Samvinnan - 01.12.1986, Page 12

Samvinnan - 01.12.1986, Page 12
Málgagn samvinnumanna í áttatíu ár # Ein stefna - með tveimur frávikum Lengi vel fjallaði Samvinnan eingöngu um samvinnumál, en smátt og smátt verður efnið fjölbreyttara; ein og ein grein almenns eðlis tekur að skjóta upp kollinum, aðallega um listir og menningarmál, uns sú ákvörðun er tekin að gera málgagnið að heimilisriti, án þess að það glati hlutverki sínu sem boðberi samvinnustefnunnar. Þessari stórhuga ráðagerð var hrint í framkvæmd árið 1935, Samvinnan varð mánaðarrit, brotið stækkaði og notkun mynda var aukin. Jónas Jónsson frá Hriflu tók við ritstjórninni af Sigurði á Ystafelli 1917 og hafði hana síðan með höndum í þrjátíu ár eða lengur en nokkur annar. Fyrstu tvo áratugina af ritstjóratíð hans hvíldi fræðslu- og baráttuhlutverkið af mestum þunga á Samvinnunni - og því gegndi Jónas hnarreistur og vígreifur með sinn hvassa penna einan að vopni. En nú fékk hann til liðs við sig ungan meðritstjóra, Guðlaug Rósinkrans, nýkominn frá Svíþjóð, og saman breyttu þeir Samvinnunni með áðurgreindum hætti - að sænskri fyrirmynd. Þeirri aðferð að blanda almennu efni saman við umfjöllun um samvinnumál, var síðan fylgt í enn ríkara mæli í ritstjóratíð Hauks Snorrasonar og Benedikts Gröndal - og síðar með svipuðum hætti á dögum Páls H. Jónssonar og núverandi ritstjóra. I rauninni má segja, að þessari stefnu hafi verið fylgt síðan 1935 - með tveimur frávikum. Þegar séra Guðmundur Sveinsson tók við ritstjórninni 1959, var meiri áhersla lögð á almennt efni, aðallega menningarlegs eðlis, en áður hafði verið gert, en horfið frá því fljótlega og gamla stefnan tekin upp aftur. Og í ritstjóratíð Sigurðar A. Magnússonar 1967-1974 var Samvinnan nær eingöngu menningarrit og almennur vettvangur fyrir þjóðfélagsumræðu, en blaðið Hlynur sinnti samvinnumálunum. Árið 1959 tók séra Guðmundur Sveinsson, þá skólastjóri Samvinnuskólans að Bifröst, við ritstjórn Samvinnunnar. Hér að ofan er fyrsta hefti í hans tíð, en hér að neðan hefur Hörður Ágústsson listmálari hannað nýja kápu, sem notuð var all lengi með lítilsháttar breytingum. 12 samvinnan 12

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.