Samvinnan - 01.12.1986, Qupperneq 47

Samvinnan - 01.12.1986, Qupperneq 47
in“ (The Golden Notebook, 1962). Margir álíta hana merkasta verk hennar og telja, að í samningu þess hafi hún lagt mestan metnað, og um þá bók hefur verið sagt, að hún sé ein athyglisverðasta tilraunin í enskri skáld- sagnagerð eftir stríð. Hún vitnar um mikil umbrot í huga skáldkonunnar sjálfrar, sem þar beinir athygli sinni einkum að stjórnmálum, hlutskipti kynjanna og tilgangi og aðferðum skáldskapar, enda blandast þar saman ólík tjáningarform, og beitt er ýmsum tjáningaraðferðum, sem gerð er tilraun með. í persónulegri dagbók í skáld- söguformi veitist lesandanum innsýn í smiðju rithöfund- ar og í lifnaðarhætti og gerð þess þjóðfélags, sem hún lif- ir í. í sögunum um Mörthu Quest var þemað hin (ó)frjálsa kona, löngu áður en það komst í tísku, og söguhetjunni var jafnan lýst með stjórnmálaátökin og þjóðfélagslýsinguna í baksýn. Svipað efni er aftur tekið til athugunar í „Gylltu minnisbókinni“, sem kvenna- hreyfingin tók með miklum fögnuði, þótt ýmsir úr gagn- rýnendastétt væru sparari á lofið og þættust sjá á henni ýmsa ágalla. Þar er fjallað um baráttu kvenna fyrir frelsi sínu, hvernig þær reyna að varðveita sjálfar sig fyrir karl- mönnunum án þess að týna sjálfum sér í hjónabandi eða ástarsamböndum og berjast samtímis fyrir þjóðfélags- breytingum í átt til sósíalisma. Hvergi er reynt að dylja þá erfiðleika, sem þetta hefur í för með sér, vandræðin, þversagnirnar og ósigrana. Þrátt fyrir dýrkeypta við- leitni og einlægan vilja verður árangurinn oftast furðu Óánægð og leið á sjálfri sér vegur hún og metur skáldskaparviðleitni sína og rithöfundarstarf. lítill. Hin vinstri sinnaða skáldkona í sögunni rýfur tengslin við kommúnismann og vini sína úr þeim her- búðum, en þegar hún stofnar til ástarsambanda við karl- menn í samfélagi, sem 'er þeirra, kennir hún rótleysis. Óánægð og leið á sjálfri sér vegur hún og metur skáld- skaparviðleitni sína og rithöfundarstarf. Allt gefur þetta tilefni til þess að draga upp skýrar myndir úr samtíðinni og sýna nútímamanninum líf hans í skuggsjá, þannig að undan svíður. Danski rithöfundurinn Jens Kruuse sagði t. d. um „Gylltu minnisbókina“, að hún væri skelfileg lesning fyrir karlmann, en dýpkaði þó svo mjög skilning þeirra, sem væru nógu tilfinninganæmir, að þeir kæmust varla hjá því að hugsa vandlega um efni hennar og af- stöðu sína til þess. í „Gylltu minnisbókinni“ er fólgin lýsing á því, hvern- ig sjálfsvitund konunnar leysist upp og persónuleiki hennar brotnar niður gagnstætt vilja hennar, og sama viðfangsefni er í brennidepli í ýmsum smásögum Doris Lessing. í kafla fyrst í bókinni, sem nefnist „Frjálsar konur“ og er hluti af umgerð sögunnar, hittum við fyrir tvær konur, Mollý og rithöfundinn Önnu, í íbúð þeirra í London 1957. Þar lifa þær „svokölluðu frjálsu lífi, það er að segja lífi eins og karlmenn lifa“. í samræmi við reynslu þeirra slitnar frásögnin sundur öðru hverju, en myndar ramma utan um fjóra langa bókarhluta, þar sem kjarninn er minnisbækur Önnu frá sjötta tug aldarinnar. Eina skáldsaga hennar er sprotin af reynslu hennar í Afr- Óskum viðskiptavinum og starfsfólki gleðilegra iólajÉjL og farsældar á komandi ári wj með þökk fyrir liðið ár. SAUÐARKROKI - HOFSOSI - VARMAHLIÐ - FLJÓTUM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.