Samvinnan - 01.12.1986, Qupperneq 41
við. Hún varð þekkt sem vinstrisinnaður höfundur með
mjög róttækar skoðanir og var í allmörg ár flokksbund-
inn kommúnisti, en sagt hefur verið um hana, að hún
skrifi aldrei um pólitík, heldur eingöngu um fólk and-
spænis pólitík, manninn séðan í afstöðu til stjórnmála.
Hún hefur samið skáldsagna bálk um konu, sem sneri
baki við borgaralegu umhverfi sínu eins og hún sjálf og
vildi ryðja byltingunni braut og umbylta samfélaginu.
En myndin, sem upp er dregin af kommúnisma hennar
og öllu, sem honum fylgir, er síður en svo nein glans-
mynd sanntrúaðs kommúnista, en að mörgu Ieyti mjög
gagnrýnin, einkúm í mati höfundarins á manngildi og
mannlegum verðmætum, sem Doris Lessing hefur sjálf-
stæðar skoðanir á. Hún brást ekki þeim vonum, sem hún
vakti um það í fyrstunni, að merkur höfundur hefði kvatt
sér hljóðs, og bækur hennar hafa jafnan þótt tíðindum
sæta, þótt ólíkar séu sín í milli. En iesendur hennar vita
aldrei, upp á hverju hún kann að taka næst, og hún
spannar svo vítt svið, að hinn stóri lesendahópur hennar
tekur ekki öllum bókum hennar af jafn miklum áhuga.
Hann getur blátt áfram ekki fylgt henni eftir. En óhætt er
að taka af öll tvímæli um það, að hún er einn merkasti
höfundur samtímans og óumdeildt stórveldi í enska
heiminum.
Doris Lessing fæddist í Kermansja í Persíu (íran)
1919. Faðir hennar var liðsforingi, og fimm ára fluttist
hún með fjölskyldu sinni til Suður-Rhódesíu og ólst upp
á stórum búgarði. Nám stundaði hún í stúlknaskóla í Sal-
isbury og átti heima í Suður-Rhódesíu, unz hún fluttist
til London, þá tvígift og tvískilin. Hvort hjónaband
hennar stóð fjögur ár; Lessing var nafn seinni mannsins,
og með honum eignaðist hún son.
Eins og geta má nærri um jafn frægan höfund hafa
henni verið veitt margs konar verðlaun og viðurkenning-
ar í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar, og heilmikið
hefur verið skrifað um hana og verk hennar.
Skáldsögur hennar eru að minnsta kosti orðnar fimm-
tán og smásagnasöfnin á annan tug. í smásögunum sést
glöggt, hve hún á auðvelt með að lifa sig inn í ólíkt um-
hverfi, afrískt, enskt, alþjóðlegt, og lýsa mannlegum ör-
lögum af næmri tilfinningu. Þá hefur hún samið allmörg
leikrit fyrir svið og sjónvarp; eitt þeirra er sjónvarpsgerð
fyrstu skáldsögunnar. 1959 kom út eftir hana lítið ljóða-
safn, og í fáeinum bókum hefur hún birt ritgerðir, minn-
ingabrot og fleira, sem fróðlegt er að lesa fyrir þá, sem
eru forvitnir um viðhorf hennar, reynslu og rithöf-
undarferil. Þeirra á meðal er bók um Suður-Rhódesíu,
„Heimleiðis“ (Going Home, 1959), og Breta og það sem
enskt er, „í eltingaleik við hið enska“ (Pursuit of the
English, 1960).
# Hver er Martha Quest?
„Hún var ung, og þess vegna hlaut hún að vera óhaming-
jusöm; brezk og þess vegna óróleg og alltaf á varðbergi;
uppi á fjórða tug tuttugustu aldarinnar og gat þess vegna
ekki um annað hugsað en kynþáttavandamál og stétta-
skiptingu; kvenmaður og varð þess vegna að afneita
konum fortíðarinnar, sem báru hlekki.“
Þannig sér Martha Quest sjálfa sig í upphafi sam-
nefndrar skáldsögu, sem út kom 1952 og var fyrsta sagan
af fimm í sagnabálknum „Börn ofbeldisins“ (Children of
Violence) eftir Doris Lessing. Hinar eru „Hjónaband
við hæfi“ (A proper Marriage, 1954), „Stormgráð“ (A
Ripple from the Storm, 1958), „Innilokuð“ (Landlock-
ed, 1965) og „Borgin með fjögur hlið“ (The Four-Gated
City, 1969).
í þessum sagnabálki er þemað hin frj álsa kona og hlut-
skipti hennar í ljósi innri og ytri skilyrða, en það gengur
eins og rauður þráður í gegnum mörg af verkum höf-
undarins. Nafn söguhetjunnar er varla nein tilviljun;
margra spurninga er óspurt og þeim ósvarað og það gefið
í skyn, áður en lagt er upp í langa ferð. Með öðrum
orðum: hver er Martha Quest?
Fyrstu fjórir hlutar sagnabálksins gerast í Afríku,
áður en Rhódesíu-nýlendan öðlast sjálfstæði, en sá síð-
asti í Bretlandi, þar sem Martha verður í fyrsta sinn að
heyja alvarlega glímu við þá pólitísku hugmyndafræði,
sem hún hefur aðhyllzt. Sögunni lýkur með ósköpum,
sem þó verður að skilja svo, að ekki sé borin von, að Eyj-
ólfur hressist og ómaksins vert að trúa á batnandi heim.
Enginn vafi er á því, að í þessum sagnabálki er Doris
Lessing að segja sína eigin þroskasögu, þó að hún kjósi
sér skáldsöguformið og íklæðist gervi Mörthu Quest.
Á uppvaxtarárum Mörthu horfa vandamál hennar
misjafnlega við eftir því frá hvaða sjónarhóli er á þau
horft, en eru þó alltaf til staðar, og í myndinni af vanda
hennar - pólitískum, kynferðislegum, sálfræðilegum -
eins og hann horfir við henni um miðja öldina er ekkert
dregið undan. Hún er að leita að sjálfri sér, vill vita, hver
hún er, og varðveita það, sem hún heldur, að sé hennar
eigið sjálf, hvað sem það kostar, en vandi hennar virðist
óleysanlegur, af því að hún er svo háð aðstæðum sínum.
Hann er svo óumflýjanlegur, að hún getur ekki vikið
honum frá sér, en hann hindrar hana um leið í sjálfsleit
hennar og öllum skilgreiningum. Jafnframt elur hún á
gremju sinni og tortryggni og lendir þess vegna í sjálf-
heldu, sem hún á erfitt með að losna út úr eins og fleiri
sögupersónur hjá Doris Lessing, sem gæddar eru sömu
dæmigerðu skapgerðareinkennunum. Þegar Martha fer
frá Afríku í fjórðu sögunni, er hún litlu sem engu þrosk-
aðri en áður þrátt fyrir aldur sinn og reynslu.
„Martha stóð upp, ungu konurnar tvær kysstust, og
Martha fór út.“ Af málsgrein sem þessari, þar sem tónn-
inn er í senn rólegur og snöggur, mætti ætla, að allt væri
í föstum skorðum og stakasta lagi. Þó sýnist líf og reynsla
Mörthu einatt hreinum tilviljunum háð, og því vindur
smám saman fram í frásögninni í brotakenndum
41