Samvinnan - 01.12.1986, Blaðsíða 60

Samvinnan - 01.12.1986, Blaðsíða 60
Hún stóð sig að því að reyna að velja bestu nöfnin. Þau voru öll ósköp venjuleg, Greens, Parker, Smith, uns hún kom að þvíseinasta: Verdi, Umberto... Umberto Verdi, sótari Smásaga eftir Bernard Mac Laverty Þýðandi: Erlingur E. Halldórsson Nanna hafði litið svo á að reyk- háfurinn væri síðasta stráið. Kaldur vindurinn hafði nætt allan daginn og tíu mínútum eftir hún hengdi út fullan þvottabala slitnaði snúran. Smekkir, kot, skyrtur Johns, allt þetta lá á forugum garðstígnum. Þegar hún hafði tínt fötin upp hét hún sjálfri sér kaffibolla en jafnvel þá, við sinn eigin arin, fékk hún ekki frið. í hvert skipti sem eitt barnanna lokaði dyrunum eða vindurinn rumdi úti fyrir, þyrlaðist reykjarský niður og inn í herbergið. Þar sem hún var nú þarna til staðar þá tók hún aringrindina í burtu. Þaðan sem hún sat, með fæt- urna í eldstónni, gat hún séð að neðra borðið á tigullagðri hvítgulri arinhill- unni var alsótugt. Litlar flygsur hengu í loftinu - ein vokti yfir kaffibollanum og hún vingsaði henni burt með hend- inni. María, sú elsta af þeim fjórum og sú eina í skóla, kom inn og skellti úti- hurðinni aftur. Stór mökkvi af fúlum reyk bugðaðist um Nönnu, svo hún fékk hóstakast. Hún slöngdi bollanum niðrá arinhilluna svo kaffið gusaðist út, hljóp fram í forstofuna, danglaði aftan á hnakkann á t.elpunni og æpti: „Hve oft verð ég að segja þér að skella ekki hurðum." María fór volandi í burtu, lét skóla- töskuna detta á gólfið, til að fá sér brauðsneið og marmelaði. Nanna sett- ist á neðsta þrepið í stiganum, hjá símanum, og hringdi í sótarann. Þegar henni var sagt hún mundi þurfa að bíða þrjár vikur spurði hún hvort hann gæti ekki séð aumur á henni, í framtíð- inni mundi hún fá einhvern annan til að þrífa strompinn. Nanna slengdi símtólinu á, dró að sér símaskrána og fletti upp á gulu síðunum. Þegar hún lét fingurinn renna niður listann yfir sótara tók hún eftir því hve neglurnar voru illa útlítandi. Þær höfðu aldrei verið jafn slæmar- ekki einu sinni þeg- ar hún var á sjúkradeildinni. Hún yrði að reyna að taka inn meira af kalsíum, einhvern veginn. Hún stóð sig að því að reyna að velja bestu nöfnin. Þau voru öll ósköp venjuleg, Greens, Parker, Smith, uns hún kom að því seinasta: VERDI, Umberto. „Þetta er fínt“ hugsaði hún og sneri skífunni. Hringingin suðaði lengi. Litla barnið skreið út að rótum stigans og fór að skæla. Kvenmannsrödd svar- aði með ítölskum hreimi og þær bræddu með sér að hr. Verdi skyldi koma eftir tvo daga klukkan ellefu. „Þú hlýtur að vera kona hans,“ sagði Nanna. Ó nei, Umberto var ekki kvæntur. Barnið hékk á lærum henni. „Ó ég skil,“ sagði Nanna. „Takk fyrir,“ og hún hringdi af. Hún var nú orðin á eftir tímanum og þurfti að hafa hraðan á því brátt mundi John koma heim, og svipast um eftir matnum. Það var miklu seinna þegar hún var að þvo fötin að hún rakst á hálffullan kaffi- bollann á arinhillunni með hvíta skán. Hún skvetti úr bollanum í vaskinn með ólund. Ef það var eitthvað sem hún hataði þá var það sóun. Daginn eftir fór hún í búðir með litla barnið og Jane í vagninum og Mikael gekk með, og hélt í handfangið. Hún þakkaði Guði fyrir að María væri loks komin í skóla. Öll- um vörunum var staflað í rekkið á vagninum og Nanna var á heimleið þegar hún tvínónaði úti fyrir vínbúð- inni. Hún setti bremsu á vagninn og leiddi Mikael og Jane við hönd sér inn í búðina. Galvaskur afgreiðslumaður brosti. „Hvað kostar flaska af Campari?" spurði Nanna. Afgreiðslumaðurinn sagði henni það og hún ráðfærði sig við budduna. Hún mundi rétt hafa efni á 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.