Samvinnan - 01.12.1965, Blaðsíða 34
BIRGÐASTOÐ SAMBANDSINS
OG NÁMSKEID FYRIR BÚÐARFÚLK
•aite
Aff ofan: Guffmundur Ingi
mundarson, búffaeftirlitsmaff-
ur hjá KRON, viff kennslu I
búff. Tii hægri: Jón Þór Jó-
hannsson, forstöffumaður
Birgffastöðvar SÍS. — Að neff-
an: Hlýtt á fyrirlestur á nám-
skeiðinu á Akureyri.
Snemma á þessu ári, eftir
umfangsmikiff undirbúnings-
starf, tók Birgðastöð Sam-
bandsins til starfa við Geirs-
götu í Reykjavík. Slík birgða-
stöð og rekstur hennar var
nýung í verzlunarháttum hér
á landi, þótt mikil reynzla sé
af þeim fengin erlendis. Á
þeirri reynzlu var byggt af
forstöðumönnum Sambands-
ins, þótt svo að þeir yrðu að
samræma hana íslenzkum
staðháttum. Ekki fór hjá því
að ýmsa byrjunarörðugleika
þyrfti að yfirstíga, og hafa
forstöðumenn og starfsfólk
Birgðastöðvarinnar haft í
mörg horn að líta þetta fyrsta
ár.
Nú má telja, að nokkur
reynzla sé fengin og Birgða-
stöðin komin á fastan kjöl. Er
skemmst frá að segja, að al-
menn ánægja ríkir hjá kaup-
félögum landsins með þessa
nýjung í verzlunarháttum. í
stuttu máli sagt liggur starf-
semi Birgðastöðvarinnar í því,
að hafa jafnan á reiðum hönd-
um ákveðnar tilteknar úrvals
tegundir (merki) af matvör-
um, nýlenduvörum og hrein-
lætisvörum, sem keyptar eru
inn í mjög stórum vöruslött-
um og sem þar af leiðandi nást
hagkvæm innkaup á- Gefinn
er út vörulisti til kaupfélag-
anna og á þeim lista eru all-
ar hinar tilteknu vörutegundir
og hver þeirra númeruð. Eftir
listunum gera síðan búðar-
stjórar kaupfélaganna pantan-
ir sínar eftir þörfum, sem taf-
arlaust eru afgreiddar til þeirra
samkvæmt fyrirfram settum
reglum. Komið er við svo full-
kominni vinnuhagræðingu, sem
framast er unnt, til sparnað-
ar og flýt'sauka og hefur þeim
vinnubrögðum áður verið lýst
í Samvinnunni. Þetta fyrir-
komulag hefur það í för með
sér, að kaupfélögin í nágrenni
við Birgðastöðina og sem
hafa við hana greiðastar sam-
göngur, losna við dýra og ó-
hagkvæma vörulagera og geta
keypt inn svo að segja beint í
hillur búðanna. Þau kaupfé-
lög, sem fjær eru, verða vitan-
lega að fá meira vörumagn í
einu, en spara þó mjög mikið í
vörulager. Sem dæmi til skýr-
ingar má nefna, að eitt af
stærstu kaupfélögum landsins,
Kaupfélag Árnesinga, fær vör-
ur afgreiddar frá Birgðastöð-
inni einn dag í viku til úti-
búanna á Eyrarbakka og
Stokkseyri, annan dag til úti-
búanna í Þorlákshöfn og
Hveragerði og þriðja daginn til
búðanna á Selfossi. Gefur auga
leið hversu miklu auðveldara
er að koma við vinnuhagræð-
ingu, þegar um svo kerfisbund-
in viðskipti er að ræða.
Vörur frá Birgðastöðinni til
kaupfélaganna eru afhentar
gegn tveggja mánaða víxlum.
Miklar fjarlægðir og erfiðar
samgöngur hljóta að valda því,
að miklum mun örðugra er
fyrir kaupfélögin að nota sér
yfirburði birgðastöðvanna hér
á landi en í þéttbýlum og sam-
göngugreiðum löndum. Enda
dettur engum í hug að ein
birgðastöð hrökkvi til þjónustu
fyrir allt landið, ekki sízt síð-
an ákveðin skipafélög tóku upp
þá nýbreytni, að flytja vörur
beint frá útlöndum aðeins á
fjóra staði á landinu. Það var
því hafist handa nú í haust
um byggingu stórrar og mjög
fullkominnar birgðastöðvar á
vegum Sambandsins á Akur-
eyri. Er hún á hinum svoköll-
uðu Gleráreyrum og verður í
1700 ferm. húsi á einni hæð.
Batnar til stórra muna að-
staða kaupfélaganna á Norð-
urlandi, þegar sú birgðastöð
tekur til starfa. Síðan verður
að vinna markvisst að því, að
reisa fleiri birgðastöðvar í
öðrum landshlutum, eftir því
sem við verður komið.
Miklar fjarlægðir snerta
Framh. á bls. 30.
34 SAMVINNAN