Samvinnan - 01.12.1986, Side 24

Samvinnan - 01.12.1986, Side 24
Þjóðfundurinn og aðdragandi hans skilinn, en hann var dómari í Álaborg, og var, að því er Jón Sigurðsson segir, símasandi án þess að hafa nokkuð að segja). Fulltrúum þessum tókst að koma í veg fyrir, að ísland yrði nefnt á nafn, og beittu þeir oft hinum hyggilegustu aðferðum til þess. • Hugvekja til íslendinga Nú er að segja frá því, hvernig íslendingar fréttu af þess- um atburðum og hver áhrif þeir höfðu á þá. Það mun hafa verið í byrjun marz, sem kanónuskot tilkynnti hin- um 1100 íbúum Reykjavíkurbæjar, að póstskipið væri á förum til Kaupmannahafnar, en ekki var það fyrr en 14. apríl, sem fyrsta skip kom að utan. Má nærri geta, aðþað þótti flytja tíðindi. Jón Sigurðsson var fljótur að bregða við eftir atburð- ina í Evrópu í janúar og febrúar. Hann skrifaði „Hug- vekju til íslendinga“, hina gagnmerku grein sína, sem Hannes Hafstein kallar Bjarkarmál þeirrar stjórnmála- baráttu, sem hófst með henni. Þessa ritgerð fengu ís- lendingar í hendur jafnhliða fyrstu fregnum af því, sem gerzt hafði. Hér gefst því miður ekki rúm til að rekja efni þessarar sögulegu ritgerðar. En Jón leggur í henni grundvöll að þeim kröfum, sem íslendingar geti gert og eigi að gera, rökstyður þær, bendir á þær leiðir, sem Danir kunni að fara gagnvart íslandi og hvernig íslendingar eigi að bregðast við þeim. Jón hefur sýnilega skilið það, að leiðtogar mega ekki spretta úr spori á undan þjóðum sínum, og hann miðar greinina við þann þroska, sem ís- lendingar þá höfðu náð í stjórnmálum, og meira ekki. Hann undirstrikar og ítrekar, að hann sé ekki að berjast fyrir viðskilnaði við Dani, heldur vilji hann koma á þeirri skipan, er „. . . gjöri sambandið við Danmörku það fast- ast sem það getur orðið“! Enda þótt Jón skýrði eðli sjálfstæðismálsins, lýsti hugsanlegri stefnu Dana og markaði ótvírætt þá leið, sem íslendingar ættu að fara, skorti mikið á, að allur þorri landsmanna áttaði sig á því, sem var að gerast, og jafnvel leiðandi menn gerðu sér ekki fyllilega ljóst, hvernig þeir ættu að bregðast við. Enda verður ekki sagt, að íslendingar hafi hlaupið til vopna, eins og höfundar flugufregnanna, sem gengu um Kaupmannahöfn, ímynduðu sér. Um miðjan apríl höfðu landsmenn fregnir af því, sem gerzt hafði ytra, ásamt hinni snilldarlegu hvatningar- og leiðbeiningagrein Jóns Sigurðssonar. En það var ekki fyrr en í júlímánuði, að haldinn var fyrsti fundurinn um málið í Reykjavík. Á þeim fundi var gerð samþykkt, sem lagði blessun sína yfir gerðir stjórnarinnar, nema hvað óskað var, að íslendingar fengju að kjósa fulltrúa á stjórnlagaþingið, sem stjórnin vildi hafa konungkjörna. Fundarmenn hafa því ekki áttað sig á meginatriðum þeirrar stefnu, sem Jón Sigurðsson hafði markað, sem var fyrst og fremst stjórnlagaþing í landinu sjálfu, enda segir Jón um þetta atriði, að það sé „furðanlegt, að það skyldi verða barið niður á fundi 24 menntaðra íslend- inga.