Samvinnan - 01.12.1986, Qupperneq 54

Samvinnan - 01.12.1986, Qupperneq 54
Doris Lessing — ástríðufullur leitandi Doris Lessing hefur oft verið nefnd í sömu andrá og suður-afríska skáldkonan Nadine Gordimer, sem er fjórum árum yngri, enda eiga þær sitthvað annað sam- eiginlegt en að hafa alist upp í suðurhluta Afríku. Þar blöstu við þeim í æsku sömu þversagnakenndu, félags- legu andstæðurnar. Við þeim var svar þeirra róttæk, pólitísk afstaða eins og hjá fleirum. í bókinni „Heimur ókunnugra“ (A World of Strangers, 1958) fjallaði Na- dine Gordimer um vináttu hvítra og svartra eins og Less- ing hafði gert í fyrstu bók sinni á sama áratug. Það var illa séð af ofstækismönnum í kynþáttamálum og minnir á reynslu norrænnar starfssystur þeirra, Söru Lidman, sem fyrir aldarfjórðungi var dæmd fyrir þann glæp í Suð- ur-Afríku að hafa stofnað til kynna við svartan mann og var leyft að velja milli fangelsisvistar og brottvísunar úr landi, en svaraði síðan þessari kveðju með skáldsögunni „Sonur minn og ég“ 1961 og gekk eftir það fram fyrir skjöldu í pólitískri baráttu um langt skeið. Kvennahreyf- ingin hefur talið sér verk beggja afrísku skáldkvennanna til tekna, sem líklega stafar einkum af því, að þær hafa lýst konunni „heilli og óskiptri“, konunni, sem tekur pólitíska afstöðu, gegnir starfi utan heimilis, hinni elsk- andi konu, móðurinni. Konur þeirra finna ekki aðeins til KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Keflavík ábyrgðar í sínum litla einkaheimi, heldur einnig í því þjóðfélagi, sem þær lifa og starfa í. Báðar skrifa á ensku og eru meðal merkustu og áhrifamestu núlifandi höf- unda þeirrar tungu, en hvorug er alin upp við enskar hefðir sem sjálfsagðan hlut eða hefur drukkið í sig ensk áhrif frá unga aldri. Þær hafa meira að segja báðar látið þess getið, að bakgrunnur þeirra hafi verið furðu menn- ingarsnauður. Sú einangrun, sem það olli, hefur hins vegar orðið til þess, að eldurinn hefur brunnið enn heitar á þeim en ella. Þær hafa verið berskjaldaðri fyrir miklu margþættari áhrifum en enskar bókmenntir einar hefðu boðið þeim upp á, og þetta hefur veitt þeim nægilegt svigrúm til þess að gera tilraunir með skáldsöguformið, ef þeim hefur boðið svo við að horfa. En þar fyrir utan er ekki margt líkt með þeim. Þeir, sem lifað hafa hættuástand á tímum örvænting- ar, kannast við martröðina, sem heltekur þá, þegar öll tilveran skríður undir fótum þeirra, lífsvefur þeirra raknar upp, og hvimleið óþægindi hversdagslífsins verða farg, sem næstum ókleift er að létta af sér eða berjast við. Ætli sé ekki óhætt að segja, að þetta sé meginþema í flestöllum verkum Doris Lessing og hluti af heimsmynd og lífsskynjun margra samtíðarmanna hennar? ♦ 5íindum féíaqsmöimum og starfsfóíki okkar óestii óskir um GLEÐILEGJÓL ogfarsœít homamfi ár. Pökkum cjott samstarf og vidskipti á íiðnum árum. KAUPFÉLAG VOPNFIRÐINGA Vopnafirði 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.