Samvinnan - 01.12.1986, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.12.1986, Blaðsíða 25
Jón Sigurðsson forseti. Vér mótmælum iillir! Hér fer á eftir fundargerð hins sögulega fundar, er Trampe greifi sleit þjóðfundinum. 16. fundur, 9. d. ágústm. Allir á fundi. Gjörðabók frá síðasta fundi lesin og samþykkt. Konungsfulltrúi: Fundur þessi hefur nú þegar staðið í 5 vikur, og er nú sá dagur kominn, að störfum fundarins, eftir því sem ég þann 22. f. m. lét yður vita, átti að vera lokið. Fundurinn hefur fengið nægan tíma til þess að ræða og segja álit sitt um þau 3 mál, sem ég, eptir skipun vors allramildasta konungs, lagði fyrir fundinn. Það er því harla leiðinlegt, að fundurinn hefur ekki lokið ætlunarverki sínu, og má eingöngu um það kenna aðferð fundarins. Fundurinn hefur varið óviðurkvæmilega laungum tíma, til að búa til þingsköp, og það enda þótt fundurinn hefði álitið þingsköp alþingis ónóg fyrir sig, er það samt víst, að ekki var rétt að búa til öldungis ný þingsköp. og það því síður, sem einúngis var um einn fund að gjöra. Fundurinn hefur þar að auki samþykkt þau þingsköp, sem lángt um fremur hafa tálmað aðgjörðum hans, heldur en þingsköp alþingis hefðu gjört. Fundurinn hefur ekki notað þá kraptana, sem hann hefur haft yfir að ráða; jafnvel þó fundarmenn séu margir, hefur fundurinn þó hartnær falið þeim sömu mönnum að fjalla um öll þau mál, sem fyr- ir fundinn hafa verið lögð; þessi aðferð hefur haft það í för með sér, sem og er eðlilegt, að þeir, sem í nefndirnar voru kosnir, hafa ekki getað lokið af starfa sínum á þeim tíma, sem 3 nefndir, sem hefðu haft sína nefndarmenn hver, hefðu getað leitt málið til lykta. Einúngis eitt af þeim málum, sem fundurinn fékk til umræðu, er á enda kljáð; hin tvö önnur: „Um stöðu íslands í ríkinu", og „Um kosningar til alþingis", eru enn þá óbúin. Um hið síðarnefnda mál er enn þá alls ekki komið nefndarálit til fundarins, og hvað hið fyr nefnda mál snertir, þá eru að vísu 2 nefndarálit komin um það til fundarins í fyrradag; en álit meiri hluta nefndarinnar er svo úr garði gjört, að fundurinn ekki hefur nokkra heimild til, að taka það til umræðu, og máli þessu gæti því ekki orðið frekarframgengt, nema því að eins, að því væri vísað aptur til nefndarinnar til nýrri og lög- legri meðferðar. Þessi tvö mál eru þannig líkt á veg komin, og þá eg lagði þau fyrir fundinn, og lengíng þingtímans um fáa daga, en ekki getur verið tiltökumál nema aðeins um fáa daga. gæti því ekki haft annan árángur en þann, að landið fengi að bera fleiri útgjöld til ein- skis gagns, en þegar hvíla á því. Til að baka landi þessu fleiri óþarfa útgjöld, en orðið er, finn eg alls ekki ástæðu, og mun eg því, samkvæmt þeim myndugleika, sem vor allramildasti konúngur hefur gefið mér til þess, og sem ég hef lagt fyrir fundinn, nú þegar enda fund þennan, og lýsi ég því yfir í nafni konúngs..." (J. kandíd. Sigurðsson: Má ég biðja mér hljóðs, til að forsvara aðgjörðir nefndarinnar og þingsins? Forseti: Nei.) „. . . að fundi er slitið." J. kandíd. Sigurðsson: Þá mótmæli ég þessari aðferð. Konungsfulltrúi (um leið og hann og forseti gengu burt úr sætum sínum): Ég vona, að þingmenn hafi heyrt, að éghefslitiðfundinum í nafni konúngs. “ J. kandíd. Sigurðsson: Ogégmótmæli / nafni konúngs ogþjóðar- innar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til að klaga til konúngs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi.“ Þá risu upp þingmenn, og sögðu flestir í einu hljóði: Vér mótmœlum allir! Á meðan þessu fór fram, þokuðust þeir konungsfulltrúinn og forseti út úr þingsalnum; en er þeir voru komnir út, kallaði einn þingmanna: „Lengi lifi konungur vor, Friðrekur liinn sjöundi!" Og tóku þingmenn undir í einu hljóði. Síðan var gengið af fundi. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.