Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1965, Side 31

Samvinnan - 01.12.1965, Side 31
HANDA YNGSTU LESENDUNUM 3) Maður nokkur vaknaði um miðja nótt og heyrðist eitthvert þrusk vera fyrir framan hurðina. — Er nokkur þarna? kall- aði hann. — Nei, var svarað fyrir framan. — Það er ágætt, þá get ég sofið rólegur. 4) Bakari sagði við kunn- ingja sinn, sem var að tala um hvað hann seldi ódýrt: — Já, vinur minn, ég sel hvert brauð fyrir lægra verð en það kostar mig að baka þau, en vegna þess hvað ég sel mörg, þá græði ég nóg handa mér og mínum. Gátur 1) Hvað er auðveldast í heiminum? 2) Hvað er það á bænum sem þegir, en öllum þó til segir? 3) Hvað er það sem gengur allan daginn, en sést þó ekki nema eitt spor eft- ir? 4) Hvað er það sem hefur augun á öðrum endan- um, en nefið á hinum? 5) Hvað er það sem hleyp- ur, en stendur þó kyrrt? 6) Hvað er það sem liggur á grúfu og snýr upp fót- um? 7) Hvað hétu uxar kóngs í höllu? Þeir hétu á öllu og af öllu. 8) Hvað mörg manna- og bæjanöfn eru á sjálf- skeiðingnum? 9) Hvað sérðu bjartara en brúnt hross í haga? 10) Hve langt er frá sjáv- arbrún til botns? Skammstafanir Kunnið þið að lesa úr skammstöfunum? Fáið ykk- ur blað og blýant og skrifið upp eftirfarandi skamm- stafanir og hvað þær þýða: T. d. — o.s.frv. — a.m k. — s.s. — þ.e. — þ.e.a.s. — þ.á.m. — tbl. — árg. — sbr. þ.á. — f.á. — m.a. — sl. — — dr. jeusuiajs jjia (oi liaspia (6 ispi'ea ‘uuiji ‘sy ‘ildujis ‘WI'BfH ‘-mppo (8 iSSniis §o jnjn (L mnoa (9 II'EJSUl'BA (S xosnspfT (f jnjoqi9fH (8 2I9H (Z njsei sv (I iunje6 e je6ujugey •I'SIPU'B (9 ‘Ijæjjs (q ‘jnjriuH (f ‘ujj -juh (S ‘u?jajs (Z ‘Jnjpj, (x njeöeujeu gjA joa^ •(06 gij'BAS iacJ jngj0A So 6 nja (X) 01 ?JJ I So ‘o J0 l ?Jj l) (E 06 II -5" IX :gi0inss0(í ? ddn jj0s J0 giuiæa (2 •9 Ja gecí U0 ‘ia Jijja nj0 •uuiSuiuipti jjg0u jijá geiq uegis ufSSai So ix umioj umjisjoA -UlgJ g0UI 11 rmis 'bjijjis (I ujn|nejc| -s6ujU>jj0J gjA JOA5 verði og hafa tímann fyrir sér þegar þeir gera innkaupin. Það er þess vert fyrir kaupfélags- fólkið í landinu að hugleiða, hvílíkt starf og fyrirhyggja liggur að baki einnar ávaxta- dósar eða eplakassa, sem það kaupir til jólanna í búðum sínum- Eitt atriði í samningum kaupfélaganna við Birgðastöð- ina, sem gerðir voru við ttofn- un hennar, var það, að Birgða- stöðin efndi til námskeiða fyr- ir búðarfólk félaganna. Meðan verið var að komast yfir fyrstu byrjunarmánuðina, gat P.irgða- stöðin ekki sinnt þessu. En nú í haust var hafizt handa cg efnt til námskeiða. Hefur kom- ið í ljós, að slík námskeið eiga sér mjög frjóan jarðveg lijá kaupfélögunum og starfsfólki þeirra. Námskeið þessi stóðu í tvo daga og hafa verið frá- bærlega vel sótt. Hið fyrsta var haldið á Selfossi fyrir búð- arfólk kaupfélaganna á Suð- urlandi, síðan á Akureyri fyrir Norðurland, ísafirði fyrir Vest- firði og Norðfirði fyrir Austur- land. Eftir er Vesturland, Suð- urland og víðar. Eftir þeirri reynzlu að dæma, sem fengizt hefur af þessari nýung, verður áreiðanlega haldið áfram á sömu braut. Námskeiðunum var stjórnað af Jóni Þór Jóhannssyni, for- stöðumanni Birgðastöðvarinn- ar. Dagskrá hefur verið hin sama á öllum stöðunum. Fyrri daginn voru flutt erindi: Páll H. Jónsson talaði um sam- vinnuhreyfinguna, Jón Reynir Magnússon um meðferð á kjöti og kjötvörum, Kristinn Ketils- son um uppsetningu og skipu- lag kjörbúða og Guðmundur Ingimundarson um störf í kjörbúðum. Síðari daginn höfðu þeir Kristinn Ketilsson og Guð- mundur Ingimundarson verk- lega kennslu í kjörbúð á staðn- um í áframhaldi af erindum sínum frá deginum áður. Vaxandi skilningur ríkir á því að búðarstörf eru vanda- söm og þýðingarmikil trúnað- arstörf, hvort sem litið er á þau frá sjónarmiði viðskipta- mannanna, sem starfanna njóta, eða fyrirtækisins, sem fólkið vinnur hjá. Að þessum skilningi vilja Birgðastöðin og kaupfélögin stuðla og koma t.i móts við hann með námskeið- um og fræðslu. Mjög mikil ánægja ríkir á meðal þeirra, sem námskeiðin sóttu og telja þeir, að þessi nýung hafi þegar orðið til mikillar nytsemdar. Birgðastöðin er rekin af Innflutningsdeild Sambands- ins, en framkvæmdastjóri hennar er Helgi Þorsteinsson. Forstöðumaður Birgðastöðvar- innar er Jón Þór Jóhannsson, eins og áður er sagt. P.H.J. S amvinnuhr eyf ing Framh. af bls. 7. eru við líði. Samvinnufélög- in höfðu lengi haft gagnger áhrif á fólkið í landinu, þeg- ar þeir voru stofnaðir. Það er hrapallegur misskilning- ur, sem alloft verður vart, að einn þessara flokka, Fram- sóknarflokkurinn, hafi stofnað kaupfélögin. Hitt er söguleg staðreynd, að mjög margir þeirra manna, sem stofnuðu flokkinn, höfðu um árabil verið forustu- menn í kaupfélögunum eða öflugir stuðningsmenn þeirra. Og það vill svo til að þjóðin þarf ekki að harma það, þótt menn, sem mótað- ir voru af hugsjónum sam- vinnuhreyfingarinnar hefðu um langt árabil áhrif á þjóð- málin. Þegar nútímaflokka- skipting komst á í landinu, og ólík sjónarmið í sjálf- stæðisbaráttunni hættu að mestu að skipta mönnum í stjórnmálaflokka, fór sem annars staðar í lýðræðis- löndum, að ólík sjónarmið í atvinnumálum, fjármálum og félagsmálum skiptu mönnum í flokka. Þar sem samvinnumenn áttu mest- an þátt í stofnun Framsókn- arflokksins, hlaut hann ó- hjákvæmilega að verða já- kvæður í afstöðu til sam- vinnuhreyfingarinnar, enda eini flokkurinn sem um langt skeið hafði sem stefnu- skráratriði stuðning við sam- SAMVINNAN 31

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.