Samvinnan - 01.12.1965, Blaðsíða 26
Þórustöðum. Nefndin skipti
með sér störfum og var Snorri
Sigfússon formaður hennar en
Vigfús Friðriksson ritari. Unnu
þessir menn allir mjög ötul-
lega að björgun þjóðlegra verð-
mæta undir forustu Snorra.
Mununum var komið í
geymslu til bráðabirgða í her-
bergi í nýju heimavistarhúsi
Menntaskólans á Akureyri.
Miðaði byggðasafnsmálinu vel
áfram og voru ýmsar áætlan-
ir og .hugmyndir á prjónunum.
Árið 1954 flutti Snorri Sig-
fússon alfarinn til Reykjavíkur.
Tók þá varamaður hans í
nefndinni við formennsku
hennar, Jónas Kristjánsson
samlagsstjóri. Hefur hann síð-
an verið ótrauður forustumað-
ur safnmálsins. Nokkru síðar
flutti Vigfús Friðriksson einn-
ig suður og er Sverrir Pálsson
skóiastjóri nú ritari nefndar-
innar.
Húsnæðismál safnsins og
staðsetning var stöðugt til um-
ræðu. Kom fljótt fram sú hug-
mynd að byggðasafn fyrir
Eyjafjarðarsýslu og Akureyri
væri hvergi betur sett en í
„Fjörunni", þ. e. hinum gamla
syðsta hluta Akureyrar. Þar
voru fyrir nokkur gömul og
merkileg hús, svo sem Nonna-
húsið. Kom til tals að flytja
þangað gamlan sveitabæ og
fleiri gömul hús og eru þær
hugmyndir mjög vakandi enn.
Ýmsir urðu til þess að leggja
málefninu lið á þessum árum.
Árið 1961 kom hingað tii lands
forstjóri byggðasafnsins í Lille-
hammer, Fartein Valen-Sand-
stad. Fór hann víðs vegar um
landið í fylgd með Jónasi
Kristjánssyni og Sveinbirni
Jónssyni forstjóra, sem var
fórnfús og ötull stuðningsmað-
ur byggðasafnsmálsins. Skoð-
uðu þeir byggðasöfn og gömul
hús, sem safnlegt gildi hafa.
Mætti Valen-Sandstad á fundi
í byggðasafnsnefndinni og lýsti
áliti sínu á málinu. Taldi hann
að „Fjaran“ væri tilvalinn
staður fyrir byggðasafn, bæði
vegna þeirra gömlu húsa er
þar voru fyrir og vegna aðstöðu
allrar. Taldi hann að þar væri
auðvelt að koma fyrir gömlum
sveitabæ, gamalli kirkju og
fleiri gömlum húsum. Var
koma þessa norska, góða gests
málinu öllu hin mesti styrk-
ur.
Eins og fyrr er sagt hafði
vaxið upp fagur trjálundur
sunnan við gömlu kirkjuna á
Akureyri. Eftir að kirkjan var
fjarlægð eignuðust hjónin
Baldvin og Gunnhildur Ryel,
sem stundað höfðu verzlun á
Akureyri í mörg ár, lundinn og
meðfylgjandi lóð og byggðu
fallegt og myndariegt íbúðar-
hús í brekkurótunum, það hið
sama og fyrr er frá sagt. Nú
gerðist það, að hjónin vildu
selja eign sína, og varð það að
ráði, að safnnefndin festi kaup
á henni og leysti með því brýna
þörf fyrir húsnæði og skapaði
sér aðstöðu í hinu fyrirheitna
landi í „Fjörunni". Fóru kaup-
in fram 1962. Þá var jafnframt
ráðinn safnvörður eins og fyrr
er sagt og hafist handa um
lagfæringar á húsinu og flutn-
ingi munanna þangað. Þá var
og safninu valið nafn: Minja-
safnið á Akureyri.
Hús Minjasafnsins á Akur-
eyri er tveggja hæða hús með
háum kjallara. Eru vistarver-
ur margar og hefur safninu
verið komið fyrir í þeim öllum
á smekklegan og snyrtilegan
hátt. Búið er að skrásetja n.l.
