Samvinnan - 01.12.1986, Page 45

Samvinnan - 01.12.1986, Page 45
Býr manneskjan yfir ónotuðum hæfileikum, sem sífellt er reynt að kæfa eða ýta til hliðar? undan tilraunum læknanna og samfélagsins til þess að sveigja hann aftur inn á braut venjubundins lífs í heimi, þar sem hann er ekki annað en frekar sjálfhverfur há- skólakennari. # Víðari leikvangur en jörðin Hugarórarnir eiga sem sagt að sýna tilraunir mannsins til þess að slíta af sér þá fjötra samfélagsins, sem að honum þrengja og veita honum ekki nægilegt svigrúm. Þeir eiga að vera uppbót fyrir of tilbreytingarsnautt og hversdags- legt líf hans. Að baki býr sú hugsun, að manneskjan búi yfir ónotuðum hæfileikum, sem sífellt sé reynt að kæfa eða ýta til hliðar. Minnisleysið eða geðbilunin er flótti, sem beinist að því að uppgötva þessa hæfileika og kenna þeirra, uppgötva möguleikana, sem það býður upp á, þegar tekst að leysa þá úr læðingi. Hún er eðlisbundin uppreisn þeirra, sem ekki vilja láta marka sér of þröngan bás. Kjarninn er sá, eins og segir í eftirmála, að „næsta óvenjuleg viðkvæmni aðalpersónunnar eða tilfinninga- næmi hlýtur að vera henni til trafala í þjóðfélagi eins og okkar, sem þannig er upp byggt, að það gerir þeim róðurinn léttastan, sem best getur lagað sig að því, með- almanninum, þeim auðsveipa." Mótmæli, andóf, uppreisnarhugur - þetta eru merki um heilbrigði, en almenningsálitið reynir með öllum þunga sínum að láta líta út fyrir, að þetta séu sjúkdóms- einkenni. Frá sjónarmiði þess eru hinir geðtrufluðu um- fram allt sjúklingar miðað við rótgróna og ríkjandi sam- félagshætti, sem reynt er að þvinga upp á þá, uppreisnar- seggir, sem það ýtir út í ófæruna með valdi. í skilningi sínum á þessu rær Doris Lessing á sama borð og ýmsir nútímasálfræðingar, en lendir í andstöðu við marga sál- greiningarpostula, sem reynt hafa að fá fólk til þess að laga sig að ríkjandi samfélagsháttum þrátt fyrir sjúk- dómseinkennin. Að baki býr vitaskuld einnig hennar eigin reynsla af byltingarstefnu, sem vill njörva menn niður með kreddum, krefst óskeikulleikatrúar og vill þvinga þá til þess að lúta boðum og bönnum kerfisins. Hún virðist vera þeirrar skoðunar, að bylting leggi á menn slíka fjötra og risti aldrei niður úr yfirborðinu, þar sem átök um efnahagsmál og skipulag og yfirráð auðs og framleiðslu, gangi ekki nógu langt. Hún vill byltingu, sem leysir úr læðingi alla krafta og hneigðir mannsins, sem unnt er að halda uppi vörnum fyrir og geta opnað honum nýjar leiðir til þess að ná heilbrigðu jafnvægi milli skynsemi og tilfinninga, hugsunar og framkvæmdar. Þetta er ekki með öllu óskylt sumum hugmyndum súrr- ealista, en í andstöðu við pólitíska einföldun og tak- markanir hennar. Það hefur þurft kjark til þess að skrifa „Leiðbeiningar um för niður til Vítis“, sem var merkileg og aðdáunar- verð tilraun í skáldsagnagerð höfundarins, en ímynd- unarafl hennar sprengdi þar af sér alla fjötra, og með skáldlegum hugsýnum sínum tefldi hún á tæpasta vaðið. Með þessari bók hætti Doris Lessing stöðu sinni sem raunsæishöfundur með mestan áhuga á félagslegri og sálfræðilegri skilgreiningu manns og samfélags. Eigi að síður var það enn hið miðlæga viðfangsefni hennar, en bókin gat bent til þess, að róttæk endurnýjun mundi leiða hana inn á nýjar brautir, opna henni nýja útsýn yfir ókönnuð svið í glímu við flókin vandamál. Það er stað- reynd, að í sögunni stöndum við andspænis flestum þeim hugmyndum og fyrirbærum, sem mest ber á í eina sagna- bálkinum, sem Doris Lessing hefur samið fyrir utan sög- urnar af Mörthu Quest. Sá sagnabálkur nefnist einu nafni „Kanopus í Argosi: Skjöl“ (Canopusin Argos: Archives),og kom fyrstasag- an út fyrir sjö árum. Þetta eru geimferðasögur eða „Geim“-skáldskapur; það er eins og ímyndunarafl höf- undarins hafi þurft víðari leikvang en jörðina. Eins og áður sagði hafði hún gefið því lausan tauminn í síðustu sögunni um Mörthu Quest, svo að skyldleika við hana virðist gæta á stöku stað í seinni bálknum, og í fjórðu sögunni í hinum fyrri, „Innilokuð“, koma fyrir- bæri eins og fjarhrif (extra sensory perception) við sögu. Þræðir liggja líka milli geimsagnanna og „Gylltu minnis- bókarinnar“, sem síðar verður vikið að, en skyldastar eru þær „Leiðbeiningum um för niður til Vítis“ af eldri bókum höfundarins. # Harmleikur þessarar aldar Doris Lessing hefur stundum verið sökuð um, að „pólit- ísk heimspeki“ hennar væri nokkuð einstrengingsleg, innihaldslítil og barnaleg, og sumir hafa talið, að það ætti ekki síst við um þessar síðustu bækur hennar. í ann- arri sögunni þykist skrásetjarinn hafa komist að æðri sannindum, þegar hann kemst svo að orði: „Hvar sem við erum, þá erum við öll það, sem við hugsum og ímyndum okkur. Hvorki meira né minna.“ Það er í fullu samræmi við ímyndunaraflið, sem látið er ráða ferðinni, Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum ámm. KAUPFÉLAG BERUFJARÐAR Djúpavogi 45

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.