“ Tveir menn voru óánægðir með gerðir fundarins í Reykjavík, þeir Hannes Stephensen og Jón Guðmunds- son, og boðuðu þeir nú til Þingvallafundar um málið í byrjun ágúst. Enn voru undirtektir daufar, og mættu aðeins 19 menn, en samþykkt þeirra var algerlega í anda Jóns. Um þennan fund skrifar Jón og ræðir hina litlu þátttöku: „Sumir kunna að hafa hugsað, að allt þetta fyrirtæki væri hreinasta heimska og til einskis gagns“. Hér er deyfðin og skilningsleysið enn á ferð, en Jón ör- væntir ekki, og segir: „Þetta sýnir þó reyndar ekki annað en það, að menn eru öldungis óvanir öllum þjóðfundum og almennum samtökum, og heldur seinir á sér og daufir aðkomu . . .“ Samþykkt Þingvallafundarins gekk nú um landið sem bænaskrá, og undirrituðu hana um 2500 manns, enda þótt sumum hafi þótt hún ganga helzt til langt. Hún hef- ur því haft mjög mikið áróðursgildi, er hún var flutt um landið, og hefur vafalaust vakið menn til umhugsunar. Næsta vetur var Jón Sigurðsson óþreytandi í bréfaskrift- um sínum og eggjaði hann menn óspart. Þingvallafund- urinn sýnir, að hann átti nú góða liðsmenn, er unnu markvisst að því að vekja þjóðina, enda tók nú þessi starfsemi að bera ávöxt. Sumarið og haustið 1848 urðu línur æ skýrari í hinu mikla baráttumáli þjóðarinnar, og jafnframt því, sem al- menningur áttaði sig á málinu, skiptust menn í tvo flokka, enda þótt ekki væru þeir skipulagðir. Tvö blöð hófu útkomu í Reykjavík, Þjóðólfur, sem var lifandi og fjörugt málgagn sjálfstæðismanna, undir ritstjórn séra Sveinbjarnar Hallgrímssonar, og á hinn bóginn Reykja- víkurpósturinn, sem vildi sterkt samband við Dan- mörku. Jukust nú umræður um málin og urðu allheitar, eins og sjá má af því, er nokkrir Reykvíkingar tóku ein- tök af Þjóðólfi og brenndu þau! Þegar vorar 1849 hefur viðhorf þjóðarinnar tekið stökkbreytingum og vakningin breiðist mjög út um landið. Þá eru haldnir fundir heima í héruðum og þaðan sendir fulltrúar til Þingvallafundar 28. og29. júní. Voru þar mættir 180 fulltrúar og höfðu þeir meðferðis 17 sam- þykktir frá héraðsfundunum. Var nú gerð áskorun þess efnis, að alþingi, sem koma skyldi saman þetta sumar, gengi frá kosningalögum til þjóðfundar, er síðan gengi frá stjórnarskrá fyrir landið. Alþingismenn, sem að þessu sinni höfðu fyrir framan sig 58 áskoranir, flestar um sjálfstæðismálið, þurftu ekki að efast um óskir þjóðarinnar. Þeir sýndu og röggsemi á þessu þingi, og sátu ekki auðum höndum, þótt Jón Sig- urðsson og Páll Melsteð konungsfulltrúi væru meira en tvo mánuði í sjóhrakningum á leið sinni frá Höfn til Reykjavíkur. Höfðu þeir þegar samið kosningalaga- frumvarp, er Melsteð lagði fram frumvarp stjórnarinn- ar, og kváðu þingmenn blátt nei við öllum óskum um að ræða hið danska frumvarp, en héldu fast við sitt eigið. Fór svo, að stjórnin lagði blessun sína yfir það. # Uppreisnarandi Það erfreistandi að halda því fram, að „andinn frá 1848“ hafi náð út til íslands 1849 og 1850. Var þá sýnileg ólga í landsmönnum, og á einstaka stað sauð upp úr. Má nefna Norðurreiðina frægu í Skagafirði sem dæmi þess, er bændur afhrópuðu amtmann sinn, hrópuðu „Lifi þjóð- frelsið! Niður með kúgarana!" í janúar 1850 var pereatið í Latínuskólanum, að vísu mál, er ekki snerti þjóðfrels- ið, en sýndi þó nokkurn uppreisnaranda. Loks gerðist Þjóðólfur svo róttækur, að stjórnarvöldin kröfðust rit- skoðunar á blaðinu og hindruðu loks prentun þess í einu prentsmiðju landsins. Ritstjórinn, séra Sveinbjörn, var 24

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.