2800 muni og allmargir eru
óskrásettir. — Enda eru safn-
inu alltaf að berast munir —
segir Þórður Friðbjarnarson.
— Þeir eru sendir til safnsins,
stundum langar leiðir að. Eink-
um hafa því borizt margir dýr-
gripir, eftir að það eignaðist
fast heimili og var opnað til
sýnis. Næstum hver einasti
hlutur var gefinn safninu og
hafa menn sýnt því mikinn
skilning og velvild. Enda er
það svo með marga hluti, sem
eru raunverulegir dýrgripir og
ættu þess vegna að geta orðið
ættargripir, að einn góðan
veðurdag blasir við sá vandi,
hver á að hljóta gripinn, ef til
vill úr hópi margra erfingja. Til
þess að sneiða hjá þeim vanda
kjósa margir að láta hlutinn
fremur á minjasafnið, þar sem
þeir vita að hann verður varð-
veittur og engum til ágrein-
ings.
Það er bæði gleðilegt og
fróðlegt að ganga með Þórði
safnverði um húsið. Hann kann
utan að deili á næstum hverj-
um hlut og vel er haldið til
haga því, sem vitað er um
hann.
— Hér á efstu hæðinni —
segir Þórður — er eins og þú
sérð einkum komið fyrir ljós-
myndasafni. Það er þó ekki
mannamyndir heldur ljós-
myndir, sem hafa sögulega
þýðingu, einkum hér frá Ak-
ureyri. Þarna er þó eitt her-
bergi með persónulegum mun-
Borff og stóll Jóns A. Hi.altalíns skclameistara á Möffruvöllum.
Viff hliff borffsins er orgei Björgvins Guðmundssonar og á vegg
langspil, fiðla, bi'affaslíffra, kíkjar o. fl.
um ýmsra manna, svo sem
skrifborði, stól og bókaskáp
Ingimars Eydals kennara og
ritstjóra, svo og silfurbúið
horn, sem nemendur hans gáfu
honum. Hér er skrifborð Odds
Björnssonar bókaútgefanda og
prentsmiðjustjóra, og þarna er
einnig göngustafur hans, silf-
urbúinn og gerður úr hryggjar-
liðum úr hámeri. Einnig er hér
skrifstofubúnaður Jóns Sveins-
sonar, fyrsta bæjarstjóra Akur-
eyrar og aðrir munir og myndir
úr hans eigu-
— Hér við stigann niður á
neðri hæðina er komið fyrir
„Heklufánanum“, en eins og
þú veizt hefur stjórn Söngfé-
lagsins Heklu afhent safninu
hann. Fáninn var upphaflega
gjöf til karlakórsins Heklu,
sem fór sína frækilegu söng-
för til Noregs 1905 undir stjórn
Magnúsar Einarssonar organ-
ista og söngstjóra. Þarna sérðu
gjafabréfið innrammað. Það er
dagsett í ágúst 1906, en þá var
kórnum sendur fáninn. Þarna
er líka ljósmynd af bakhlið
fánans, en á hana er letrað:
„Fra borgere i Haugasund til
minde om den förste islandske
sangerferd i Norge 1905“.
Þegar Söngfélagið Hekla var
stofnað skömmu eftir 1930, en
það er samband karlakóranna
í Norðlendingafjórðungi hinum
gamla, afhentu þeir gömlu
„Heklungar“, sem þá voru á
lífi söngfélaginu fánann með
þeim fyrirmælum, að ef minja-
safn yrði stofnað á Akureyri,
færi fáninn þangað. Og nú er
hann þarna.
— Hér á neðri hæðinni eru
safngripir í fjórum herbergj-
um. Og þarna sérðu elzta hlut
safnsins, sem vitað er um ald-
ur á, því ártalið stendur á
honum. Þetta er skápur, fagur-
lega útskorinn með ártalinu
1672. Hann var í kirkjunni á
Hrafnagili í Eyjafirði, en sú
kirkja var sóknarkirkja Akur-
eyrar, þar til hún var flutt til
bæjarins og endurreist þar
1863. Skápurinn fylgdi kirkj-
unni þangað. Hann er eflaust
íslenzkt smíði og hinn mesti
kjörgripur. Hér er einnig
messuhökull með ísaumað ár-
26 SAMVINNAN