Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1965, Page 29

Samvinnan - 01.12.1965, Page 29
FÖNDURSlÐAN FÁLKINN er sagaður út úr 6 mm. kross- viði, helzt birki. — Tapparnir tveir að neð- an, merktir X eiga að ganga niður í hæfilega stóran pall, sem smíða þarf undir fuglinn. Pallurinn mætti vera úr 10—12 mm. þykku efni. Slípið vandlega allar útbrúnir með sandpappír nr. 100. — Málið og lakkið. G. H. snöggvast, því ég er svang- ur.“ „Ég hef setið hér og dorg- að árum saman, drengur minn, en aldrei fengið bröndu,“ sagði Svarti Arc- an, en rétti Fionn samt sem áður færið. Og jafnskjótt beit silungur á öngulinn. „Þessi er handa kóngin- um,“ sagði Svarti Arcan. Fionn kastaði færinu öðru sinni og dró annan silung stærri. „Þessi er handa drottn- ingunni," sagði Svarti Arc- an. Enn kastaði Fionn færinu og dró fisk, sem var stærri en báðir hinir. „Þessi er handa dóttur kóngsins,“ sagði Svarti Arc- an. í fjórða sinn kastaði Fionn færinu og dró nú fisk, sem var stærri en hin- ir allir. „Þessi,“ sagði Svarti Arc- an, „er handa syni kóngs- ins.“ Hann rétti Fionn fisk- inn og bætti við: „Þú veidd- ir þennan fisk á mitt færi, og því aðeins leyfi ég þér að borða hann, að þú steikir hann hérna megin árinnar, hafir eldinn hinumegin og notir enga viðarbúta við að kynda eldinn.“ Að vísu lítur þetta út fyr- ir að vera óframkvæman- legt, en Fionn var sársvang- ur og hungrið skerpir heil- ann. Hann fór þangað sem hann vissi ána mjósta, kveikti eld í sagi og lét vind- inn, sem var allhvass, blása logatungunum yfir á hinn bakkann, þar sem hann hafði hengt silunginn á grein. Eldurinn brenndi svartan flekk á silunginn, og Fionn drap þumalfingri á flekkinn til að stöðva brunann og brenndi sig. Hann stakk fingrinum upp í sig til að draga úr sviðan- um, og jafnskjótt var sem því væri hvíslað að honum, að Svarti Arcan hefði drep- ið föður hans. Reiðin yfir- skyggði hug hans eins og svart ský og hann linnti ekki látum fyrr en hann hafði fundið Svarta Arcan og drepið hann. Síðan eign- aði hann sér vopn Svarta Arcans og stóra veiðihund- inn hans, sem hét Bran, og fór til Skotlands. Þar eð írsku risarnir voru f oringj alausir eftir dauða Cooals, höfðu mennirnir frá Lochlann, sem um þær mundir herjuðu á Skotlandi, tekið þá til fanga og neytt þá til að berjast með sér. En Danirnir treystu þeim samt ekki og létu taka af þeim vopn þeirra öll á kvöldin og standa vörð yfir þeim um nætur. Til þessa verks höfðu þeir Skota nokkurn, er kall- aður var Ólafur Langhönd. Kvöld eitt kom Fionn þar að, sem Langhönd safnaði vopnunum, og sá þá meðal þeirra sverð það er Ljósarfi hét og var allra vopna bezt. Þegar Langhönd gekk áleið- is til herbúða víkinganna með vopnin, fylgdi Fionn honum eftir og sagði: „Nú er slæmt að vera án hans Ljósarfa, sverðs, sem ég sá á meðal vopnanna, er þú heldur á.“ „Hvað myndirðu svo sem gera ef þú fengir það, piltur minn?“ sagði Langhönd. „Ég myndi leggja að velli þriðjung hersins frá Loch- lann.“ Langhönd brosti háðslega og tók það sverðanna, sem honum leizt hvað bezt á, og fékk drengnum. Fionn skók það svo sterklega, að blaðið brotnaði af um hjöltun. „Ekki er þetta kjörsverð mitt, Ljósarfi,“ sagði Fionn. „Hvað myndirðu gera með því fremur en þessu?“ spurði Langhönd. Fionn studdi höndum á mjaðmir. „Ég myndi fella eða reka á flótta allan her Lochlanns," sagði hann. Langhönd leitaði þá enn meðal vopnanna og rétti Fi- onn annað sverð, en hann Framh. á bls. 43. SAMVINNAN 29

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.