Samvinnan - 01.12.1965, Síða 17
— Hvenær ársins er mest
hjá ykkur að gera?
— Það má segja að nú orð-
ið sé stanzlaus vertíð hjá okk-
ur árið um kring. Á tímabilinu
frá janúar til maí — báðir
mánuðir meðtaldir — fáum við
þetta 80—160 bréf á dag, og
innihalda þau einkum fyrir-
spurnir um ferðir til íslands.
Miklum meirihluta þessara
bréfa verður auðvitað að svara
með fjölrituðu bréfi, sem inni-
heldur nauðsynlegustu upp-
lýsingar. Sumir fara þó fram
á meiri fróðleik, til dæmis
um náttúru landsins, og
þeirra bréfum verður auðvitað
að svara sér á parti. Þetta
bréfaflóð hefur farið hraðvax-
andi og er helzta ástæðan til
þess, að við höfum orðið að
fjölga starfsfólki okkar að
miklum mun síðustu árin. Þeg-
ar ég byrjaði hér, vorum við
aðeins tvö, ég og stúlka, en
nú erum við átta og höfum þó
ærið að vinna.
Á tímabilinu frá og með júní
og fram í síðari hluta ágúst
eru farþegar á leiðinni Lund-
únir—Reykjavík aðallega út-
lendingar, en síðan verða ís-
lendingar í meirihluta. Það
dregur heldur úr annríkinu
hjá okkur í maí, en sölustarf-
inu linnir þó aldrei; síðari
hluta ársins stöndum við í
stöðugu sambandi við ferða-
skrifstofur víða um lönd, í
Bretlandi, Frakklandi, ítalíu,
Sviss. Þær eru þá að útbúa
bæklinga með upplýsingum
fyrir sumarleyfin næsta ár, og
við kappkostum auðvitað að
koma upplýsingum um ísland
í sem flesta af þessum bækling-
um.
— Og árangurinn?
— Hann verður að teljast
góður, og við vonumst til að
geta með sanngirni eignað
okkur nokkurn hluta heiðurs-
ins af því, að nú er ísland
orðið viðurkennt sem ferða-
mannaland, svo ekki verður
um villst.
— Við minntumst lítillega á
útgáfustarfsemi ykkar áðan.
Segðu mér nánar frá henni.
— Við höfum gefið út mikið
af fræðslubæklingum ýmis-
konar. Meðal annars höfum við
fengið kunna náttúrufræðinga
heima, svo sem þá Finn Guð-
mundsson, Sigurð Þórarins-
son og Eyþór Einarsson til að
skrifa bæklinga um þær hliðar
á náttúru landsins, sem þeir
þekkja bezt. Þá gáfum við út
bækling um Surtseyjargosið,
skráðan af Þorleifi Einarssyni.
Þessir bæklingar eru yfirleitt á
fjórum tungumálum, ensku,
frönsku, þýzku og dönsku, og
þeim höfum við útbýtt í tug-
þúsundum eintaka.
— Mér hefur skilist, að þið
miðuðuð söluáróður ykkar fyrst
og fremst við áhugafólk um
náttúru íslands. Eru ekki
möguleikar á að laða til lands-
ins fólk með önnur áhugamál?
— Ef handhafar veiðirétt-
inda í ám á íslandi vildu veita
erlendum veiðimönnum tæki-
færi til að komast að ó.num,
væru möguleikarnir í sam-
bandi við það óþrjótandi- Nú
eru líka hópferðir ýmissa at-
vinnustétta, til dæmis bænda,
að komast í tízku. Þessar ferð-
ir eru miðaðar við það, að
fólkið kynnist stéttarbræðrum
sínum í öðrum löndum, kjör-
um þeirra og atvinnutækni.
Við höfum vakandi auga á hóp-
ferðum af þessu tagi. Auðvit-
að er allra handa fólk í hópi
farþega okkar, til dæmis ljós-
myndarar og listmálarar, sem
finna auðvitað mörg verðug
mótíf í ríki íslenzkrar náttúru,
og svo er til fólk, sem safnar
löndum eins frímerkjum, ferð-
ast bara til íslands af því að
það hefur ekki komið þangað
áður.
Hinsvegar má, í stórum
dráttum, skipta ferðafólki í
tvo flokka. í fyrsta lagi fólk,
sem ferðast fyrst og fremst til
að njóta líkamlegra lystisemda,
sem baðstrendur til dæmis
bjóða upp á. í öðru lagi er svo
fólk, sem ferðast af raunveru-
legum áhuga á löndum og
þjóðum, þekkingar- og fróð-
leiksþorsta sínum til svölun-
ar. Og það er síðarnefndi flokk-
urinn, sem við reynum fyrst og
fremst að ná til. Það fólk kann
að meta það, sem landið okk-
ar hefur upp á að bjóða.
— Og hvernig lætur þetta
fólk af landi og þjóð, þegar
það kemur til baka?
— Margir furða sig á því,
hve hótel okkar og veitingahús
eru góð, þegar til þess er tek-
ið, hve stutt er síðan að Is-
lendingar fóru að reka slíkar
stofnanir. En þeir eru sem
þrumulostnir yfir verðlaginu,
sérstaklega á matnum. Ef ekki
verður breyting á því til batn-
aðar bráðlega, er hætt við að
það geti haft alvarlegar afleið-
ingar á framtíð Islands sem
ferðamannalands. —
Auk framkvæmdastjórans
starfa á skrifstofunni fjórar
stúlkur og þrír skrifstofumenn.
Skrifstofustjóri er Páll Heiðar
Jónsson frá Vík í Mýrdal, og
hefur hann gegnt því starfi síð-
an í marz 1963, en var aður
starfsmaður hjá Sambandi ís-
lenzkra samvinnufélaga. Að-
spurður skýrði hann blaða-
manni Samvinnunnar svo frá,
að Flugfélagið héldi uppi dag-
legum ferðum milli Lundúna og
Reykjavíkur, beinum ferðum á
sunnudögum, þriðjudögum og
föstudögum, en með tengiferð-
um milli Glasgow og Lundúna
aðra daga, í samvinnu við
British European Airlines.
— Segja má, að þjónusta sú,
sem skrifstofan veitir, sé þrí-
þætt, sagði Páll. — í fyrsta
lagi er hún sölu- og upplýs-
ingaskrifstofa. f öðru lagi veit-
um við viðskiptavinum okkar
margháttaða þjónustu, í sam-
bandi við útvegun húsnæðis og
fleira. í þriðja lagi er skrif-
stofan óopinber samkomustað-
ur íslendinga, sem dveljast í
Lundúnum um lengri eða
skemmri tíma; hingað koma
þeir til að lesa nýjustu blöðin
að heiman, hitta aðra landa
Framh. á bls. 37.
Til vinstri: Flugfélagsskrifstofan, séð utan frá Piccadilly. Myndin til hægri er úr afgreiðslu skrifstofunnar. — Myndirnar tóku
Wallace Heaton Ltd.
SAMVINNAN 17