Samvinnan - 01.12.1986, Side 66

Samvinnan - 01.12.1986, Side 66
Umberto Verdi, sótari á garðinum. Þegar hann kom aftur inn í eldhúsið spurði hún hann hvort hann vildi þvo sér um hendur. „Eitt bað í lok dagsins dugir mér,“ sagði hann. Þá sá hann halakörturnar og hallaði sér yfir vaskinn og horfði fast á flöskuna. „Ég sá þátt um þessar. Þeir segja maður eigi ekki að taka þær upp úr pollunum.“ Hann sló í flöskuna með fingurnöglinni og halakörturnar urðu skelfdar og þutu í allar áttir. Nanna stóð hjá með budduna í hendinni og þegar hann sagði henni upphæðina gaf hún honum tvo shillinga aukreitis. Henni fannst hann svo alúðlegur kall með hlýtt bros. Hann lyfti húfunni svo skein aftur í bleikan hnjúkinn og hélt inn til að taka saman verkfærin. Þegar hann var farinn hreinsaði hún upp pappírinn, og tók eftir því að það var ekki arða af sóti eða skít neins staðar. Eftir skrjáfið í pappírnum varð þögnin í húsinu til að ergja hana dálítið en það var líka ánægjuleg tilbreyting. Hún opnaði Campari-flöskuna, hellti sér í glas og lét sig síga niðrí stól í framherberginu. Hún hélt hárauðum vökvanum upp að ljósinu. Hann var sætur og þegar mað- ur hafði rennt honum niður kom í munninn beiskur eftirkeimur sem hún var búin að gleyma. Hún gat ekki munað hver þeirra það var af stúlkun- um sem sagði að hún hefði bragðað á betra meðali. Hver sem það var þá hafði hún engan smekk. Eftir tvo sopa í viðbót fór hún að hugsa hvort hún hefði ekki fengið vonda flösku, eða kannski var til þess ætlast að maður drykki það í límonaði. Hún fór inn í eldhúsið og hellti því litla sem eftir var í glasinu í vaskinn. Ef til vill myndi John vilja afganginn. Þegar hún var að fara aftur í hin fötin hlaut hún að hafa vakið barnið. Þegar hún kom inn ang- aði herbergið af barnasaur. Niðri hringdi síminn. Hún stakk barninu undir handlegginn og þaut niður til að svara. Það var nágrannakonan tveim húsum ofar. Mikael hafði dottið og fengið kúlu á höfuðið og var óhugg- andi, svo hún var hrædd um hann gæti fengið K.A.S.T. Mundi vera í lagi að senda þau bæði til baka þar sem hún hafði séð að sótarinn var farinn. Nanna sagði já og skildi útidyrnar eftir opnar svo hún þyrfti ekki að standa upp aftur til að hleypa þeim inn. ♦ Sendum viöskiptavinum okkar bestu óskir um gteðiíegjót meö þökk fyrir gott samstarf á árinu. KAUPFÉLAG HÉRAÐSBÚA Egilsstöðum Kaupfélag Héraðsbúa rekur verslanir á Egilsstöðum, Reyðarfirði, Seyðisfirði og Borgarfirði eystra, slátur- og frystihús á Egilsstöðum, Fossvöllum, Reyðarfirði og Borgarfirði, mjólkursamlag og trésmíðaverkstæði á Egilsstöðum, kjötvinnslu, gistihús, bílaútgerð, olíusölu og fóðurblöndunarstöð á Reyðarfirði. Aðalskrifstofa á Egilstöðum. 66

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.