Samvinnan - 01.12.1986, Page 27
Nú haföi gerst sá atburður,
er fyllti hjörtu Islendinga ást á málstað sínum,
vakti þá að fullu af löngum dvala.
komu að Latínuskólanum 4. júlí, var húsið lokað og eng-
inn maður sjáanlegur. Póttist Trampe ekki hafa fengið
skipun sem konungsfulltrúi, en setti þó fundinn næsta
dag. Verður gangur mála þar ekki rakinn hér, en fundar-
gerð síðasta fundarins, sem birt er með grein þessari,
gefur nokkra hugmynd um anda fundarins undir lok
hans.
íslendingar höfðu fyrir þjóðfundinn frétt á skotspón-
um um frumvarp dönsku stjórnarinnar, en þegar þeir
sáu það, reyndist það stórum verra en þeir höfðu gert sér
í hugarlund. Það var þegar augljóst að um samkomulag
yrði ekki að ræða, enda taka fulltrúarnir hina skelegg-
ustu afstöðu og mótmæla harðlega forsendum hins
danska frumvarps. Trampe hefur fylgzt vel með gangi
málsins, því að hann slítur fundinum, áður en aðalum-
ræður um stjórnarskrármálið hefjast, en þær hefðu
væntanlega orðið eftir að nefnd hafði skilað málinu til
fundarins.
Það hefur verið einmanaleg og döpur veizla, sem
Trampe greifi hélt kvöldið 9. ágúst. Hafði hann boðið
öllum fundarmönnum til fagnaðarins, en aðeins fjórir af
fimm konungkjörnum fulltrúum mættu, enginn hinna.
Hinir fulltrúarnir komu saman í klúbbnum og ræddu við-
burði dagsins. Byrjuðu þeir á því að skrifa alvarlegt
ávítubréf til Páls Melsteð, sem þeir höfðu kjörið forseta
fundarins, fyrir afstöðu hans í því embætti.
Gleðíleg jól
og farsælt bomandí ár
þökkum viðskiptin á liðnum árum.
KAUPFÉLAG KRÓKSFJARÐAR
Króksfjarðarnesi
• Þjóðin sameinaðist
Það má nærri geta, að hvert mannsbarn í landinu fylltist
gremju við fréttirnar af fundinum. Nú hafði gerzt sá at-
burður, er fyllti hjörtu íslendinga ást á málstað sínum,
vakti þá að fullu af löngum dvala. Nú vissu þeir, hvert
stefna bar, nú þekktu þeir leiðtoga sína - og fjandmenn
sína í sjálfstæðisbaráttunni.
Það er einmitt þetta, sem telja má mikilsverðasta
ávöxt þeirra atburða, sem hér hefur verið greint frá. Því
miður fékk þjóðin engar réttarbætur, en hún lærði að'
þekkja sinn vitjunartíma og sameinaðist í baráttu sinni.
Vel mætti rita langt mál um eftirköst þjóðfundarins,
en hér er ekki rúm til þess. Hefur verið lögð aðaláherzla
á að rekja aðdraganda fundarins, og leiða í ljós, hverjum
stökkbreytingum viðhorf þjóðarinnar tók á þessu tíma-
bili, hversu skilningssljóir og áhugalitlir landsmenn voru
á þessum málum 1848, og hvernig þjóðin fylkti sér full
áhuga og eldmóðs 1851.
Ef íslendingar hefðu ekki tekið gagnsókn dönsku
stjórnarinnar 1851 með þeirri festu og framsýni, sem
þeir gerðu á þjóðfundinum, getur vel verið, að öll sjálf-
stæðisbaráttan eftir það hefði orðið lengri og erfiðari.
Hefðu þeir brugðizt þá og gengizt undir þau lög af fúsum
vilja, sem Danir óskuðu eftir, hefði getað reynzt örðugt
að vekja réttlætiskröfur þjóðarinnar á nýjan leik. +
Óskum starfsfólki
og viðskiptamönnum öllum
gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári
Þökkum viðskipti á liðnu ári
KAUPFÉLAG SKAFTFELLINGA
Vík í Mýrdal
27