Samvinnan - 01.12.1986, Page 36

Samvinnan - 01.12.1986, Page 36
p r— AF SÍÐUM SAMVINNUNNAR Pólarnir í skáldskap Halldórs Laxness EFTIR SIGURÐ A. MAGNÚSSON Framlag Halldórs Laxness til íslenzkra bókmennta er æði margþætt, en þó mun það sennilega vera tvennt sem mestu varðar. Annarsvegar eru tök hans á íslenzku máli, hin frábæra stílsnilld sem segja má að hafi endurskapað tunguna, fært henni nýjan og marg- efldan þrótt sem lyftir verkum hans til hæstu tinda ís- lenzkrar frásagnarlistar. Stílleikni hans er ekki einungis máttug og seiðandi, heldur beinlínis lygilega frjó og fjöl- breytileg, þannig að með hverju nýju verki opinberar liann okkur áður óþekktar hliðar á skáldgáfu sinni. í því sambandi er ekki ófróðlegt að gera sér þess grein, að stílsnilld Halldórs er að miklu leyti áunninn eiginleiki, sem hann hefur ræktað og þjálfað með langri og strangri ögun, en sjálf málkenndin virðist á hinn bóginn vera honum ásköpuð ásamt frásagnargáfunni. • Hin sígildu stef í annan stað hefur Halldór Laxness unnið það mark- verða afrek að rekja svo til öll hin sígildu stef íslenzkra bókmennta á ferskan og nýstárlegan hátt. Hann hefur tekið til meðferðar sjávarþorpið, kotbóndann, alþýðu- skáldið, uppreisnarmanninn, draumsýn þjóðarinnar í niðurlægingunni, ódrepandi kjark lítilmagnans, hetju- söguna fornu, útþrána og frægðardrauminn, ævintýrið og paradísarleitina, skringilegheit og rótleysi nútímans. í vissum skilningi eru verk hans þverskurður af lífi þjóð- arinnar fyrr og síðar - þau endurspegla flest það sem máli skiptir í sögu og viðhorfum íslendinga. í þeim skiln- ingi er ævistarf hans einstætt í bókmenntunum. En þráttfyrir ótrúlega fjölhæfni Halldórs í stíl og yrkisefnum, ganga tvö meginstef einsog rauður þráður gegnum allan skáldskap hans. Þetta er í sjálfu sér ofur- eðlilegt, því yfirleitt er það svo, að hver höfundur leggur upp í lífið með ákveðin grundvallarviðhorf, sem mótazt hafa af uppeldi hans, erfðum og umhverfi. Þessi viðhorf taka að vísu margvíslegum ytri breytingum og koma fram í nýjum myndum, en kjarni þeirra er hinn sami. Kannski mætti líkja þessu við leikara sem kemur fram í mörgum og ólíkum gervum, en varðveitir jafnan sinn eigin kjarna. 36 Það er vitaskuld ævinlega varhugavert að kasta fram einföldum alhæfingum um jafnflókið viðfangsefni og bókmenntirnar eru, en ég ætla að hætta á það, þar sem ég fæ ekki betur séð en í verkum Halldórs Laxness séu tvö meginstef eða grundvallarviðhorf sem mynda gagn- stæða póla og skapa verkunum innri spennu. Þetta hefur orðið því skýrara sem lengra hefur liðið á skáldferil hans. # Taóismi Annar póllinn, og sá sem tvímælalaust stendur hjarta skáldsins nær, er táknaður með einstaklingum sem ég hef kennt við „taóisma" í allra rúmustu merkingu, afþví ég finn ekki aðra betri skilgreiningu. Hér er um að ræða einstaklinga sem eru einfaldir í viðhorfum og lífsháttum, jarðbundnir, grandlausir, sjálfum sér nógir, óháðir um- hverfi sínu, þjóðfélagi, stundtízku, almenningsáliti, fjármunum og öðrum hégóma heimsins. Þeir eiga innra með sér hugsjón eða draum sem veitir þeim öryggi og óhagganlegan sálarstyrk. Einsog ég sagði hafa þessir ein- staklingar fengið æ skýrari útlínur með árunum. Salka Valka og í minna mæli Arnaldur eru dæmi þessa mann- skilnings og síðan Bjartur í Sumarhúsum, en hann krist- allast fyrst í Ólafi Kárasyni og síðan í organistanum og móður hans, Birni og ömmu í Brekkukoti, Steinari í Hlíðum og loks pressaranum í Dúfnaveizlunni. Jón Hreggviðsson og Arnas Arnæus eru vitanlega einnig til- brigði við þetta sama stef og fjöldinn allur af öðrum pers- ónum í skáldsögum og smásögum Laxness. Allir þessir einstaklingar - sem eru innbyrðis mjög sundurleitir, afþví hér er ekki um neina formúlu að ræða - eiga það sammerkt að þeir eru með einhverjum hætti hafnir yfir umhverfi sitt, óháðir boðum og bönnum mis- viturra manna. Þeir láta fyrst og fremst stjórnast af innri sannfæringu, eiga hugsjón sem gerir þá stærri en aðra menn, göfgar þá og skírir. Mér virðist þetta vera hin eig- inlega mannshugsjón skáldsins, þó margt í hans eigin lífi kunni að benda til annars, og kem ég að því síðar. Þó Halldór hafi í Gerplu og víða annarsstaðar unnið það þjóðþrifaverk að hleypa vindinum úr hinni fornu

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.