Samvinnan - 01.12.1986, Qupperneq 34

Samvinnan - 01.12.1986, Qupperneq 34
Þjóðskáld og þrjú dæmi • Ungt fólk á heimleið Mörg ár liðu. Tveir ferðafélagar stóðu á vegamótum, farkostslausir í von um miskunnsama Samverjann er hjálpaði þeim áleiðis. Bifreið kom og fararbeini var veittur af vinsemd og fórn, þó skipað væri í hvert sæti, en þar sem hjartarými er nóg, finnst alltaf úrræði. í bifreiðinni var ungt sveitafólk á heimleið af mann- fagnaði, ný kynslóð og allt önnur en kynslóð frænda míns fyrrum. Vegur var torsóttur og leiðigjarn. En við leiðanum fundust fljóttekin ráð. Ung kona hóf upp rödd sína og mælti ljóð af munni fram. Þryti hana minni tók annar við unz kvæðinu var lokið. Síðan tók við einn af öðrum og hvert kvæðið af öðru. För um leiðigjarnan veg varð að feginsferð. Og ljóðin voru öll af sama toga spunnin, frá sömu uppsprettu runnin: „Ég ann þínum mætti í orði þungu, ég ann þínum leik í hálfum svörum, grætandi mál á grátins tungu, gleðimál í ljúfum kjörum. Ég elska þig málið undurfríða, og undrandi krýp að lindum þínum. Ég hlýði á óminn bitra, blíða, brimhljóð af sálaröldum rnínurn." „Ég stari út yfir storð og mar; á steini ég sit, þar sem byrgið var, og hallast að hrundum þústum. Ég lít í kring yfir kot og sel, yfir kroppaðar þúfur, blásinn mel, og feðrafrægðina’ í rústum.“ „Nú er ei tóm fyrir dvala og draum. Dauðs manns hönd grípur fast um taum, svo hesturinn hnýtur og dettur, - hnykkir í svipan hnjám af jörð, heggur sköflum í freðinn svörð og stendur kyrr eins og klettur.“ Bifreiðin nötrar undan átökum við torleiðið. Þröngt er setið og óhæg eru sæti, sem tjaldað er til einnar ferðar. En hugirnir eru tendraðir og kveðist er á. „Hjóðnar í runnum og reykir dvína. Rjóður og heiður er svipur dags - á síðustu eykt til sólarlags. Suðrænan andar um Mývatnsstrandir. Nú hvílir svo vær þessi væna byggð um vatnamiðin sín, fáguð og skyggð. Og skúrabrúnirnar hýrna og hlýna við himinsins bros, - sem fer að dvína. En Slútnes, það ljómar sem ljós yfir sveit; öll landsins blóm, sem ég fegurst veit, um þennan lága, laufgróna reit sem lifandi gimsteinar skína. „Syng, Dettifoss. Syng hátt mót himins sól. Skín, hátign ljóss, á skuggans veldisstól. Og kný minn huga, gnýr, til ljóða er lifa, um leik þess mesta krafts, er fold vor ól. Lát snerta andann djúpt þinn mikla mátt, sem megnar klettinn hels af ró að bifa. Ég veit, ég finn við óms þíns undraslátt má efla mannleg hjörtu. Slá þú hátt, fosshjarta. Styrk minn hug og hönd að skrifa.“ Enginn bað um að þessi ljóð væru flutt, á þessum stað og við þessa aðstöðu. Neisti þeirra kviknaði við hrifn- ingu gleðifundar og góðs fagnaðar, varð síðan að eldi, sem logaði glatt um langa stund. Eldsneytið var óþrjót- andi. Unga fólkinu hljóp kapp í kinn og kepptist við að muna og minna á. „Lát hljóma, - svo þrái ég horfnar stundir, svo hjartað slái og taki undir og trega ég finni í taugum og æðum af týndri minning og glötuðum kvæðum, svo hrífist ég með - og hefjist í gleði. Mín hæsta sorg og mín æðsta gleði, þær hittast í söngvanna hæðum.“ „- Næturlog um allar áttir örvar senda á húmsins vegg. Svefnþung port og svartar gáttir sötra lýðsins neðstu dregg. Geislar flökta á fljóti hljóðu; fölvar bakkann skíma hálf. Dansar yfir mold og móðu myrkradís við ljóssins álf.“ Orðin voru sem neistaflug af eldtungum á vörum hins unga fólks. Einar Benediktsson hafði svo sannarlega ekki farið erindisleysu í sveit þess. Pund hans hafði ekki verið grafið þar í jörð. Skjólstæðingar ferðafólksins hlýddu á hugfangnir og undrandi, djúpt snortnir og þakklátir. „Sólin, hún roðnar rjóðast á mótum rökkurs og ljóss. Fyrsta ástin, sem rís frá rótum, rennur fastast til ólíks brjósts, - sem stormur á átt, sem fall af fljótum frá fjalli til sævaróss.“ „Er nokkuð svo helsnautt í heimsins rann sem hjarta, er aldrei neitt bergmál fann, - og nokkuð svo sælt sem tvær sálir á jörð, samhljóma í böli og nauðum? Ein barnsrödd getur um fold og fjörð fallið sem þruma af hamranna storð, eins getur eitt kærleikans almáttugt orð íshjartað kveðið frá dauðum.“ 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.