Samvinnan - 01.12.1986, Blaðsíða 49
Frelsi konu, sem vill vera sterk
og heilsteypt, veröur
kviksyndi og skrípamynd.
hrekur út í sinnuleysið og tilgangsleysið, uns henni finnst
hún varla vera til lengur sem lifandi einstaklingur. Þá
bindur hún enda á líf sitt, eftir að hafa um skeið lifað því
í hótelherbergjum og stefnt því að þeim punkti af stað-
festu, sem jaðrar við trúarlega ástríðu. Þess konar von-
leysi og uppgjöf hefur verið algengt viðfangsefni ýmissa
nútímahöfunda, en margir þeirra hafa fremur litið á það
sem undantekningu en reglu. Andrúmsloftið í sögum
Doris Lessing bendir til þess, að hún telji það mjög al-
mennan og rökréttan reynsluþátt hjá þeim, sem hún
skrifar um og þrauka margir við vonlaus skilyrði - lifa líf-
inu þrátt fyrir allt, þótt einn og einn láti bugast. Hún er
að skrifa um fólk og umhverfi þess í víðum skilningi og
veit, að allir bregðast ekki eins við. Susan styttir sér
aldur, og í „Gylltu minnisbókinni“ leiðir þrúgunin til
sturlunar. En mitt í svartsýninni rofar stundum til. í
smásögunni „Tveggja tal“ (Dialogue) er það karlmaður-
inn, sem er ennþá hrjáðari en konan af einmanaleika og
tilgangsleysi tilverunnar. Hún heimsækir hann, kaldan
og sambandslausan við umhverfi sitt, upp á efstu hæð í
nýtísku húsi, þar sem hann býr, og þau afreka ekki öllu
meira en að setja plötu á fóninn, láta hugann reika, horfa
út um gluggann - og tala saman. Allri lygi og blekkingum
hefur verið vikið til hliðar, en samtal þeirra bendir til
þess, að þrátt fyrir dapurleikann sé lífið þess virði, að lif-
að sé. „Hvað sem öðru líður, þykist ég fara nær sann-
leikanum en þú“, segir hann án þess að finna nokkra leið
út úr ógöngunum. Þá verður henni hugsað sem svo, að
þeir, sem eru einmana, bæði karlar og konur, hafi eigi að
síður eitthvað að gefa af sjálfum sér, því að annars mætti
öðrum vera sama um þá, það þarfnaðist þeirra enginn.
Því er hins vegar öðruvísi farið, og sjálf finnur hún, að
lauf af limgerði getur nægt til þess að ylja henni um
hjartarætur og vekja hjá henni sterka lífskennd.
# Mannþekking og lífsskilningur
Á árunum, sem liðu frá því að „Leiðbeiningar um för
niður til Vítis“ kom út og þangað til fyrsta sagan í geim-
sagnabálki Doris Lessing birtist, samdi hún tvær skáld-
sögur af allt öðru tagi. Hin fyrri var „Sumarið fyrir
myrkur“ (The Summer Before the Dark, 1973). Aðal-
persónan er Kate Brown, 45 ára gömul gift kona og móð-
ir fjögurra uppkominna barna. Maður hennar er tauga-
sérfræðingur í töluverðu áliti, og í sambúðinni við hann
hefur Kate bælt vilja sinn, alltaf látið hann ráða ferðinni
og tekið tillit til þarfa barna sinna. Hún hefur sætt sig við
og leitað málamiðlunar og fórnað sér fyrir fjölskylduna.
Sumarið, sem sagan gerist, er hún hins vegar allt í einu
orðin ein í London. Hún er laus við allar skyldur og
ábyrgð gagnvart fjölskyldunni í fyrsta sinn frá því að hún
gifti sig, fær sér vinnu skamma hríð og reynir þá að nota
sér þá reynslu, sem hún hefur öðlast í móðurhlutverk-
inu, en jafnframt verður hún að horfast í augu við, að
hún er farin að eldast. Hún lendir í stuttu ævintýri með
ungum manni af meginlandinu, en bæði veikjast, og
Kate fer aftur til London, þar sem sami draumurinn um
eitthvað, sem hún verður að ljúka, leitar sífellt á hana í
veikindum hennar. Hún grennist, liturinn á hári hennar
breytist. í síðasta hluta sögunnar deilir hún húsnæði með
sér yngri konu, sem þó hefur einnig áhyggjur af aldri
sínum. Draumur Kate hefur ræst, og konurnar tvær hafa
áhrif hvor á aðra, uns vegir skiljast og nýtt skeið hefst í
ævi þeirra. Sú yngri ætlar að ganga í hjónaband, eignast
börn og lifa fyrirmyndarlífi. Kate hverfur aftur til eigin-
mannsins; kona með gráa sveipi í hárinu, sem finnur, að
til þeirrar breytni liggja nú innri rök, en ekki einungis
viljinn til þess að þóknast öðrum.
Sagan er hlaðin stígandi og spennu og kemur öllum
við. Höfundurinn fjallar þar af samúð og skilningi um
vanda konunnar við að lifa lífi sínu sem einstaklingur,
heil og óskipt. Ekki í fyrsta sinn, mætti segja, en mann-
þekkingur og lífsskilningur vísa höfundi veginn. Þó að
hún sé í uppreisnarhug, er sums staðar ljóðrænn blær á
frásögninni, og áreiðanlega er sagan með best heppnuðu
verkum Doris Lessing, samþjöppuð og traustbyggð.
# Minningar einnar sem eftir lifði
„Ég hygg, að bráðum skelli á nýtt stríð. Þangað til höldum
við bara áfram að sökkva dýpra og dýpra í fen villi-
mennskunnar, ef ekki verður mikil breyting á“, sagði
Doris Lessing 1975. Það var árið eftir að saga hennar,
„Minningar einnar sem eftir lifði“ (The Memoirs of a
Survivor, 1974) kom út. Það er fyrsta skáldsaga hennar,
sem út var gefin hér á landi og kom út í íslenskri þýðingu
greinarhöfundar núna fyrir síðustu jól.
Við fáum aldrei að vita nafn konunnar, sem þar segir
frá og býr ein í íbúð sinni í London, og ekki heldur,
hvaða stríð og ósköp það eru, sem yfir hafa dunið og hún
hefur lifað af. Þau eru aldrei kölluð annað en „það“, en
49