Samvinnan - 01.12.1986, Síða 44
Doris Lessing — ástríðufullur leitandi
og réttara að kenna hina síðarnefndu við blindu eða vit-
firringu. Um þá spurningu hélt hún áfram að fjalla í sög-
unni „Leiðbeiningar um för niður til Vítis“ (Briefing for
a Descent into Hell, 1971), og að ýmsu öðru leyti var hún
líka beint framhald síðustu bókarinnar um Mörthu
Quest: furðusaga, byggð á djarflegum leik að táknum og
hugmyndum, draumkenndum innskotsköflum og
ímynduðum hugsýnum, enda kallaði hún hana „inner
space fiction“ - innri geimskáldskap eða eitthvað í þá
áttina og hefur einnig notað hugtakið „space fiction“ eða
geimskáldskap um síðustu sögur sínar, sem vikið verður
að seinna. Með því er minnt á skyldleika þeirra við vís-
indaskáldskapinn, sem á ensku er kallaður „science fict-
ion“, en gefið í skyn, að samt sé þetta ekki eitt og hið
sama. Líklega verður að skilja það svo, að þrátt fyrir
margt, sem líkt er með vísindaskáldsögum og geim-
skáldskap, vilji höfundur geta brotið þau „lögmál“ vís-
indaskáldsögunnar, sem henni sýnist, og gefið ímynd-
unarafli sínu og sögupersóna sinna algerlega lausan
tauminn og látið þær ferðast óheftar í tíma og rúmi.
í „Leiðbeiningum um för niður til Vítis“ segir frá
fimmtugum fornmálaprófessor, Charles Watkins, sem
misst hefur minnið og finnst á rölti á Waterloo-brú.
Hann er lagður inn á sjúkrahús og lokaður þar inni.
Tveir geðlæknar reyna að sjúkdómsgreina hann, en að-
ferðir þeirra og niðurstöður stangast á og krefjast hvor
sinnar meðferðar. F>eir reyna að fá hann til þess að
muna, og smám saman kemur á daginn, hver maðurinn
er. Fólk, sem hefur verið honum nákomið, vitnar um
skapgerð hans, hegðun og eiginleika, og stangast ýmis-
legt á. Hann hefur verið dálítið óáreiðanlegur, órólegur
og efagjarn, svo að hann brotnar niður, en engan veginn
nauðugur að öllu leyti: hann flýr sinn eigin persónuleika,
kastar sér út í ábyrgðarleysið, hið hömlulausa frelsi, þar
sem vegir liggja til allra átta.
Með tímanum fær Watkins minnið aftur, en í lengstu
lög vill hann ekki við það kannast, hver hann er, og reyn-
ir að njóta nýfengis frelsis. Meðan þessu fer fram, lifir
hann í hugsýnum ótrúlegt ferðalag um víddir tíma og
rúms, lifir sjálfan sig sem æðri veru en hann er og sterk
öfl neyða hann til þess að vera. Lesandinn er leiddur inn
í hugarheim hans og látinn fylgja honum eftir. Kristall-
inn skipar Watkins að fara niður í jörðina, til Vítis, með
hóp, sem ætlað er það hlutverk að sýna geðveiku mann-
kyni, sem ekkert sér nema sj álft sig, að það sé hluti stærri
samræmdrar heildar og gera mönnum tamara að segja
„við“ en „ég“. Hann bíður óvenjulegt skipbrot og hrekst
fram og aftur um hafið, stígur á land og lendir á eyði-
mörk í hitabeltinu, þar sem einkennileg apategund og
rottuhundar eiga í erjum á næturnar undir fullu tungli og
undarlegur, hvítur fugl flýgur um geiminn og verður
tákn frelsis og fegurðar. Hinni táknrænu flóttaför lýkur
með því, að alheimsöfl langt úti í geimnum bera saman
bækur sínar, og á eftir fer rómantísk raunsæislýsing á
ævintýri meðal júgóslavneskra skæruliða með baráttu-
glaða kvenhetju í aðalhlutverkinu. Þeim svæðum, sem
Watkins skoðar, er lýst af mikilli innlifun, og hinar
ímynduðu furðuskepnur, sem hann sér, leiða hugann að
ljóninu í eyðimörkinni hjá Rousseau eða „Ferðum
Gúllívers".
Eins og fyrr segir hindra hvorki tími né rúm Ódysseif
nútímans á furðuför hans; tíminn er geimtx'mi og tungu-
málið, sem beitt er, næsta sérkennileg blanda, þar sem
orðin skiljast stundum út frá hljómi sínum, en ekki
neinni þekktri merkingu. Annað er eftir því. Líkingar,
mál og myndir sögunnar hafa þegið ýmislegt úr heimi
geðlækninga, fjarhrifa og vísindaskáldskapar, sem brætt
er saman og tengt hugsýnum sögupersónunnar. Þeim stíl
tekst Doris Lessing furðanlega að halda. Þegar lesand-
inn ætlar að drukkna í þessu flóði, rýfur hún frásögnina
með því að skjóta inn í hana stuttum og hversdagslegum
ummælum og athugasemdum læknanna eða snöggum
spurningum sjúklingsins og fleytir lesandanum þannig
áfram. Sú innri þörf hefur verið sterk, sem knúði hana til
þess að skrifa þessa sögu, en í henni eru ýmsir veikir
hlekkir, og lesandinn á ekki alltaf jafn auðvelt með að
láta sefjast eða sannfærast. Málið, stíllinn og hið taum-
lausa hugmyndaflug hljóta að hrinda mörgum frá, og
Doris Lessing lætur undan löngun sinni til þess að rugla
lesandann í ríminu. Til dæmis getur hann velkzt í vafa
um, hvort tilteknar persónur sögunnar svari hver til ann-
arrar eða tveir menn séu einn og hinn sami, hvort Watk-
ins hafi glatað sínu æðra sjálfi eða sé einungis geðklofi,
sem á við tímabundin vandamál að stríða og þar fram
eftir götunum. Aðra lesendur hefur hin undarlega og
óhugnanlega frásögn á valdi sínu, og hjá þeim vaknar
forvitni um það, hvort hlnn minnislausi muni halda
dauðahaldi í hugsýnir sínar og æðri skynjanir eða láta
Ó5hum viðshiptavinum og
landsmönnum öllum
QLEÐILEQRA JÓLA
Föhhum gott samstarf og viðshipti
á liðnum árum.
PÖNTUNARFÉLAG ESKFIRÐINGA
Eskifirði
44