Samvinnan - 01.12.1986, Page 32
AF SÍÐUM SAMVINNUNNAR
Þjóðskáld og þrjú dæmi
EFTIR PÁL H. JÓNSSON
Einar Benediktsson
— Frændi haföi fundið sitt skáld og þaö átti við hann brj'nt erindi.
Það var í þá daga, er lampi hékk á bita og baðstofan
var full af lífi ljóss og skugga. Rokkarnir voru
þagnaðir og kvöldlestri nýjustu skáldsögunnar
hætt í bili, því kvöldverkum þurfti að sinna.
Það var í þá daga, er kvöldvaka á sveitabæ var raun-
veruleg, áður en hún varð þjóðsaga og ævintýri. Hríð
buldi á þekju. Frostrósir á rúðum. Geigur myrkurs í
göngum og skúmaskotum. En baðstofan var gróðurland
og skjóldalur, kvöldvakan ævintýri hirðingjans.
# Til þín er mín heimþrá -
í þá daga voru bækur dýrgripir, næstum eins og helgur
dómur. Með hverri nýrri bók sem barst, kom andblær
ókunnra heima. Að bókarlestri loknum höfðu opnast
nýjar dyr.
Margar hinna nýju bóka voru vanþroska barnshuga
hulinn leyndardómur, torráðinn og ofviða, en allar
vöktu þær spurula löngun og þrá. Líka Skírnir, þegar
hann var leystur úr krossbandinu og upp úr honum skor-
ið æfðri smiðshendi með hárbeittum hnífi, svo að hvergi
sæi á musk eða misfella.
Rokkarnir voru þagnaðir um sinn. Það var leyfilegt að
skrafa og skvaldra. En frændi sat á stóli sínum, studdi
hönd að kinn og las, lágri djúpri bassarödd, meir fyrir
sjálfan sig en aðra. Pó mátti vel greina orðaskil, sem fyrr
en varði drógu til sín athygli, því það voru stór orð og
sterk, hreimmikil og hrynjandi, torskilin ungum dreng,
en með óravíddir veraldarinnar að bakgrunni.
„Til þín er mín heimþrá, eyðimörk ógna og dýrðar,
ásýnd af norðursins skapi í blíðu og stríðu.
Hjá þér eru yngstu óskir míns hjarta skírðar.
Útsær- þú berð mér lífsins sterkustu minning.
- Ég sé þig hvíla í hamrafanginu víðu;
ég heyri þig anda djúpt yfir útskaga-grynning.
Ofsinn og mildin búa þér undir bránni;
þú bregður stórum svip yfir dálítið hverfi,
þar lendingarbáran kveðst á við strenginn í ánni,
en upplit og viðmót fólksins tekur þitt gervi.“
32