Samvinnan - 01.12.1986, Síða 14

Samvinnan - 01.12.1986, Síða 14
Málgagn samvinnumanna í áttatíu ár síðan að fráteknu tímabili Hauks Snorrasonar ritstjóra 1947-1950, en þá hafði ritið aðsetur á Akureyri og var öðru sinni prentað í Prentsmiðju Odds Björnssonar. Samvinnan vill nota þetta tækifæri og flytja prentsmiðjunni Eddu alúðarkveðjur í tilefni af fimmtugsafmælinu og bestu þakkir fyrir langt og heilladrjúgt samstarf. Prentun og annar frágangur ritsins af hálfu Eddunnar hefur verið vandaður og til fyrirmyndar bæði fyrr og síðar. # Tveir metrar í bókahillu „Gott blað er margra manna verk“, er haft eftir Guðmundi Björnssyni landlækni - og það eru orð að sönnu. Hins vegar hefur það líklega oftast verið svo í langri sögu Samvinnunnar, að ritstjórn hennar hefur hvílt á herðum fárra manna, jafnvel eins manns. Að minnsta kosti hefur aðeins einum manni verið til að dreifa undanfarin tólf ár til að vinna það flókna verk, sem gerð tímarits er nú á dögum; hann hefur þurft upp á eigin spýtur að annast texta og öflun efnis, myndaval og uppsetningu, prófarkalestur og umsjón alla. Alls hafa sautján menn starfað við ritstjórn Samvinnunnar frá upphafi; sjö aðalritstjórar, þrír meðritstjórar og sjö blaðamenn. Attatíu árgangar af Samvinn- unni, sem taka um tvo metra innbundnir í bókahillu - það er verk þessara manna. Dagarnir koma ekki allir í einum böggli, segir gamalt máltæki og á vel við útgáfu blaða og tímarita. Svo vanmáttugt sem hvert hefti tímarits þykir, þegar það sér dagsins ljós, er líkt og því vaxi ásmegin, um leið og það er orðinn partur af þykku bindi í bókaskáp. Þá fyrst er hægt að gera sér grein fyrir stefnu ritsins, þróun þess og ferli; sjá hvernig það breytist með árunum í takt við tíðaranda og tísku; hvernig útlit þess batnar með æ fullkomnari prenttækni; hvernig hver ritstjóri setur svipmót sitt á síðurnar eftir 81967 SAM VINNAN Sigurður A. Magnússon var ritstjóri Samvinnunnar 1967-1974 og í hans tíð fjall- aði ritið meira en áður um menningar- og þjóðfélagsmál almennt og var ákveðið efni tekið til umfjöllunar í hverju hefti. áhugamálum sínum, smekk og jafnvel skapgerð. Otal spurningar vakna við slíka könnun: Hvenær hefur ritið verið best? Og hvenær hefur það verið lakast? En hvað sem mannjöfnuði milli ritstjóra líður og misjöfnum skoðunum á einstökum tímabilum í sögu Samvinnunnar, þá er það staðreynd, að sem heild er ritið ómetanleg heimild um sögu samvinnuhreyfingarinnar. Það geymir besta minnisvarðann um baráttumenn samvinnustefnunnar fyrr og síðar - þeirra eigin orð. Og orð eru til alls fyrst. # Hlutverk á nýrri öld Fyrsta eiginlega verkefni Sambandsins var að hefja útgáfu Samvinnunnar. Ef það heillaspor hefði ekki verið stigið, væri samvinnuhreyfingin í núverandi mynd sinni ef til vill ekki til. Frumherjunum tókst að gefa landsmönn- 14

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.