Samvinnan - 01.12.1965, Qupperneq 43
Herferð gegn hungri
Framh. af bls. 9.
urbæta þarf landbúnað og
sjávarútveg þessara ríkja,
flytja inn nýja tækni, nýjar
vinnuaðferðir, nýtt skipulag —
kenna bændum og fiskimönn-
um að nota framleiðsluaðferð-
ir 20. aldarinnar og aðstoða þá
við að eignast þann útbúnað,
sem til þarf.
Að þessu verkefni vinnur
Herferð gegn hungri. Upphaf-
lega var hún miðuð við fimm
ár, en nú hefur sá tími verið
framlengdur um helming og
er í ráði að lengja hann enn
um nokkurt tímabil. Sýnir
þetta vel, hve erfitt málið er
viðfangs, en leysa verður það,
þótt ekki sé nema vegna þess,
að annars er ekki kostur. Frá
sjónarmiði siðaðra manna,
aldra upp við mannúðarhug-
sjónir vestrænna þjóðfélaga,
má það ekki eiga sér stað, að
menn skorti mat.
Fé því, sem safnað verður
á íslandi fyrir tilstilli Her-
ferðar gegn hungri, verður var-
ið til fjögurra verkefna. Hið
helsta þeirra er að afla íbúum
héraðsins við Alaotravatn á
Madagaskar nýtízku báta og
áhalda til veiða í vatninu, sem
er mjög auðugt af fiski, og
kenna þeim með að fara. Þá
hefur verið ákveðið að verja
nokkru fé til kaupa á vatns-
dælum til notkunar á auðnum
Norður-Nígeríu, til stofnunar
skólagarða í einhverju Afrík i-
ríki, þar sem unglingum verði
kennd undirstöðuatriði akur-
yrkju, og i fjórða lagi til hús-
mæðrafræðslu, sem FAO gengst
fyrir í vanþróuðum ríkjum.
Vandamál það, sem Herferð
gegn hungri hefur með hönd-
um, hrópar á samvisku hvers
siðaðs manns. Það kall getur
enginn látið sem vind um eyru
þjóta. dþ.
Sagan af Fionn
Framh. af bls. 29.
fór með það á sama hátt og
hið fyrra.
„Ekki er þetta heldur
kjörsverð mitt, Ljósarfi,"
sagði hann.
Þá kastaði Langhönd nið-
ur öllum vopnunum og bað
Fionn sjálfan velja sér
sverð. Fionn fann þá Ljós-
arfa, brá honum og sagði:
„Þetta er kjörsverð mitt,
Ljósarfi, verðugur nautur
hægri handar minnar.“
Hann blés nú í horn og
kallaði til sín alla risana og
allir vopnfærir menn í þeim
hluta Skotlands hlýddu
einnig kalli hans. Með þá
sér til fylgdar réðist hann á
Lochlannsmenn og ýmist
felldi þá eða rak úr landi.
Á meðan orrustan var háð,
stóð Langhönd uppi á hæð
álengdar, furðulostinn yfir
afrekum þessa unga sveins,
sem hann hafði haldið ó-
merkan gortara.
Þannig varð Fionn leið-
togi stríðsmannanna í Ar-
gyll. Fáni þeirra var blár og
skreyttur níu geislum rís-
andi sólar, og þeir voru
leiknir veiðimenn og mikl-
ir sæmdar- og hreystimenn,
og þannig skyldu synir Ar-
gylls ávallt vera.
dþ þýddi.
Hlynurinn
Framh. af bls. 13.
gat hvergi séð hann. Mér var
mjög í mun að segja honum
Samvinnan
óskar öllum
lesendum sínum
gleðilegra jóla,
árs og friðar.
frá leyndardómnum, sem ég
hafði uppgötvað . . . Hvaða
leyndardómi? Ég reyndi að
grafa upp einhver orð, sem
gætu leitt hann í allan sann-
leika.
En ég gat hvergi séð hrokknu
lokkana hans Jeans. Kannski
var hann veikur? Kannski
myndi líða á löngu unz ég fengi
að vita, hvað hann hafði séð
þegar hann vakti á jólanótt.
Þegar ég kom inní skólastofuna,
renndi ég augunum undireins
þangað, sem hann var vanur
að sitja- Þar sat nú ókunnur
drengur, drengur án hrokk-
inna lokka. Fyrst gerði ég mér
ekki ijóst, að þetta var hann.
Ég þekkti hann ekki, fyrr en
blá augu hans hvörfluðu í átt-
ina til mín. Mest furðaði mig á
áhyggjulausum, frjálslegum
svip hans. Hann var ekki jafn
snöggklipptur og félagar hans.
