Samvinnan - 01.12.1986, Síða 13

Samvinnan - 01.12.1986, Síða 13
# Dómur reynslunnar Það er því harla auðvelt að færa rök fyrir því, að reynslan sýni, að sú stefna, sem fylgt hefur verið lengst og tvívegis horfið til aftur eftir tilraunir í aðrar áttir, hljóti að teljast happasælust. Umfjöllun um samvinnumál á að sitja í fyrirrúmi, en hún eingöngu er leiðigjörn til lengdar. Þess vegna er krafan um að hverfa aftur til upphafsins og gera Samvinnuna að „sérriti um samvinnumál“ varhugaverð að dómi undirritaðs og vænlegast að blanda saman við samvinnumálin almennu efni til fróðleiks og skemmtunar. Og einu atriði er vert að vekja athygli á: I tíð allra ritstjóranna sjö, að hinum fyrsta undanskildum, hefur bókmenntum verið gerð skil að einhverju leyti og birt ljóð og sögur eftir innlenda og erlenda höfunda. Þannig leit Samvinnan út á árunum 1960-63, en þá hafði Örlvgur Hálfdanarson veg og vanda af útgáfunni. Örlvgur var jafnframt um langt skeið ritstjóri starfs- mannablaðsins Hlyns. 1 1964 Samvinnan í byrjun ársins 1964 tekur Páll H. Jónsson frá Laugum við ritstjórn Samvinnunn- ar og fyrsta blaðið undir hans stjórn birti litmynd af Surtseyjargosinu. # Langt og heilladrjúgt samstarf Vagga samvinnuhreyfingarinnar stóð á Norðurlandi, og þess vegna var eðlilegt, að málgagn hennar hæfi göngu sína þar. Fyrstu tíu árgangar Samvinnunnar eru prentaðir í Prentsmiðju Odds Björnssonar á Akureyri. En um leið og Jónas frá Hriflu tekur við ritstjórninni 1917, flyst ritið suður og er fyrst prentað í ísafold hjá Ólafi Björnssyni, en síðan nýrri prentsmiðju, sem hét Acta og var stofnuð af nokkrum prenturum í ísafoldarprentsmiðju. Þegar Samvinnan varð mánaðrrit og stækkaði í broti 1935, var hún prentuð skamman tíma í Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg. Nokkru síðar kaupa samvinnumenn prentsmiðjuna Acta og stofna á grundvelli hennar nýja prentsmiðju, sem hlaut nafnið Edda. Hún var stofnuð haustið 1936 og átti því fimmtugsafmæli fyrr á þessu ári, sem minnst var með ýmsum hætti. í nóvember 1937 er Samvinnan fyrst unnin í hinni nýju smiðju samvinnumanna, Eddunni - og þar hefur hún verið prentuð 13

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.