Samvinnan - 01.12.1986, Qupperneq 12

Samvinnan - 01.12.1986, Qupperneq 12
Málgagn samvinnumanna í áttatíu ár # Ein stefna - með tveimur frávikum Lengi vel fjallaði Samvinnan eingöngu um samvinnumál, en smátt og smátt verður efnið fjölbreyttara; ein og ein grein almenns eðlis tekur að skjóta upp kollinum, aðallega um listir og menningarmál, uns sú ákvörðun er tekin að gera málgagnið að heimilisriti, án þess að það glati hlutverki sínu sem boðberi samvinnustefnunnar. Þessari stórhuga ráðagerð var hrint í framkvæmd árið 1935, Samvinnan varð mánaðarrit, brotið stækkaði og notkun mynda var aukin. Jónas Jónsson frá Hriflu tók við ritstjórninni af Sigurði á Ystafelli 1917 og hafði hana síðan með höndum í þrjátíu ár eða lengur en nokkur annar. Fyrstu tvo áratugina af ritstjóratíð hans hvíldi fræðslu- og baráttuhlutverkið af mestum þunga á Samvinnunni - og því gegndi Jónas hnarreistur og vígreifur með sinn hvassa penna einan að vopni. En nú fékk hann til liðs við sig ungan meðritstjóra, Guðlaug Rósinkrans, nýkominn frá Svíþjóð, og saman breyttu þeir Samvinnunni með áðurgreindum hætti - að sænskri fyrirmynd. Þeirri aðferð að blanda almennu efni saman við umfjöllun um samvinnumál, var síðan fylgt í enn ríkara mæli í ritstjóratíð Hauks Snorrasonar og Benedikts Gröndal - og síðar með svipuðum hætti á dögum Páls H. Jónssonar og núverandi ritstjóra. I rauninni má segja, að þessari stefnu hafi verið fylgt síðan 1935 - með tveimur frávikum. Þegar séra Guðmundur Sveinsson tók við ritstjórninni 1959, var meiri áhersla lögð á almennt efni, aðallega menningarlegs eðlis, en áður hafði verið gert, en horfið frá því fljótlega og gamla stefnan tekin upp aftur. Og í ritstjóratíð Sigurðar A. Magnússonar 1967-1974 var Samvinnan nær eingöngu menningarrit og almennur vettvangur fyrir þjóðfélagsumræðu, en blaðið Hlynur sinnti samvinnumálunum. Árið 1959 tók séra Guðmundur Sveinsson, þá skólastjóri Samvinnuskólans að Bifröst, við ritstjórn Samvinnunnar. Hér að ofan er fyrsta hefti í hans tíð, en hér að neðan hefur Hörður Ágústsson listmálari hannað nýja kápu, sem notuð var all lengi með lítilsháttar breytingum. 12 samvinnan 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.