Klipparinn hafði skilið nógu
mikið eftir af hárinu tilað
hægt væri að skipta vinstra
megin.
Jafnskjótt og klukkan var tíu
og okkur var hleypt útí garð-
inn, svipaðist ég um eftir hon-
um og fann hann, þar sem
hann stóð frammi fyrir Camp-
agne hinum mikla einsog
lítill Davíð, líkt og hann hefði
glatað veikleika sínum en ekki
kröftunum með hárinu. Camp-
agne vék forviða fyrir honum,
og hann settist á eina tröpp-
una og spennti á sig hjóla-
skautana sína. Ég horfði á
hann úr fjarlægð, ég þorði ekki
að koma nær og hugsaði hálf-
hryggur, að aldrei framar sæi
ég lokka Jean de Blayes ljóma
í sólinni eða dansa á herðum
hans, þessa lokka litla lávarð-
arins Fauntleroys. — Að lokum
herti ég upp hugann.
„Jæja, stóðstu við það?
Hélstu þér vakandi?"
Hann roðnaði og svaraði án
þess að líta upp: „Hélstu í
rauninni að ég tryði því . . .
að ég væri svo vitlaus?" Og
þegar ég sagði: „En þú hlýtur
að muna . . . það er bara hálf-
ur mánuður síðan . . .“ laut
hann heldur dýpra yfir skaut-
ana og fullvissaði mig um að
hann hefði látist sofa-
„Átta ára. Hvað þér getur
dottið í hug. Maður er þó ekk-
ert smábarn nú orðið."
Þar eð hann leit aldrei á mig
meðan hann talaði, gat ég ekki
lengur stillt mig um að spyrja:
„Mamma þín hefur þá leikið
á þig, eða hvað?“
Hann lagðist á annað hnéð
og herti á skautaólinni. Blóðið
hljóp útí fíngerð eyru hans
einsog snöggur gustur.
Ég lét engan bilbug á mér
finna:
„Mamma þín, de Blaye. . . .
Segðu mér það. Hafði hún
leikið á þig?“
Hann spratt á fætur og leit
fast á mig. Ég get ennþá séð
fyrir mér litla rauða reiða and-
litið hans og samanherptar var-
irnar. Hann strauk um höfuð
sér, svo sem tilað fullvissa
sig um að lokkarnir væru þar
ekki lengur, og yppti öxlum:
„Hún leikur ekki á mig oft-
ar.“
Þótt mér væri það næstum
nauðugt, þá svaraði ég að
mæður okkar hefðu ekki sagt
okkur ósatt, að þetta væri satt
alltsaman, að ég hefði séð . . .
Hann tók framí fyrir mér:
„Þú sást það? Var það ekki?
Þú sást það? Nú, ég sá það
líka.“
Síðan brunaði hann af stað
á skautunum og renndi sér
umhverfis hlyninn unz frí-
mínúturnar voru liðnar. Ég
skildi að hann vildi forðast
mig. Frá þeim degi var vináttu
okkar lokið. Árið eftir fluttu
foreldrar mínir frá Bordeaux,
og þaðanaf vissi ég ekki hvað
af honum varð.
IV.
Meðan ég var ungur, kom
það aðeins einu sinni fyrir,
að ég væri ekki hjá fjölskyldu
minni á jólakvöldið. Aðeins
einu sinni, og það hlýtur að
hafa verið fáeinum árum fyrir
stríðið. Því kvöldi lét ég til-
leiðast að eyða á nokkrum veit-
ingahúsum. Ég man ekki leng-
ur hvað þau hétu, en ég man
hve skelfilega dapurlegt það
kvöld var. í þessum krám
þrumaði stóra klukkan í Pey-
Berland turni enn voldugri
röddu í eyrum mínum en forð-
um í fæðingarborg minni.
Hræðilegur sónn hennar deyfði
fiðlutóna sígaunatónlistarinn-
ar. Á slíkum augnablikum er
mönnum trúandi tilað svíkja
eitthvað. Þeir, sem ég var með,
sviku ekkert, því þeir áttu um
ekkert að velja. Kannski höfðu
sumir þeirra átt sér bernsku
á borð við mína, en þá voru
þeir búnir að gleyma henni.
Ég var sá eini okkar, sem mitt
í þessum réttareyk og glamri
aulalegra viðlaga gat endur-
skapað í minningunni litla
undraey með jötunni innanum
skugga framreiðsluherbergis-
SAMVINNAN 43