Samvinnan - 01.12.1986, Page 18

Samvinnan - 01.12.1986, Page 18
AF SÍÐUM SAMVINNUNNAR Snjór fyrir norðan — sigling að austan EFTIR HAUK SNORRASON 'w' desemberbyrjun liggur snjór yfir öllu Norður- og I Austurlandi, svo að hvergi sést á dökkvan díl á há- lendinu, en niður við sjóinn má eygja dimma rönd og út frá henni einstaka fjallakolla skjóta skallanum upp úr samfelldri breiðunni. Farþegi í flugvél, sem flýgur sem leið liggur frá Reykjavík norður í land, sér ekkert nema hvíta ábreiðu svo langt sem augað eygir, en á einstaka stað er línan rofin af dökkum skuggum, þar sem hæstu fjöllin teygja sig móti skáhöllum sólargeislunum. í bæjum og þorpum norðan lands og austan er þetta kyrrstöðutímabil. Frostin og snjóarnir stöðva bygginga- vinnuna, og vertíðin er ennþá ekki hafin. Verka- mennirnir eru á snöpum eftir ígripum, verzlanirnar tjalda því, sem til er, í útstillingargluggunum, en nú er það orðið af skornum skammti. Heiðar eru ófærar bílum og samgöngur milli byggða liggja niðri að mestu leyti. Skammdegið og snjóþunginn liggja eins og mara á fólk- inu; hraðinn í umferð og starfi frá sumrinu smáfjarar út. # Skóli fyrir forstjóra Þannig gengur það í þorpum og sveitum Norður- og Austurlandsins á þessari árstíð. Og farþeginn í flugvél- inni frá Reykjavík undrast drungann, því að suður við Faxaflóann er líf og fjör; þar hamla ekki snjóar umferð, og þar er líka dagurinn lengri. Alla leið upp í Borgar- fjörð er landið autt; það er fyrst, þegar halla tekur upp úr Borgarfjarðardölunum, að um skiptir og mjöllin tekur að hylja lögun landsins. í Reykjavík liggja mörg skip við bryggjur, þar loga ljós í átta hundruð búðargluggum, niður við höfnina er ys og þys og á Laugaveginum og í Austurstræti bregður fólk sér inn í uppljómaðar búðirnar og lítur á nýjustu vörurnar frá Ameríku og Evrópu, rétt komnar upp úr skipinu. Snjóalög, samgönguleysi, kyrrð og vetrar- drungi tilheyra ekki þessu umhverfi; þetta er allt fjarlægt íbúum höfuðstaðarins við Faxaflóa, minnir aðeins á frá- sagnir gamla fólksins um harðindaárin á liðinni öld og skemmtilega lýsingu í nýútkominni bók frá lífinu í Grænlandi og svaðilförum landkönnuða. Ef til vill á hin undarlega íslenzka veðrátta sinn þátt í skilningsleysi valdhafa þessa lands á lífi og þörfum fólksins, sem byggir norður- og austurstrendurnar; meg- inlandsveðráttan inn til fjarða og dala er ókunn þeim mönnum, sem hafa alið aldur sinn í hinu rakametta lofti Faxaflóabyggðanna, þar sem aldrei festir snjó til lengdar. Kannske væri það hollur skóli, að forstjórar op- inberra stofnana dveldu á Reyðarfirði, Akureyri eða ísafirði og stýrðu velferð landsins þaðan, þegar skamm- degið er mest.

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.