Samvinnan - 01.12.1986, Page 31

Samvinnan - 01.12.1986, Page 31
Sá metur sjálfan sig minnst, sem þekkir sig best. Hann veit takmörk sín og þekkir galla sína og bresti. með réttu ráði. Veðrin hörðu gera menn uppreisnar- gjarna og vanstillta. Meðal frumstæðra manna er af þessu tilefni efnt til sérstæðrar hátíðar að reka burt hið illa, sem sagt er að þá ásæki mannfólkið. Drauma- ráðningar er meginþáttur hátíðahaldsins. Eru þessar draumaráðningar eins konar keppni. Sá, sem ekki ræður draum svo fullnægj andi sé, er á valdi þess, sem drauminn bar fram, og má af honum þola þá refsingu, sem hann kýs. Sá, sem ræður draum að fullu, sigrar hins vegar og hefur leyst vanda draumamannsins. Með drauma- ráðningum og refsingum leysa mennirnir sig undan því valdi myrkurs og nauða, sem þjakar þá. 0 Septemberhátíðin Forn hausthátíð var haldin meðal frumbyggja Ameríku, septemberhátíðin. Ýmsir sjúkdómar voru taldir fylgja haustinu og vetrinum. Þeim ófögnuði þurfti að bægja burt. Með nýju tungli á hausti var haldin hátíð. Til há- tíðahaldanna voru bakaðar hveitikökur af tveim gerðum. í aðra gerðina var haft blóð úr börnum á aldrin- um 5 til 10 ára, en börnum þessum var vakið blóð milli augnabrúna. Hin kökugerðin var án blóðs. Er menn komu saman til hátíðahaldsins voru blóðkökurnar fram teknar fyrst. Struku menn sig alla með kökunum og töldu hreinsunarsið, hið illa og óhreina skyldi fjarlægt. Gekk svo fram um hríð. En er fyrstu geislar morgunsólar komu í ljós, hófu menn upp bænarákall og báðu sér árs og friðar. Neyttu síðan af brauðinu, sem bakað var án blóðs. Þá voru menn alvopnaðir gerðir út og skyldu hlaupa í höfuðáttirnar fjórar og reka flótta hinna illu anda, sem taldir voru valda sjúkdómum og hörmum vetrarins. # Hin mikla þagnarhátíð Þá þekktist sums staðar sá siður við komu vetrar að halda mikla þagnarhátíð. Stóð hún stundum í 4 vikur samfleytt. Skyldi eins mikill hljóðleiki og hægt var ein- kenna líf manna. Forðast skyldi allar þrætur og það annað, sem gert gæti menn háværa. Ganga átti hljóðlega um og tala lágri dempaðri röddu. - Hljóðleiki þessi átti að stilla reiði veðurguða og illra anda og gera þá hljóð- láta. Hitt er svo annað mál, að þagnarhátíðinni lauk með miklum bægslagangi og ærslum, enda þótti þá tími til kominn að fá útrás fyrir innibyrgðar geðshræringar. • Hátíð dökka mánans Yfirleitt eru ærsli og umbrot einkenni hátíða á hausti og byrjun vetrar. Er það trú manna víða á jörðunni, að veðurhamurinn og hið ótamda í náttúrunni, sem þá brýst fram, eigi rætur að rekja til þess, að mannshugurinn sjálfur sé mettaður hinu illa og þurfi það að fá útrás, ef jafnvægi eigi að geta komizt á að nýju. - Þess vegna þarf að halda mikla gleðihátíð til að losa mennina við ófögnuðinn, hátíð, þar sem menn sleppa fram af sér dag- legum fjötrum og geta leikið og látið sem þá lystir. Slík hátíð er sums staðar kölluð hátíð dökka mánans. Sagt er, að lund manns og land sé varmt af vonzku og þurfi hún að brjótast út í ærslum eins dags. Annars staðar er komizt svo að orði, að innsiglið mikla sé lokað og lög gerð óvirk. Þegar ófögnuði þessum lýkur er heilagt band bundið umhverfis hús og borgir til merkis um sætt og frið við höfuðskepnurnar. • Að þekkja sjálfan sig Það er að sjálfsögðu óþarfi að taka fram, að þær hug- myndir, sem hér hefur verið á drepið og snerta haust og vetur, eru forn arfur úr heiðni kominn. En það er engu að síður til fróðleiks að kynnast þeim. Menning okkar er aðeins þunn himna yfir ólgudjúpi ótamdra tilfinninga og kennda. Vel má því vera, að sumt hinna fornu hug- mynda finni hljómgrunn í sál okkar eða að hinu leytinu veki okkur til umhugsunar og ályktana. En einmitt til þess eru hinar fornu myndir fram bornar hér. Vitringur- inn Þales var spurður: „Hvað er manninum erfiðast?" Hann svaraði: „Að þekkjasjálfan sig.“ Hitt mun ogrétt, sem annar vitringur sagði, að sá metur sjálfan sig minnst, sem þekkir sig bezt. Hann veit takmörk sín og þekkir galla sína og bresti. - Þó er alltaf rétt að hafa í huga að enda þótt við þekktum sjálfa okkur og vissum hvað við erum, veit enginn hvað við getum orðið. En ekki hvað þú ert heldur hvað þú verður, skiptir megin máli. ____ ♦ *Sú lífshátíð á vori, sem Vesturlandabúar þekkja bezt er Páskahá- tíð kristninnar. **Til eru fræðimenn, sem álíta hjarðmennsku síðar til komna en jarðyrkju. Óskum landsmðnnum ðllum CLEÐILEGRA JÓLA og farsældar á komandi ári Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum árum. KAUPFÉLAG HVAMMSFJARÐAR Búðardal 31

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.