Samvinnan - 01.12.1965, Page 47
BEDFORD!
Kaupendur vörubíla um allan heim völdu BEDFORD umfram alla aðra vörubíla árið 1964. Ástæðan: sérstak*
ur léttleiki og lipurð í akstri, hagkvæmur rekstur og góð ending.
BEDFORD hefur yfir 45% af öllum útflutningi brezkra vörubíla.
BEDFORD!
er mest seldi vörubíllinn á fslandi, Finnlandi, Dan-
mörku, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Belgíu og mörgum
Asíu- og Afríkuríkjum.
Gjörið svo vei og leitið nánari upplýsinga.
BEDFORD!
BEDFORD!
er mest seldur af brezkum vörubílum í Svíþjóð,
Hollandi, Sviss, Noregi, Frakklandi og Austurríki.
Véladeild SÍS, Ármúla 3. Sími 38900
við höfðum enga tilkynningu
fengið . . . Það var ekki við
öðru að búast, eftir þessa lifn-
aðarhætti hans . . .“
Ég hefði getað spurt: Hvers-
konar lifnaðarhætti? Ég tók
þann kost að segja: „Jájá —
ég veit . . .“ Og ég vissi að Jean
hafði að lokum farið í hund-
ana, orðið glataður sonur.
Ég man að ég gekk heim
um nóttina. Á þeirri stundu er
ég fann mig upphafinn, ekki
af minningunum um bernsku
mína, heldur bernskunni
sjálfri, sem lifði í mér harla
nálæg, endurskóp ég auðveld-
lega örlög Jean de Blayes.
Hafi ég fæðst skáld, þá varð
ég höfundur þessa nótt, eða
að minnsta kosti: varð meðvit-
andi um gáfu þessa og valdið,
sem henni fylgir: Ég hélt um
báða enda örlagaþráðarins:
lítinn dreng með stúlkuhár,
sem trylltum huga býr yfir
kröfu, ástríðu, sem algerlega er
bundin móður hans, og svo
unga manninn, ennþá varla
nema barn, sem gefur upp
öndina í sjúkrahúsi í Saígon.
Ég skóp skóladrenginn, sem
telur orð móður sinnar heilög.
Ég gat séð augnaráð hans á j)ví
andartaki, er hann uppgötvaði
að hún gat logið: ég iagði
mikla áherzlu á afklipptu lokk-
ana hrokknu; þegar þeir voru
klipptir af, var undirgefni
hans við móðurina lokið . . .
Hér lauk inngangi skáldsög-
unnar minnar, og ég kom að
kjarna málsins: Unga niann-
inum og móður hans, sem eru
andstæðingar. Átökin um
skrínið urðu brennidepill
kjarnans: Jean de Blaye hat-
aði í móður sinni það, sem
komið .hafði honum í heiminn,
hataði að hún enn skyldi reyna
að vekja til lífsins barnið, sem
ekki var framar til, og halda
honum föngnum í bernsku
hans tilað geta þess betur haft
hann á valdi sínu. Naumast
hafði hinn fullvaxni maður
tekið að láta á sér bæra í hon-
um, þegar þessi barátta varð
að harmleik: Fyrstu vináttu-
böndin, fyrsta ástin, fyrsta
nóttin sem hann kom ekki
heim, peningakröfur, félags-
skapur sem hann gat ekki sagt
frá, fyrsta alvarlega afbrot-
ið . . .
Ég var kominn að dyrunum
heima hjá mér. Hvítt ljósið féll
á svalirnar utanvið gluggann
minn. Klukkurnar hringdu til
morgunmessu. En þótt ég væri
svefns þurfi, settist ég við
borðið, ennþá í kjólfötum með
blóm í hnappagatinu, tók
fram penna og hvíta örk, svo
.hræddur var ég við að gleyma
hugsununum, sem höfðu sótt
á mig. Höfundur var fæddur
og lauk upp augum móti dap-
urlegum heimi.
dþ þýddi
SAMVINNAN 47