Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1965, Page 16

Samvinnan - 01.12.1965, Page 16
Islands- klukkan á Piccadilly Samvinnan heimsækir Lundúnaskrifstofu Flugfélags fslands, sem átt hefur drjúgan Nokkurnveginn á miðri leið frá Piccadilly Circus, þar sem óteljandi ljósauglýsingar trana sér hver framan í aðra eins og vofur í nonfígúratívum trúð- leik, og út að görðum drottn- ingarinnar, sem eru það raka lifandi auga sem gerir stein- og asfalteyðimörk Lundúna lífvænlega, þar er yfirlætis- laus klukka utan á vegg og neðan við hana stendur orðið ICELAND. Þarna eru skrifstof- ur Flugfélags íslands í Lund- únum, sá staður, sem flestir Islendingar, sem koma til þess- arar borgar, heimsækja oftar en einu sinni, svo og stór hluti þeirra Breta og manna af ýmsum þjóðernum megin- landsins, sem eitthvað vilja vita um ísland. Blaðamaður Samvinnunnar var í sumar leið staddur í Lundúnum og hitti þá að máli Jóhann Sigurðsson, framkvæmdastjóra skrifstofunnar, og spurði hann nokkurra spurninga varðandi þessa útvarðarstöð íslands í fjölfarnasta stræti veraldar. — Jóhann er Keflvíkingur að uppruna, nam í Samvinnu- skólanum og starfaði síðan í átta ár hjá Kaupfélagi Suð- urnesja. Síðan var hann um árs skeið í Stanford Hall, skóla brezkra samvinnumanna, við framhaldsnám í hagfræði og ensku og vann svo um tæpra þriggja ára skeið hjá ensku stórfyrirtæki til undirbúnings verzlunarstörfum heima, en bauðst þá starf það, er hann nú gegnir, árið 1953. — Skrifstofan var upphaf- lega stofnuð af Flugfélagi ís- lands, Ferðaskrifstofu ríkis- ins og Eimskipafélagi íslands, sagði Jóhann. — Nú hefur Eim- skip dregið sig í hlé, en Ferða- skrifstofan á ennþá hlut að rekstri skrifstofunnar ásamt Flugfélaginu, þótt meginhluti rekstursins sé á vegum Flug- félagsins. — Og skrifstofan er, ef ég sé rétt, önnum kafnari en flestar aðrar, sem Flugfélagið rekur? — Þar er Kaupmannahafn- arskrifstofan efst á blaði, því ennþá eru tengsli íslendinga við hin Norðurlöndin meiri en við nokkur lönd önnur. En við erum næstir í röðinni. Ferða- mannastraumurinn milli Bret- lands og íslands hefur færst geysilega í aukana síðustu ár- in. — Hverjar eru helztu ástæð- urnar til þess, að þínum dómi? — í fyrsta lagi fer stöðugt fjölgandi því fólki frá Bret- landi og fleiri löndum Vestur- Evrópu, sem leggur leið sína til íslands. í öðru lagi ferðast nú sífellt fleiri íslendingar til Suðurlanda, og þangað fara þeir flestir gegnum Lundúni. Ferðamannastraumurinn til íslands færðist sérstaklega í aukana fyrir fáum árum, þeg- ar verð pundsins hækkaði úr sjötíu krónum upp í hundrað og tuttugu. Þá varð allt í einu tiltölulega ódýrt að ferðast á íslandi, að minnsta kosti mið- að við mörg önnur Evrópulönd. Um það leyti fórum við að gefa út litprentaða bæklinga til kynningar á landi og þjóð, og höfðu þeir mikil áhrif. Síðustu árin hefur umferðin til íslands á okkar vegum aukist árlega um 20—35%. Á þessu sumri nemur aukningin 30% það sem af er, hvað farþega snertir, en aukningin á fragt er 70%. — Hvað er það fyrst og fremst, að þínu áliti, sem dreg- ur fólk til íslands? — í kynningar- og auglýs- ingarstarfi okkar höfum við fyrst og fremst leitast við að ná til fólks, sem ætla má að hafi áhuga fyrir náttúru lands- ins og falli það því vel í geð. Þetta hefur borið prýðilegan árangur, og þetta fólk hefur safnast að okkur í hrönnum. Til þess að halda við sam- bandinu við það, hefur að okk- ar tilhlutan verið stofnað félag, sem ber heitið Anglo-Icelandic Field Research Group, en með- limir í því eru nú nálega eitt hundrað að tölu- Félagið gef- ur út fjölritað tímarit, þar sem fjallað er um markmið þess auk þess sem birtur er margskonar fróðleikur um ís- land, einkum náttúru landsins. þátt í að gera fsland að viðurkenndu ferðamannalandi Myndin til vinstri: Jóhann Sigurðsson á skrifstofu sinni. Tii hægri: Starfsliff skrifstofunnar, taliff frá vinstri: Brynjólfur Kjartansson, starfsmaður á flugvelli, Eyrún Herbertsdóttir, skrif- stofustúlka, Ólöf Robson, afgreiffslustúlka, Julie Marie Bateman, einkaritari framkvæmdastjóra, Páll Heiffar Jónsson, skrifstofustjóri og Robert Miller, sölumaffur. Á myndina vantar Sonju Mc- Lane, skrifstofustúlku. 16 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.