Samvinnan - 01.12.1986, Qupperneq 18

Samvinnan - 01.12.1986, Qupperneq 18
AF SÍÐUM SAMVINNUNNAR Snjór fyrir norðan — sigling að austan EFTIR HAUK SNORRASON 'w' desemberbyrjun liggur snjór yfir öllu Norður- og I Austurlandi, svo að hvergi sést á dökkvan díl á há- lendinu, en niður við sjóinn má eygja dimma rönd og út frá henni einstaka fjallakolla skjóta skallanum upp úr samfelldri breiðunni. Farþegi í flugvél, sem flýgur sem leið liggur frá Reykjavík norður í land, sér ekkert nema hvíta ábreiðu svo langt sem augað eygir, en á einstaka stað er línan rofin af dökkum skuggum, þar sem hæstu fjöllin teygja sig móti skáhöllum sólargeislunum. í bæjum og þorpum norðan lands og austan er þetta kyrrstöðutímabil. Frostin og snjóarnir stöðva bygginga- vinnuna, og vertíðin er ennþá ekki hafin. Verka- mennirnir eru á snöpum eftir ígripum, verzlanirnar tjalda því, sem til er, í útstillingargluggunum, en nú er það orðið af skornum skammti. Heiðar eru ófærar bílum og samgöngur milli byggða liggja niðri að mestu leyti. Skammdegið og snjóþunginn liggja eins og mara á fólk- inu; hraðinn í umferð og starfi frá sumrinu smáfjarar út. # Skóli fyrir forstjóra Þannig gengur það í þorpum og sveitum Norður- og Austurlandsins á þessari árstíð. Og farþeginn í flugvél- inni frá Reykjavík undrast drungann, því að suður við Faxaflóann er líf og fjör; þar hamla ekki snjóar umferð, og þar er líka dagurinn lengri. Alla leið upp í Borgar- fjörð er landið autt; það er fyrst, þegar halla tekur upp úr Borgarfjarðardölunum, að um skiptir og mjöllin tekur að hylja lögun landsins. í Reykjavík liggja mörg skip við bryggjur, þar loga ljós í átta hundruð búðargluggum, niður við höfnina er ys og þys og á Laugaveginum og í Austurstræti bregður fólk sér inn í uppljómaðar búðirnar og lítur á nýjustu vörurnar frá Ameríku og Evrópu, rétt komnar upp úr skipinu. Snjóalög, samgönguleysi, kyrrð og vetrar- drungi tilheyra ekki þessu umhverfi; þetta er allt fjarlægt íbúum höfuðstaðarins við Faxaflóa, minnir aðeins á frá- sagnir gamla fólksins um harðindaárin á liðinni öld og skemmtilega lýsingu í nýútkominni bók frá lífinu í Grænlandi og svaðilförum landkönnuða. Ef til vill á hin undarlega íslenzka veðrátta sinn þátt í skilningsleysi valdhafa þessa lands á lífi og þörfum fólksins, sem byggir norður- og austurstrendurnar; meg- inlandsveðráttan inn til fjarða og dala er ókunn þeim mönnum, sem hafa alið aldur sinn í hinu rakametta lofti Faxaflóabyggðanna, þar sem aldrei festir snjó til lengdar. Kannske væri það hollur skóli, að forstjórar op- inberra stofnana dveldu á Reyðarfirði, Akureyri eða ísafirði og stýrðu velferð landsins þaðan, þegar skamm- degið er mest.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.