum sveiflum smekks og tízku eru sívaxandi þáttur í verzluninni. Þetta hef- ur leitt til þess að sífellt eru gerðar kröfur til verzlananna um meira og meira úrval, en því eru að sjálfsögðu takmörk sett, hversu mikið úrval litlar búðir geta haft. Þróunin hef- ur þess vegna verið sú að búð- irnar hafa farið sístækkandi og með bættum samgöngum hafa allskonar sérverzlanir færzt úr dreifbýlinu og til verzlunarmiðstöðva í þéttbýl- inu. En einnig á sviði verzlun- ar með daglegar neyzluvörur hafa orðið miklar breytingar. Það hefur farið mjög í vöxt að vörurnar séu seldar pakk- aðar með ýmsum vörumerkj- um og úrvalið á þessu sviði hefur því einnig farið stórlega vaxandi. Til þess að hafa hem- il á lagersöfnun og ná hag- stæðari innkaupum hafa verzl- anir því í vaxandi mæli farið inn á þá braut að hópa sig saman og gera sameiginleg innkaup. Með þeim hætti hafa verzlanir í hverjum hóp sam- ræmt vörubirgðir sínar, gert innkaup í stærri stíl en áður, og þar með náð hagkvæmari kjörum. Erlendis eru slíkir verzlanahópar nefndir verzl- unarkeðjur, og hefur starfs- semi slíkra verzlana farið mjög vaxandi í nágrannalöndum okkar á undanförnum árum, og þær hafa náð verulegum árangri í því að bæta þjónust- una við neytendur. Þarna er á ferðinni samskonar starfs- semi og sú sem Sambandið tók upp með opnun birgðastöðvar- innar í Reykjavík snemma á þessu ári. En þessar miklu breytingar á verzlunarháttum hafa leitt til þess að samvinnufélögin í nágrannalöndum okkar hafa á undanförnum árum tekið upp til endurskoðunar alla starfs- hætti sína og vinnubrögð til þess að rannsaka hvort þau séu í fullu samræmi við þær kröfur, sem nútíminn gerir og þau skilyrði, sem hann skapar. Stækkun verzlunareininganna hefur leitt til þess í nágranna- löndum okkar að samvinnufé- lögin hafa talið rétt að stækka félagslegar einingar sínar. Lengst hefur verið gengið í þessu efni í Danmörku, þar sem tekin hefur verið sú á- kvörðun að sameina öll kaup- félög landsins í eina félags- lega heild, sem reki allar sam- vinnuverzlanir í landinu. t Svíþjóð er stefnt í sömu átt, þó ætlunin sé ekki sú þar að ganga eins langt í þessu efni, en gert er ráð fyrir, að í Sví- þjóð verði eftir breytingar þessar 30—40 kaupfélög, sem nái til landsins alls í stað all- margra hundraða, sem þar hafa verið starfandi fram að þessu. Nær þá hvert hinna nýju kaupfélaga þar til svæðis, sem er að meðaltali álíka fjölmennt og ísland allt. í Englandi hefur einnig ver- ið ákveðið að ganga alllangt á þessari braut og nú síðustu mánuðina hafa raunar verið uppi þar tillögur um það að hin nýju stóru kaupfélög skuli gera að öllu leyti sameiginleg innkaup sem stjórnað sé frá einni miðstöð. Á undanförnum árum hafa samvinnumenn hér á landi gefið þeim vandamálum, sem þessum breyttu aðstæðum eru tengd, vaxandi gaum. Á að- alfundi Sambandsins 1964 flutti forstjóri þess, Erlendur Einarsson, erindi um þessi mál með sérstakri hliðsjón af þeim breytingum sem átt haía sér stað hjá dönsku samvinnufé- lögunum. Á sama fundi flutti stjórn Sambandsins tillögu til ályktunar, sem var samþykkt, svohljóðandi: „Aðalfundur SÍS haldinn að Bifröst 5. og 6. júní 1964 sam- þykkir að kjósa fimm manna nefnd, er hefði það hlutverk að gera tillögur um framtíð- arstarfsemi samvinnuhreyfing- arinnar með það fyrir augum að hún geti sem bezt gegnt hlutverki sínu við síbreyttar aðstæður í þjóðfélaginu." í þessa nefnd voru kjörnir: Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS, Jakob Frímannsson, stjórnarformaður SÍS. Guðröð- ur Jónsson, kaupfélagsstjóri, Norðfirði, Helgi Rafn Trausta- son, fulltrúi, Sauðárkróki, Ragnar Pétursson, kaupfélags- stjóri, Hafnarfirði. Hefur nefnd þessi starfað síðan og haldið allmarga fundi. Það reyndist vera skoðun nefndarmanna, að þó að víða kunni að vera æskilegt að ein- stök félög sameini félagssvæði sín til þess að mynda stærri viðskiptaeiningar, þá séu staðhættir þannig í landi okk- ar, að ekki sé hægt að gera ráð fyrir að með þeim hætti geti fengizt sú allsherjar lausn aðkallandi vandamála, sem nágrannar okkar geta með þessum hætti skapað við sín- ar aðstæður. Hinsvegar var nefndin sammála um það að þeim markmiðum, sem ná- grannar okkar hyggjast ná 14 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.