Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1965, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.12.1965, Blaðsíða 19
Guðjón B. Ólafsson skrokka á ári. Af öðrum þjóðum, sem selja Bretum mikið magn landbúnaðaraf- urða, má nefna Dani, íra, Ástralíumenn og Argentínu- menn. En mikilvægi Bret- landsmarkaðar fyrir okkur er ekki síður vegna fiskjar- ins, því hvað fiskveiðar og fiskútflutning snertir, erum við íslendingar mjög ofar- lega á blaði. Og Bretar eru meiri fiskætur en flestar þjóðir aðrar — hvert manns- barn hér borðar að meðaltali 20 pund af fiski á ári, á móti aðeins 10 pundum á nef í Bandaríkjunum, svo við tök- um eitthvað til samanburð- ar. Auk þess hafa brezkir neytendur þann stóra kost, að þeir eru nokkurnveginn jafnlystugir á allan fisk, og kemur það sér vel fyrir okk- ur, sem veiðum mikið af ým- iskonar fisktegundum, sem eru ekki allsstaðar jafnvel þegnar. Það er ekki hvað sízt vegna þessarar síðast- töldu ástæðu, að ég tel miklu máli skipta fyrir ís- lendinga að halda við sem nánustum tengslum við brezka fiskkaupendur. Um árabil hefur Bretland verið okkar stærsti viðskiptavinur, og því verður seint of mikið gert úr mikilvægi þess fyrir islenzku samvinnuhreyfing- una að hafa skrifstofu í hjarta þessa mikla markað- ar. — Hvert er álit neytenda hér á íslenzku afurðunum? — Gæði þeirra eru al- mennt viðurkennd. ísland er tiltölulega stór fiskútflytj- andi og frysti íslenzki fisk- urinn er vel þekktur á brezkum markaði og viður- kenndur sem gæðavara. Svipuðu orði hefur heppn- azt að koma á fiskinn okk- ar í Frakklandi. Erfiðara er að dæma um álit fólks hér á íslenzkum landbúnaðaraf- urðum. Þær eru ekki þekkt- ar af neytendum, en gæðin eru viðurkennd af þeim, sem með þær höndla. Aðstæður valda því, að þær eru yfir- leitt ekki auðkenndar sem íslenzkar vörur. Þannig er það til dæmis með smjörið. Það gefur auga leið, að við seljum ekki nógu mikið af því til Bretlands til þess að hægt sé að pakka því í neyt- endaumbúðir sem íslenzku smjöri. Til þess að svo mætti verða, þyrfti ekki aðeins að auka hið útflutta magn, heldur þyrfti , líka að tryggja áframhaldandi framboð til að mæta kostn- aðinum við að vinna mark- að fyrir vörur pakkaðar í neytendaumbúðir. Þess- vegna verðum við að selja okkar smjör til iðnaðar, köku- eða sælgætisgerðar eða til fyrirtækja, sem blanda saman smjöri úr ýmsum áttum og selja það síðan undir eigin merki. Sennilega er nálega helm- ingur alls þess smjörs, sem Bretar flytja inn, selt á þennan hátt. Sama er að segja um ostana frá okkur. Þar kemur tvennt til: lítið magn og sú staðreynd, að Bretar borða einkum chedd- arost, en íslendingar fram- leiða einkum goudaost. Sú tegund er sáralítið seld hér sem slík, heldur mest not- uð í smurosta, sem seldir eru í örlitlum neytendapakkn- ingum undir vörumerkjum nokkurra stórra fyrirtækja. — En hvað um íslenzka lambakjötið? — Á því leikur enginn vafi að gæði þess eru mikil. Mörgum, sem þekkja það, finnst það bera af öðru lambakjöti; þannig er um flesta íslendinga. Hitt er svo annað mál, að það innflutta kjöt, sem má heita allsráð- andi á markaðnum hér — það er að segja það nýsjá- lenzka — hefur talsvert aðra eiginleika en okkar; vöðva- og fitulagið er nokkuð öðru- vísi og er það auðvitað mik- ið atriði í sambandi við útlit skrokkanna. Það liggur í augum uppi, að það myndi verða harla kostnaðarsamt og erfitt verk að sannfæra brezka kjötkaupmenn og brezkar húsmæður um, að taka skuli íslenzka kjötið fram yfir hitt, sem þekkt er af langri reynslu, og helzt borga heldur meira fyrir það, sökum meiri gæða. íslenzka kjötið hefur verið selt til Bretlands um langt árabil og er orðið þekkt meðal kjötinnflytjenda, sem senda það til dreifingar- stöðva sinna á þeim stöðum úti á landi, þar sem reynsl- an hefur sýnt að helzt er markaður fyrir kjöt með eiginleika íslenzka kjötsins. Þrátt fyrir okkar litla magn höfum við yfirleitt getað selt kjötið á verði, sem er mjög nálægt því nýsjá- lenzka og verður því að telj- ast viðunandi. Breyting á núverandi sölufyrirkomulagi er því aðeins réttlætanleg, að hún hafi í för með sér hærra nettóverð, en erfitt er að sjá möguleika til þess á brezkum markaði eins og hann er í dag. Ef Bretar skyldu hinsvegar breyta sínu núverandi fyrirkomulagi á sölu og dreifingu kjöts, gætu lambakjötinu okkar opnast nýir og mikilsverðir mögu- leikar, en fátt bendir til að svo verði á næstu fimm eða tíu árum. dþ. Starfsfólk skrifstofunnar, taliff frá vinstri: Kristinn Hailgrímsson, Gylfi Sigurjónsson, Guffjón B. Óíafsson, framkvæmdastjóri, Geir Gunnarsson, Bettie Kaye og Valerie O’SuIlivan. Á myndina vantar einn starfsmanna, John Leithman. SAMVINNAN 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.