Samvinnan - 01.12.1986, Blaðsíða 30
Hátíðir á hausti
hins dulræna og hugað að dýpri rökum. Kannski voru
margar hugmyndir manna barnalegar, eins og alltaf,
þegar maðurinn reynir að kanna hið óþekkta og gera sér
grein fyrir hinu yfirskilvitlega. En sú er þó einasta leið
manns til þroska og barnsleg einfeldni hans er úthverfa
djúprar þrár að leita þess, sem æðra er og fullkomnara.
• Veröld úr skorðum með veðrum vetrar
Svo mjög sem uppskeran tók hugann fanginn á haust-
dögum var hitt ekki síður íhugunarefni, að veður gerð-
ust þá válynd og Vetur konungur undurbjó komu sína í
mannheim. Þótti mönnum sem þá gengi heimur allur úr
skorðum og lífi þeirra og tilveru ógnað. Var þá til ýmissa
ráða gripið að tryggja farnað. Oftast var til þess gripið að
halda einhvers konar hátíð eða hafa um hönd vígslur, ef
verða mætti til árs og friðar. Ekki voru hátíðir þessar all-
ar á sama árstíma, enda misjafnt, hvenær vetur leggst að
í hinum ýmsu löndum. Sameiginíegt þeim öllum eða
flestum var hugmyndin um átök við hin illu og ótömdu
öfl tilverunnar.
# Óvætturin Sedna
Á norðurheimskautaslóðum leggst haustið að með mikl-
um stormum og stórviðrum. Það er trú manna, að þá æði
óvætturin Sedna í vígaham. Takmark hennar er að eyða
byggð og veiði. Er þá það ráð upp tekið, að spáprestar
hefja særingar miklar og ógnþrungnar vígslur. Hafa þeir
reipi mikið, sem vafið er upp, þó þannig, að op myndast
efst og skal tákna öndunarholu sela, því hér er selveiðin
í veði, ef ófögnuði þessum verður ekki komið fyrir katt-
arnef. Prestur hefur spjót í hendi og beinir oddi þess að
holunni, en þar mun illvætturin leita útgöngu. Upphefst
nú söngur mikill og hávaði. Er talið, að Sedna renni á
hljóðið. Stingur spáprestur spjótinu niður um reipishol-
una ótt og títt. Lýsir hann atlögunni og árásunum. Geng-
ur svo langa stund. Finnst mönnum sem drunur miklar
heyrist. Að lokum fer þó svo, að sigur vinnst. Sedna
hverfur til Helheima, veðurhamurinn hefur verið yfir-
unninn. Þó má um stund gæta fyllstu varúðar. Skal hver
íbúi hafa verndargrip. Er þeim komið fyrir í höfuð-
búnaði. Verndargripirnir eru búnir til úr dulum fyrstu
klæðanna, búnaði reifabarna.
• Draumatíminn mikli
Þannig mæta nágrannar okkar, Eskimóarnir, hausti.
Upphaf vetrar er sumsstaðar á jörðunni nefnt „drauma-
tíminn mikli“. Er myrkrið leggst að og veður spillast,
breytist sálarlíf mannsins, er talið. Menn verða þá næm-
ari fyrir draumum og sýnum. Skapið breytist líka, að því
er talið er, og nokkra stund eru menn jafnvel ekki álitnir
FlOlVITTC VÖRUHÚSIÐAÐ
U vJlrl U LAUGAVEGI91
KAUPFELAG REYKJAVIKUR OG NAGRENNIS
Á BOÐSTÓLUM Á EINUM STAÐ
LEIKFÖNG GJAFAVARA FATNAÐUR SKÓR BÚSÁHÖLD HEIMILISTÆKI
LEITIÐ EKKI LANGT YFIR SKAMMT
30