Samvinnan - 01.12.1965, Síða 44
ins. Sá eini, sem mundi sálm-
inn gamla, sem fjallar um
auðmýkt Guðs og niðurlæg-
ing. Þótt ég enn væri ungur
að árum, leiftruðu þessir logar
í fortíð, sem var jafnfjarri og
ég væri þúsund ára. Og ég
fann ilm þessara loga. Nei, ég
hafði enga afsökun, því ég var
skáld, og í huga skálds lýkur
aldrei neinu. Hvert var ég
kominn með bernsku mína
þetta kvöld, hvert hafði ég
dirfst að fara með hana, fyrst
hún hafði ekki yfirgefið mig.
Ég reyndi að drekkja /it-
neskjunni um þetta afbrot í
áfengi. Því meir sem ég drakk,
því meir fjarlægðist ég félaga
mína. En mér grömdust hlátr-
ar þeirra. Ég stóð upp frá borð-
inu og tók stefnu á bar úti í
horni, þar sem ljósin voru
daufari en annarsstaðar. Ég
hallaðist framá borðið og
pantaði vískí. í sömu svipan
og ég hugsaði um lítinn dreng,
sem hét Jean de Blaye, þá sá
ég Jean de Blaye sjálfan, þar
sem hann sat á næsta barstól.
Ég var ekki í neinum vafa um
að þetta var hann. Sömu
gleymméreiaugun, sem ljómuðu
við minni innri sjón, leiftruðu
í þessu unga útþvælda anöliti,
sem ég hefði getað snert með
því að rétta út hendina. Ég
sagði við hann:
„Þú hefðir ekki átt að klippa
af þér .hrokknu lokkana."
Hann sýndi engin undrunar-
merki, en spurði fremur óskýrri
röddu: „Hvaða lokka?“
„Þá, sem voru klipptir af þér
í jólafríinu 1898.“
„Þú ferð víst mannavilt, en
það skiptir varla máli . . . Ég
er hvort eð er ekki með sjálf-
um mér í kvöld.“
„En ég veit að þú ert de
Blaye.“
„Hvernig veist þú hvað ég
heiti?“
Ég andvarpaði, fann til létt-
is — það var hann, í raun og
sannleika var það hann. Ég
greip hönd hans:
„Jean, manstu eftir hlyn-
inum?“
Hann hló:
„Hlyninum, hvaða hlyn?
Og svo mættirðu gjarn-
an vita, að ég heiti ekki Jean,
heldur Philippe. Stóribróðir
minn hét Jean . . . Þú tekur
mig fyrir hann, er ekki svo?“
Þetta var leiðinlegt. Hann
var þá bara litli bróðirinn,
sem Jean de Blaye hafði talað
um í gamla daga . . . Hvernig
gat ég hafa villst á þeim?
XfNOHaO - HlltVS
SMITH - CORONA
DROTTNING RITVÉLANNA,
TROMPIÐ Á HENDI YÐAR.
FULLKOMIN AMERÍSK RAF-
MAGNSRITVÉL Á AÐEINS
KR.12.600.oo. ÚRVAL LITA
OG LETURGERÐA.
SÍS VÉLADEILD
N
Það hafði ekki lifnaö yfir
andliti Philippes. — Hann
sagði snögglega:
„Lokkarnir hans . . . hrokknu
lokkarnir hans Jeans . . . Það
minnir mig á dálítið . . .“
Hann sagði mér, að móðir
þeirra hefði geymt lítið silfur-
skrín í herbergi sínu, og það
var alltaf læst. Jean fullvissaði
Philippe um, að það innihéldi
fjársjóð. Þeir bjuggu sér til
44 SAMVINNAN