Samvinnan - 01.12.1986, Side 63
var hann mjög strangur við sjálfan sig.
Trúarbrögð hans bönnuðu áfengis-
neyslu, svo hann sat við hlið hennar
alsgáður, ljómandi í þeldökku andlit-
inu, og drakk límonaði. Það var fram-
koma hans sem hún gekkst upp við.
Hann stóð alltaf upp þegar hún kom
inn í herbergi, gekk götumegin á gang-
stéttinni, kveikti í sígarettu fyrir hana
þótt hann þyrfti að fara yfir þvert gólf.
Hann opnaði fyrir hana dyrnar, hélt í
hönd hennar niður þrep og sýndi henni
ýmislega stimamýkt sem juku henni
vellíðan. John hafði verið dálítið líkur
þessu áður en þau giftust en það var
allt liðin tíð. Um helgar neitaði hann
að raka sig og ráfaði um í alverstu flík-
unum, og það sem hún þoldi hvað
verst: lá í rúminu með úfið hárið fram
að hádegi. Laugardaga og sunnudaga
var hann meir til trafala en hjálpar, því
allir hennar verkshættir fóru í vaskinn
þegar hún gat ekki búið um rúmin á
morgnana. Hvort sem bíllinn var bil-
aður eða ekki lá hann í honum allar
helgar og kom inn til að maka vaskinn
í olíu og handklæðið. Eitt sinn hafði
hún jafnvel þurft að hreinsa stangar-
sápuna þegar hann hafði þvegið sér
um hendur. Kemal hefði haft það öðru
vísi.
Litla barnið kom skríðandi inn í
eldhús og kippti í fótleggi henn-
ar í bæn um að taka sig upp.
Hún strauk horinn úr nefinu með
svuntufaldinum og bar hann aftur inn í
framherbergið, ávítaði þau eldri fyrir
að hleypa honum út. Hún hrærði í
móleitu vatninu til að finna hálf-
skrælnuðu kartöfluna. Kemal hefði
sjálfsagt haft það öðru vísi.
í fyrsta og eina skiptið sem hann
hafði komið heim til hennar var þegar
hann bar fram bónorðið. Móðir henn-
ar hafði komið flaumósa að framan og
sagt að þetta hlyti að vera hennar
gestur. Nanna hafði farið inn í fram-
herbergið og þar var Kemal, og spratt
taugaóstyrkur á fætur. Hann hafði
beðið hana að giftast sér, hún hafði
hlegið, en svo þegar hún sá hvað hann
var sár þá varð hún alvarleg. Hann
sagðist vera á heimleið til Súdan eftir
mánaðartíma, og hann gæti beðið í
viku eftir svari hennar. Djúpið á rnilli
arfleifða þeirra og menningar, sagði
liann, mundi verða helsti trafalinn, en
það myndi verða ævintýralegt fyrir
hana að yfirstíga þetta djúp. Að lifa í
nýju landi, á stað þarsem stundum var
svo heitt að nauðsynlegt var að bleyta
fötin til að kæla sig - að borða með
fingrunum úr sömu skál og aðrir í fjöl-
skyldunni. Hún gæti lært arabísku,
hann mundi með ánægju kenna henni.
Hann hafði beðið
hana að giftast sér,
hún hafði hlegið,
en þegar hún
sá hvað hann
varð sár
varð hún alvarleg...
Sendum viðskiptavinum og starfsfólkí
bestu
JÓLA- OG NÝÁRSÓSKIR
og þökkum gott samstarf á liðnu ári.
KAUPFÉLAG VESTUR-HÚNVETNINGA
Hvammstanga
KAUPFÉLAG NORÐUR-ÞINGEYINGA
Kópaskeri
GíeðiíegjóC
ogfarsceít komandi ár
63