Samvinnan - 01.12.1986, Qupperneq 33
í þá daga voru bækur
dýrgripir, næstum eins og
helgur dómur. Með hverri
nýrri bók sem barst
kom andblær
ókunnra heima.
Málverk af Einari Benedikts
svni eftir Gunnlaug Blöndal
listmálara.
Gömlu konurnar í baðstofunni kunnu ekki að meta
slíka kynngi. En frændi lét það ekki á sig fá. Hann hafði
fundið sitt skáld og það átti við hann brýnt erindi og
gagnkvæmt.
„En stoltastur ertu og stærstur í roki á haustin.
Strandmölin grýtir landið. Þú seilist í naustin.
Skýin, þau hanga á himninum slitin í tötra.
Það hriktir í bænum, eins og kippt sé í fjötra.“
Víst hrikti í bænum og hugir fólksins urðu sem færðir
upp á þráð. Kvæðið orkaði á það, líkt og afl þeirra ham-
fara, sem það þekkti af sjón og raun í harðri lífsbaráttu.
En frændi sat á stóli sínum, með hönd undir kinn og
mælti fram kvæði sitt, svo sem uppspretta þess væri í
hans eigin barmi.
„Og alltaf ég man þig um mánaóttuna langa;
þá mæna til stjarnanna skuggar eyja og dranga
og vefjast í löngum örmum, sem risi og rýgur, -
en röstin niðar í fjarlægð með blandaða strauma.
Þinn barmur aðeins hrærist og hljóðlega stígur,
er himneska segulfangið á móti þér hnígur.
- Andvaka haf, í ómi glitrandi stranda
aleinn ég dvel í stjörnuhöll minna drauma
og lifi að nýju þeim ljóma í róm og í anda. -
Mín léttustu spor eru grafin í þína sanda.“
Sem leikandi börnin á ströndu, er kætast og kvarta,
með kufung og skel frá þínu banvæna fangi,
ég teyga þinn óm frá stormsins og straumanna gangi,
stirnandi klökka djúp, sem átt ekkert hjarta.“
Þannig flutti Skírnir Útsæ Einars Benediktssonar á ís-
lenzkan heiðabæ, hörkuveturinn 1918. Sem framandi
gestur kom hann. Ef til vill var ekki nema einn af hverj-
um 10, sem hann átti brýnt og beint erindi við og varð
djúpt snortinn af töfrum hans og kynngi. Átti þá skap-
gerð og þann skilning, sem til hrökk. En enginn komst
hjá þeim samfundum samur og jafn. Allir höfðu orðið
fyrir nokkrum gjörningum af völdum skáldsins.
Ungur drengur stóð máttvana við stól frænda síns. Of-
vaxið var honum að skilja, utan það eitt, að hann hefði
orðið vitni að einhverju heillandi og stóru. Þetta voru
hans fyrstu kynni af skáldinu Einari Benediktssyni.
33