Samvinnan - 01.12.1965, Side 30
SITT AF HVERJU TAGI -
Reikningsþrautir
1.
Raðaðu tölunum þannig,
að allsstaðar komi fram 10
hvort sem lagt er saman
lóðrétt, lárétt eða í skakk-
horn.
4 1 3 1
3 3 2 2
2 4 4 1
4 1 3 2
2.
Kaupmaður nokkur lét
járnsmið járna fyrir sig
hest. Bað hann smiðinn að
gera það vel og kvaðst borga
það vel á eftir. Smiðurinn
setti upp 1 eyri fyrir fyrsta
naglann, 2 fyrir hinn næsta
og svo alltaf tvöfalt fyrir
hvern nagla, en þeir voru
24. Kaupmaðurinn hló að
hve lítið þetta væri og sagði
bókhaldara sínum að borga.
En hann hætti brátt að
hlæja, þegar hann sá hver
upphæðin var.
— Hver var hún?
3.
Ykkur finnst þetta kann-
ski hálfskrítið reiknings-
dæmi en ef þið reiknið það
rétt komist þið að raun um
að útkoman er ekki síður
skemmtileg.
1X9+ 2 =
12X9+ 3 =
123X9+ 4 =
1234X9+ 5 =
12345X9+ 6 =
123456X9+ 7 =
1234567X9+ 8 =
12345678X9+ 9 =
123456789X9+10 =
4.
1) Hvernig getur helming-
urinn af 11 orðið 6?
2) Hvernig geta 11 frá 11
orðið 90?
Nafnagáta
í auðu reitina eigið þið að
setja stafi, svo að úr orðun-
um verði: 1) karlmanns-
nafn, 2) karlmannsnafn, 3)
kvenmannsnafn, 4) karl-
mannsnafn, 5) gata, 6)
dauði.
3) Takið þrjátíu eldspýtur
og raðið þeim eins og hér
er sýnt. Takið 12 af þess-
um eldspýtum svo að eft-
ir verði 11.
Getur þetta staðist?
Lesið eftirfarandi frá-
sagnir með athygli. Finnst
ykkur ekki eitthvað bogið
við þær?
1) Það var barið að dyrum
hjá séra Bjarna. Dóttir hans
kom til dyra. Roskin kona
stóð fyrir utan dyrnar og
spurði hvort séra Bjarni
væri heima. Dóttir hans
kvað það ekki vera, en
spurði hvort hún gæti ekki
skilað neinu til hans.
— Jú, svaraði konan,
biddu prestinn að líta inn
hjá mér einhvern næstu
daga.
— Hvar er það og hvað
heitið þér? spurði dóttir
prestsins.
— Presturinn þekkir mig
svo vel, sagði konan, og veit
hvar ég á heima að ég þarf
ekki að útskýra það nánar.
2) Maður nokkur lauk
sendibréfi til kunningja síns
með þessum orðum:
. . . en ef þú færð ekki
þetta bréf, þá láttu mig
bara vita og ég verð að skrifa
þér aftur.
Þinn Jón.
Samvinnuhreyfingin
Framh. af bls. 15.
þessum söluaðferðum megi
ekki koma við, enda verði þá
sérstök áherzla á það lögð að
láta kaupfélögin fylgjast vel
með þeim breytingum, sem
verða á vörulistum birgða-
stöðvarinnar.
Slíkar breytingar á verzlun-
arskipulaginu eru að sjálf-
sögðu málefni heildarsamtak-
anna en ekki til úrlausnar á
vettvangi byggðarlaganna.
Eigi að síður snertir þetta ná-
ið ýmis önnur atriði, sem úr-
lausnar bíða á þeim vettvangi.
Þannig opna aukin viðskipti
við birgðastöð nýja möguleika
til samstarfs nágrannakaupfé-
laga um flutningamál. Flutn-
ingar landleiðis til fjarlægra
staða hafa farið mjög vaxandi
og þeir eru afar kostnaðarsam-
ir. Þegar nágrannakaupfélög
sækja vöru sína til sama stað-
ar verður enn ríkari ástæða
til að sameinast um flutninga-
tækin og fráleitt er að láta
mörg hálftóm sendast sömu
leiðina. Ennfremur eru ýms-
ar leiðir fyrir kaupfélögin til
að hafa samvinnu um og jafn-
vel sameinast um verzlun í
ýmsum sjaldgæfari og erfiðari
vöruflokkum.
En það er á mörgum fleiri
sviðum, sem grundvöllur er
fyrir nánara samstarfi. Við-
fangsefni og vandamál kaup-
félaganna mótast af mismun-
andi aðstæðum og staðháttum,
og af því leiðir að nágranna-
kaupfélög eiga oft við sams-
konar viðfangsefni að etja. Það
er þess vegna eðlilegt að ná-
grannafélög eigi oft samleið í
úrlausn viðfangsefna sinna,
sem eru oft önnur en við er
að etja á öðrum landshornum.
Vaxandi kröfur eru gerðar
ár frá ári um bætta meðferð
afurðanna. Þær kröfur kalla á
vandaðri sláturhús, fullkomn-
ari mjólkurbú, betri vinnslu-
stöðvar. Þær kröfur verða ekki
uppfylltar án óhæfilegs kostn-
aðar, ef vinnslustöðvarnar eru
allt of smáar. Þess vegna er á
því vaxandi skilningur, að í
framtíðinni verða kaupfélögin
að standa að rekstri þeirra
sameiginlega fyrir allstór
svæði. Bættar samgöngur inn-
an héraðs og milli héraða gera
þá þróun eðlilega og sjálfsagða.
Að þessu sinni verða ekki
rakin hér fleiri svið þar sem
nánari samvinna er eðlileg og
nauðsynleg. Þó má rétt nefna
að það er ekki sízt á sviði fjár-
mála og félagsmála, sem hér-
aðasamstarfsins bíða stórfelld
verkefni, samvinna í stað sam-
keppni um reglur um útlán,
verðlagningu o. fl. og ný átök
til að efla skilning á félags-
legum hliðum samvinnustarfs-
ins.
í hraðri atvinnu- og búsetu-
þróun þessara ára á strjál-
býlið mjög í vök að verjast. 1
fámenninu eru félagslegar
einingar fólksins víða að verða
vanmegna til þess að halda
sínum hlut. Ef fólkið út í
byggðarlögunum horfist ekki
sjálft í augu við þennan vanda,
getur það varla vænzt þess
að aðrir geri það. Það verður
sjálft að taka höndum saman
og efla félagsleg samtök sín.
Byggðarlögin verða að snúa
bökum saman.
Birgðastöð SÍS
Framh. af bls. 34.
Birgðastöðina á annan hátt en
hvað snertir afgreiðslu til
kaupfélaganna innanlands. Til
fróðleiks má geta þess, að það
tekur 10 vikur að fá vörur, sem
pantaðar eru frá vesturstrónd
Ameríku og sem fluttar eru
með skipum í gegn um Pan-
amaskurðinn. Þá tekur 3 mán-
uði að fá vörur frá Ástraiíu,
en frá báðum þessum stöðum
eru keyptir ávextir til Birgða-
stöðvarinnar. Forstöðumenn
hennar mega því vera vel á
30 SAMVINNAN