Samvinnan - 01.12.1986, Qupperneq 23

Samvinnan - 01.12.1986, Qupperneq 23
uxu og fjölmennar stéttir urðu til, sem lifðu í fátækt og vesæld. Konungar sátu einvaldir í flestum höfuðborgum álfunnar, en þátttaka þjóðanna í stjórn landsmála var lítil sem engin. Á öndverðu ári 1848 var gerð bylting í Frakklandi, febrúarbyltingin, og konungi steypt af stóli. Barst sú byltingáralda eins og eldur í sinu um alla álfuna, svo að hásæti gamalla konungsætta riðuðu. Fað voru þessar bylgjur, sem um síðir náðu alla leið til íslands stranda. Áhrif þessara byltinga og vakningaröldu á ríki Dana- konunga urðu næsta sérkennileg. Sjálfir voru Danir bún- ir að fá nóg af einveldi, og þeir losnuðu við það án stórá- taka. Kristján áttundi lézt í janúar og ráðlagði í banaleg- unni syni sínum að veita þjóðinni nýja stjórnarskrá. Friðrik sjöundi byrjaði því stjórnarferil sinn á að lofa stjórnlagaþingi, og frjálslynd stjórn tók við völdum af hinum gömlu gæðingum hins látna konungs. En nú fengu Danir annað að hugsa um. Hertogadæm- in Slésvík og Holtsetaland voru hluti af konungsríkinu, og nú risu hinir þýzku íbúar í þessum héruðum upp og kröfðust frelsis og sameiningar við Þýzkaland. Danir litu heldur öðrum augum á að veita Þjóðverjum það, sem þeir höfðu svo nýlega hlotið sjálfir, og leiddi deila þessi innan skamms til styrjaldar. Nú sást gleggst, hversu skammt hin íslenzka þjóðfrels- ishreyfing var á veg komin. Margt er svipað með afstöðu hinna þýzku íbúa hertogadæmanna og íslendinga innan hins danska konungsríkis, og hefði því mátt ætla, að ís- lendingar hefðu að minnsta kosti samúð með Þjóðverj- um og gerðu svipaðar kröfur, þótt þeir hefðu hvorki styrk af mannfjölda eða vopnabúnaði. En að því er bezt verður séð, var samúð íslendinga öll með Dönum í þeirri styrjöld, er háð var. Nokkrir Hafnar-íslendingar gengu í her og flota Dana, og hér heima var safnað fé til styrktar ekkjum hermanna og börnum þeirra. Reykjavíkurpóst- inum þótti leitt, að íslendingar gátu vegna fátæktar sinn- ar ekki veitt frekari aðstoð, og Rosenörn amtmaður gaf landsmönnum vottorð um gott og konunghollt hugarfar. Það var hin mesta goðgá í Reykjavík (sem að vísu var nær danskur bær) að hylla Þjóðverja, og aðeins Jón Sig- urðsson leyfði sér í sendibréfi að vera dálítið spotzkur í tali um hernað Dana. Meðan Danir áttu fullt í fangi með Þjóðverja á víg- stöðvunum í hertogadæmunum, voru þeir hinir blíðustu í garð íslendinga. Sumarið 1848 gengu kviksögur um það í Kaupmannahöfn, að blóðug bylting geysaði á íslandi og hefði byrjað á Þingvöllum. Danska stjórnin hefur vilj- að mikið til vinna, að ekki kæmi til frekari vandræða í ríkinu, og var því nú lofað, að engar endanlegar ákvarð- anir um stöðu íslands yrðu teknar, fyrr en Islendingar hefðu sjálfir lýst vilja sínum á fundi í landinu sjálfu. Þetta var loforðið um þjóðfundinn, sem þó var ekki haldinn fyrr en tæplega þrem árum síðar. íslendingar fengu nokkra fulltrúa á stjórnlagaþing Dana, þó alla konungkjörna. Voru þeir fyrst í nokkrum efa um það, hvort rétt væri af þeim að sækja þingið, en fóru þangað í þeim fróma ásetningi að fyrirbyggja, að minnzt yrði á Island í hinni nýju, dönsku stjórnarskrá. Stjórnin valdi og ágætismenn til setu á þinginu, svo sem Jón Sigurðsson, Brynjólf Pétursson, Jón Guðmundsson og Konráð Gíslason. (Aðeins Jón Johnsen er hér undan- Málverk af Þjóðfundinum 1851 eftir Gunnlaug Böndal listmálara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.